Vill vara við því að fangar séu smánaðir í fjölmiðlum Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2019 11:45 Lilja Katrín ritstjóri tók skellinn, Ágúst Borgþór skrifaði fréttina en Páll fagnar því að slegið sé á putta DV. „Já, ég er sáttur að fjallað sé um mörk umfjöllunar um skjólstæðinga stofnunarinnar og aðstandendur þeirra,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Vísi. Páll segist hins vegar gera sér fulla grein fyrir því að þetta ekki einfalt mál.Í vikunni úrskurðaði siðanefnd Blaðamannafélags Íslands í máli sem snýr að skjólstæðingi stofnunarinnar. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður DV, hafi brotið alvarlega gegn siðareglum með umfjöllun um refsifanga á Vernd. Félag fanga kærði umfjöllun DV en Ágúst Borgþór Sverrisson blaðamaðurinn sem skrifaði hina kærðu frétt telst hins vegar ekki brotlegur samkvæmt úrskurðinum. Í andsvari sínu sögðu kærðu að Lilja Katrín tæki á sig fulla ábyrgð á fréttinni.Varhugavert að hundelta fanga Páll segir það afar mikilvægt að fangar verði ekki fyrir smánun í fjölmiðlum en samfélagið verði að gera það upp við sig hvernig það ætli að taka á móti brotamönnum að lokinni afplánun. Sjálfs sín vegna því það að hundelta þá auki líkur á endurteknum brotum.Páll Winkel segir opinbera háðung eða niðurlæging ekki æskilega leið til að auka öryggi í samfélaginu nema síður sé.fbl/anton brink„Það má sitthvað segja um svona mál þar sem fangar og jafnvel aðstandendur eru nafngreindir og gerð grein fyrir búsetu og öðru sem tengist með einhverjum hætti einstaklingum sem eru að ljúka úttekt á refsingu sinni eða hafa gert það að fullu,“ segir Páll. Hann segir eitt mikilvægasta atriðið í að draga úr líkum á endurteknum brotum að lokinni afplánun sé að gera allt sem mögulegt er til að draga úr félagslegri einangrun.Að auka líkur á endurteknum brotum „Einstaklingar sem hundeltir eru að lokinni afplánun og fjallað um allt sem þeir gera í samfélaginu getur dregið úr líkum á að þeir geti tekið þátt í samfélaginu með eðlilegum hætti og þannig aukið líkur á endurteknum brotum. Áhugi á vitneskju um fyrrum fanga er mismikil og ég get skilið að samfélagið kalli eftir auknu eftirliti með einstaklingum sem framið hafa tiltekin brot eða teljast hættulegir á annan hátt,“ segir fangelsismálastjóri. Hann kannast alveg við að málið sé ekki klippt og skorið. Fjölmiðlar hljóti að vilja segja af hverju eina og þeir bera ekki ábyrgð á lesendum sínum né er það þeirra að hafa vit fyrir þeim. Þeir séu hvorki dómsstól né refsivald og þannig ber að fjalla um þá.Brot DV var af siðanefnd BÍ talið alvarlegt.visir/vilhelm„En ef það á að breyta núverandi fyrirkomulagi tel ég réttast að löggjafinn móti þær reglur og að stjórnvöld tryggi nauðsynlegt öryggi borgara landsins.“Gapastokkur og skrílmennska Páll segir eftirlit með hegðan tiltekinna manna, búsetuúrræði og aðstoð eða þjónusta meðal þátta sem þarna gætu komið til skoðunar að hans mati.„Opinber háðung eða niðurlæging eða á annan hátt særandi umfjöllun um einstaklinga sem lokið hafa að afplána refsingu sína er að mínu mati ekki æskileg leið til að auka öryggi í samfélaginu og getur aukið hættu á endurteknum brotum. Aðhald fjölmiðla er þó alltaf nauðsynlegt í þessum efnum eins og öðrum og erfitt að draga fasta línu um hvernig skuli fjallað um einstök mál.“ Páll segir fjölmiðlamenn ekki öfundsverða að þurfa sífellt að meta þetta. Ofureinföldun sé að teikna þá upp sem annað hvort gapastokk eða að umfjöllun þeirra sé ígildi auglýsingar. Engum er greiði gerður með slíkri nálgun. En, þeir hljóti hins vegar að varast það eftir fremsta megni að ýta undir skrílmennsku ef minnsta hætta sé á slíku. Þá geti reynst varasamt að rugla saman hugmyndum um hvernig samfélagið ætli að taka á móti föngum að lokinni afplánun og umræðu um hvort þyngd refsinga séu í takti við siðferðisvitund þjóðarinnar. „Fjölmiðlar endurspegla það sem er að gerast í samfélaginu,“ segir Páll. „Aðalatriðið í þessu hjá mér er bara að þessi umfjöllun getur skemmt fyrir öðrum markmiðum. Og að því þarf að gæta.“ Fangelsismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ritstjóri DV brotlegur við siðareglur vegna umfjöllunar um fanga Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður DV, hafi brotið alvarlega gegn siðareglum með umfjöllun um refsifanga á Vernd. 29. október 2019 22:50 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
