Handbolti

PSG og Pick Szeged með þægilega sigra

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Guðjón fagnar marki fyrir PSG
Guðjón fagnar marki fyrir PSG vísir/getty
Það var Íslendingaslagur í Meistaradeild Evrópu í Álaborg í dag þegar heimamenn fengu ungverska stórliðið Pick Szeged í heimsókn.

Arnór Atlason er annar þjálfara Álaborgar og Janus Daði Smárason lék með liðinu í dag en Ómar Ingi Magnússon var fjarri góðu gamni. Í liði Pick Szeged fékk Stefán Rafn Sigurmannsson að reyna sig en hvorki Janus Daði né Stefán Rafn komust á blað í leiknum.

Gestirnir voru töluvert sterkari aðilinn í leiknum og unnu sjö marka sigur, 28-35 eftir að hafa leitt með fimm mörkum í leikhléi. Bence Banhidi fór mikinn hjá Ungverjunum og skoraði 11 mörk.

Á sama tíma var Celje Lasko í heimsókn hjá Guðjóni Val Sigurðssyni og félögum í PSG. Það var lítið skorað í fyrri hálfleiknum og staðan í leikhléi 7-7. Í síðari hálfleik tók Parísarliðið öll völd á vellinum og vann öruggan níu marka sigur, 27-18.

Guðjón Valur skoraði eitt mark úr fjórum skotum en Nedim Remili var markahæstur með sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×