Handbolti

Seinni bylgjan: Algjörlega út í hött að Stjarnan hafi ekki unnið Fjölni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhann Gunnar og Guðlaugur fara yfir málin í gær.
Jóhann Gunnar og Guðlaugur fara yfir málin í gær. vísir/skjáskot
Stjörnumenn hafa farið afar illa af stað á leiktíðinni í Olís-deild karla en þeir eru einungis með eitt stig af átta mögulegum.

Vandræði Stjörnunnar voru til umræðu í Seinni bylgjunni sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar fóru spekingarnir yfir slaka byrjun Garðabæjarliðsins.

„Ég held að þrátt fyrir að Stjörnumenn hafi verið að tala þannig að þeir hafi náð þessu stigi þá er það algjörlega út í hött að þeir hafi ekki unnið Fjölnisliðið,“ sagði Jóhann Gunnar.

„Það vantaði Breka, Hafstein Óla, Brynjar Óla sem var besti maðurinn í síðasta lek. Þeir drullu töpuðu síðasta leik. Stjarnan komst í 8-2 og Fjölnir með ekkert sjálfstraust. Þeir gefa þeim tækifæri á að komast inn í leikinn.“

„Þeir gerðu jafntefli við Fjölni og það vantaði þrjá bestu leikmenn Fjölnis,“ bætti Jóhann Gunnar við og hann skildi lítið sem ekkert í þessu.

Innslagið má sjá hér að neðan.



Klippa: Seinni bylgjan: Vandræði Stjörnunnar rædd

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×