„Já, ég er sáttur að fjallað sé um mörk umfjöllunar um skjólstæðinga stofnunarinnar og aðstandendur þeirra,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Vísi. Páll segist hins vegar gera sér fulla grein fyrir því að þetta ekki einfalt mál.Í vikunni úrskurðaði siðanefnd Blaðamannafélags Íslands í máli sem snýr að skjólstæðingi stofnunarinnar. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður DV, hafi brotið alvarlega gegn siðareglum með umfjöllun um refsifanga á Vernd. Félag fanga kærði umfjöllun DV en Ágúst Borgþór Sverrisson blaðamaðurinn sem skrifaði hina kærðu frétt telst hins vegar ekki brotlegur samkvæmt úrskurðinum. Í andsvari sínu sögðu kærðu að Lilja Katrín tæki á sig fulla ábyrgð á fréttinni.Varhugavert að hundelta fanga Páll segir það afar mikilvægt að fangar verði ekki fyrir smánun í fjölmiðlum en samfélagið verði að gera það upp við sig hvernig það ætli að taka á móti brotamönnum að lokinni afplánun. Sjálfs sín vegna því það að hundelta þá auki líkur á endurteknum brotum.Páll Winkel segir opinbera háðung eða niðurlæging ekki æskilega leið til að auka öryggi í samfélaginu nema síður sé.fbl/anton brink„Það má sitthvað segja um svona mál þar sem fangar og jafnvel aðstandendur eru nafngreindir og gerð grein fyrir búsetu og öðru sem tengist með einhverjum hætti einstaklingum sem eru að ljúka úttekt á refsingu sinni eða hafa gert það að fullu,“ segir Páll. Hann segir eitt mikilvægasta atriðið í að draga úr líkum á endurteknum brotum að lokinni afplánun sé að gera allt sem mögulegt er til að draga úr félagslegri einangrun.Að auka líkur á endurteknum brotum „Einstaklingar sem hundeltir eru að lokinni afplánun og fjallað um allt sem þeir gera í samfélaginu getur dregið úr líkum á að þeir geti tekið þátt í samfélaginu með eðlilegum hætti og þannig aukið líkur á endurteknum brotum. Áhugi á vitneskju um fyrrum fanga er mismikil og ég get skilið að samfélagið kalli eftir auknu eftirliti með einstaklingum sem framið hafa tiltekin brot eða teljast hættulegir á annan hátt,“ segir fangelsismálastjóri. Hann kannast alveg við að málið sé ekki klippt og skorið. Fjölmiðlar hljóti að vilja segja af hverju eina og þeir bera ekki ábyrgð á lesendum sínum né er það þeirra að hafa vit fyrir þeim. Þeir séu hvorki dómsstól né refsivald og þannig ber að fjalla um þá.Brot DV var af siðanefnd BÍ talið alvarlegt.visir/vilhelm„En ef það á að breyta núverandi fyrirkomulagi tel ég réttast að löggjafinn móti þær reglur og að stjórnvöld tryggi nauðsynlegt öryggi borgara landsins.“Gapastokkur og skrílmennska Páll segir eftirlit með hegðan tiltekinna manna, búsetuúrræði og aðstoð eða þjónusta meðal þátta sem þarna gætu komið til skoðunar að hans mati.„Opinber háðung eða niðurlæging eða á annan hátt særandi umfjöllun um einstaklinga sem lokið hafa að afplána refsingu sína er að mínu mati ekki æskileg leið til að auka öryggi í samfélaginu og getur aukið hættu á endurteknum brotum. Aðhald fjölmiðla er þó alltaf nauðsynlegt í þessum efnum eins og öðrum og erfitt að draga fasta línu um hvernig skuli fjallað um einstök mál.“ Páll segir fjölmiðlamenn ekki öfundsverða að þurfa sífellt að meta þetta. Ofureinföldun sé að teikna þá upp sem annað hvort gapastokk eða að umfjöllun þeirra sé ígildi auglýsingar. Engum er greiði gerður með slíkri nálgun. En, þeir hljóti hins vegar að varast það eftir fremsta megni að ýta undir skrílmennsku ef minnsta hætta sé á slíku. Þá geti reynst varasamt að rugla saman hugmyndum um hvernig samfélagið ætli að taka á móti föngum að lokinni afplánun og umræðu um hvort þyngd refsinga séu í takti við siðferðisvitund þjóðarinnar. „Fjölmiðlar endurspegla það sem er að gerast í samfélaginu,“ segir Páll. „Aðalatriðið í þessu hjá mér er bara að þessi umfjöllun getur skemmt fyrir öðrum markmiðum. Og að því þarf að gæta.“
Fangelsismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ritstjóri DV brotlegur við siðareglur vegna umfjöllunar um fanga Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður DV, hafi brotið alvarlega gegn siðareglum með umfjöllun um refsifanga á Vernd. 29. október 2019 22:50 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Ritstjóri DV brotlegur við siðareglur vegna umfjöllunar um fanga Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður DV, hafi brotið alvarlega gegn siðareglum með umfjöllun um refsifanga á Vernd. 29. október 2019 22:50