Handbolti

Janus Daði skrifar undir tveggja ára samning við Göppingen

Anton Ingi Leifsson skrifar
Janus Daði Smárason í landsleik en hann færir sig yfir til Þýskalands næsta sumar.
Janus Daði Smárason í landsleik en hann færir sig yfir til Þýskalands næsta sumar. vísir/getty
Landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason hefur skrifað undir tveggja ára samning við FRISCH AUF! Göppingen og gengur í raðir liðsins næsta sumar.

Janus hefur leikið með Álaborg síðan 2017 og varð meðal annars tvöfaldur meistari með liðinu á síðustu leiktíð þar sem hann fór á kostum.

Göppingen fylgdist vel með Selfyssingnum og náðu aðilarnir svo saman í sumar eftir að Janus heimsótti félagið í sumar og gekkst undir læknisskoðun.





Ég er glaður að fá tækifærið til þess að spila fyrir Göppingen. Ég vonast til að geta gert mitt til þess að liðið komist í Evrópukeppni, sagði Janus við heimasíðu félagsins.

Janus er ekki fyrsti Íslendingurinn sem spilar með Göppingen en meðal annars hafa Þorbergur Aðalsteinsson, Gunnar Einarsson og Rúnar Sigtryggsson leikið með félaginu.

Göppingen endaði í 8. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og var sex sigum frá Evrópusæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×