Handbolti

Einn leikur og einn titill hjá Einari í Færeyjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar er byrjaður að vinna titla í Færeyjum.
Einar er byrjaður að vinna titla í Færeyjum. vísir/daníel
Einar Jónsson stýrði H71 til sigurs á Neistanum, 31-21, í Lionsbikarnum í Færeyjum í gær. Þetta er árlegur leikur Færeyjameistaranna og færeysku bikarmeistaranna.

Einar tók við Færeyjameisturum H71 í sumar og óhætt er að segja að hann fari vel af stað sem þjálfari liðsins.

H71 var tveimur mörkum yfir, 13-11, og var svo miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleik.

Meðal leikmanna í liði H71 má nefna Elias á Ellefsen á Skipagøtu sem var valinn besti leikmaður Opna Evrópumótsins U-17 ára í sumar þar sem Færeyingar stóðu uppi sem sigurvegarar.

Einar stýrði karlaliði Gróttu á síðasta tímabili. Þar áður var hann með karlalið Stjörnunnar í þrjú ár.

Einar þjálfaði lengi hjá Fram, bæði karla- og kvennalið félagsins. Hann gerði karlaliðið að Íslandsmeisturum og kvennaliðið að bikarmeisturum. Þá stýrði Einar kvennaliði Molde í Noregi.

Keppni í færeysku úrvalsdeildinni hefst eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×