Handbolti

Sjö marka tap og Valur úr leik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Díana Dögg var atkvæðamest í liði Vals
Díana Dögg var atkvæðamest í liði Vals vísir/eyþór
Valur er úr leik í EHF bikar kvenna í handbolta eftir stórt tap gegn sænsku deildarmeisturunum í Skuru í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld.

Fyrri leikur liðanna lauk með eins marks sigri Vals, 23-22, og voru Valskonur því í ágætri stöðu fyrir seinni leikinn.

Leikurinn byrjaði jafn en heimakonur í Val voru með yfirhöndina. Liðunum gekk illa að skora og var staðan aðeins 4-4 eftir tíu mínútna leik.

Sænsku gestirnir tóku yfir undir lok fyrri hálfleiks og var staðan orðin 16-11 Skuru í vil í hálfleik.

Valur byrjaði seinni hálfleik illa og þegar hann var hálfnaður var tíu marka munur á liðunum. Undir lokin náðu Valskonur að laga sóknarleikinn og minnkuðu muninn.

Lokatölur urðu 31-24 fyrir Skuru og því vann sænska liðið samanlagt 53-47.

Díana Dögg Magnúsdóttir var markahæst í liði Vals með átta mörk og Ásdís Þóra Ágústsdóttir skoraði sex. Eva Björk Davíðsdóttir komst ekki á blað í liði Skuru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×