Handbolti

GOG byrjar á sigri í Meistaradeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Óðinn skoraði tvö mörk í oddaleiknum gegn Skjern.
Óðinn skoraði tvö mörk í oddaleiknum gegn Skjern. vísir/eyþór
Danska liðið GOG fer vel af stað í Meistaradeild Evrópu í handbolta en liðið hafði betur gegn Kristianstad í Svíþjóð í dag, 33-24.

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði tvö mörk fyrir GOG en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson leikur einnig með liðinu. Arnar Freyr Arnarsson spilaði líka með GOG í dag en náði ekki að skora.

Teitur Örn Einarsson skoraði sex mörk fyrir Kristianstad og var markahæstur í sænska liðinu. Ólafur Guðmundsson spilaði ekki með Kristianstad í dag vegna meiðsla.

Gísli Þorgeir Kristjánsson komst ekki á blað þegar Kiel og Kielce gerðu jafntefli, 30-30, í spennandi leik í B-riðli. Kielce var marki yfir í hálfleik, 15-14, en þýska liðið var með frumkvæðið undir lokin. Það dugði þó ekki til og Kielce tryggði sér gott stig í Þýskalandi.

Nikola Bilyk var markahæstur í liði Kiel með sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×