Umfjöllun: Selfoss 28-35 ÍR | ÍR-ingar skelltu Íslandsmeisturunum

Hólmar Höskuldsson skrifar
Bergvin Þór Gíslason.
Bergvin Þór Gíslason. vísir/ernir
ÍR fór illa með Íslandsmeistara Selfoss í Olís-deild karla í kvöld þar sem Breiðhyltingar unnu sjö marka sigur eftir að hafa leitt með tveimur mörkum í leikhléi, 13-15.

Af hverju   vann  ÍR?

Sigurður Ingiberg stóð vaktina gífurlega vel í marki ÍR í kvöld. Að auki voru Selfyssingar með 9 tapað bolta en ÍR-ingar skoruðu 8 mörk úr hraðaupphlaupum gegn aðeins einu hraðaupphlaupsmarki Selfyssinga. Má með sanni segja að það hafi haft eitthvað að gera með þennan geysisterka sigur ÍR-inga.

Hverjir   stóðu   upp   úr ?  

Í liði ÍR var Björgvin Hólmgeirsson með 8 mörk og 3 stoðsendingar og Sveinn Andri Sveinsson með 7 mörk ásamt því að Sigurður Ingiberg var með ásættanlega 33% markvörslu.

Í liði Selfyssinga var Haukur Þrastarson atkvæðamestur með 7 mörk og 6 stoðsendingar og Hergeir Grímsson með 6 mörk.

Hvað   gekk   illa  

Vörn   Selfyssinga   átti   erfitt   uppdráttar   þrátt   fyrir   sæmilega  30%  vörslu   hjá   markvörðum   Selfoss , en oft á tíðum  virkaði   auðveldara   fyrir  ÍR-inga    skora   heldur  en  Selfyssingana .

Hvað  gerist   næst

Augljóst   er     Selfoss   þarf   eitthvað     líta  í  eigin   barm   og   laga   sinn   varnarleik   áður  en  þeir   mæta   sterku   liði  Vals í  Origo   Höllinni     Hlíðarenda   næstkomandi   laugardag. ÍR-inga bíður mun auðveldari bráð þar sem þeir mæta nýliðum HK í næstu umferð.  

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira