Handbolti

Seinni bylgjan: Leikmenn Aftureldingar rifnir í burtu frá dómurunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hiti í hálfleik.
Hiti í hálfleik. VÍSIR/SKJÁSKOT
Það var hiti í leikmönnum Aftureldingar í hálfleik í leiknum gegn Fram á sunnudagskvöldið en Afturelding vann leikinn með tveimur mörkum, 25-23.

Fram var einu marki yfir í hálfleik og leikmenn Aftureldingar voru ósáttir með hið unga dómarateymi, Árna Snæ Magnússon og Þorvar Bjarma Harðarson.

Karolis Stropus og Einar Ingi Hrafnsson vildu aðeins fá að ræða við þá í hálfleik en leikmenn og aðstoðarþjálfari Aftureldingar voru fljótir að rífa þá í burtu.

Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var spurður út í dómarateymið í leikslok og sagði að bæði áhorfendur og þjálfarar hefðu líklega verið ósanngjarnir við þá.

Þetta var til umræðu í Seinni bylgjunni í gærkvöldi.

„Ég mætti í Mosfellsbæinn og fékk meira að segja frítt kaffi. Mér finnst þetta spennandi dómarapar. Þeir gerðu nokkur mistök en þeir héldu ró og voru samkvæmir sjálfum sér,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í gær.

„Þeir flautuðu hátt í flautuna og þá virkar þú sem betri dómari. Mér finnst þeir spennandi og ég held að Einar Andri hafi hitt naglann á höfuðið. Þeir voru mjög flottir.“

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.



Klippa: Seinni bylgjan: Hiti í Mosfellsbæ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×