Ritstjóri DV brotlegur við siðareglur vegna umfjöllunar um fanga Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2019 22:50 Framkvæmdastjóri útgáfufélagsins segir rekstrarumhverfið erfitt. VISIR/VILHELM Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður DV, hafi brotið alvarlega gegn siðareglum með umfjöllun um refsifanga á Vernd. Félag fanga kærði umfjöllun DV en Ágúst Borgþór Sverrisson blaðamaðurinn sem skrifaði hina kærðu frétt telst ekki brotlegur samkvæmt úrskurðinum. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, kærði blaðamann DV til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigþórssonar sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd í Reykjavík. Gunnar Rúnar var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Helgasyni í Hæstarétti árið 2011.Ósanngjörn byrði Notkun Gunnars á stefnumótaforritinu Tinder var grundvöllur ítrekaðrar umfjöllunar DV. Vísað var í alls fjórar fréttir DV um afplánun hans og fríðindi en vinnubrögð og framsetning fréttar Ágústs Borgþórs frá 19. júlí 2019, Dæmdur morðingi en lifir að miklu leyti sem frjáls maður, var kærð til siðanefndarinnar. Kærandi kvartaði meðal annars yfir því að blaðamaður hafi nálgast fangann fyrir utan Vernd til að falast eftir viðtali. Einnig að blaðamaður hafi lýst útliti fangans, en lýsingin hafi ekki átt erindi við almenning. Lýsing og mynd var birt á bifreiðinni sem fanginn hafði til afnota, en bifreiðin er í eigu móður hans. Heimilisfang hennar hafi einnig verið birt. Í úrskurðinum er nafn fangans ekki tekið fram. „Í umfjöllun Siðanefndar vöknuðu spurningar um það hvort settar hafi verið fram óþarflega nákvæmar upplýsingar um aðstandendur NN andspænis rétti þeirra og NN til friðhelgis einkalífs. Í þessu samhengi var sérstaklega litið til tilgreiningar á lögheimili móður NN. Siðanefnd getur ekki fallist á það sjónarmið kærðu að upplýsingarnar væru ekki viðkvæmar og að þær væru eðlilegar upplýsingar um heimili opinberra persóna.“ Einnig gerði kærandi athugasemd við að rifjaður hafi verið upp fjölskylduharmleikur fangans. Um það segir í úrskurðinum: „Hvað varðar upplýsingagjöf í hinni kærðu frásögn um fötlun bróður hans og sjálfsvíg föður hans er að mati siðanefndar ekkert sem réttlætir þá umfjöllun. Siðanefnd telur hvað þessi atriði varðar að kærður fjölmiðill hafi ekki auðsýnt tillitssemi í vandasömu máli og lagt ósanngjarna byrði á saklausa þriðja aðila. Sama gildir í raun um viðkomandi fanga.“Ágúst Borgþór Sverrisson hefur starfað á DV um árabil.Fréttablaðið/ErnirAlvarlegt brot Er meðal annars vitnað í mikilvægi þess að fjölmiðlar hafi frelsi til að fjalla um erfið mál og refsivist fanga sé þar engin undantekning. Siðanefnd bauð hinum kærðu að veita andsvör sem bárust 27. ágúst. Þar segir að þeim hafi þótt umfjöllunin brýn í þágu almannahagsmuna. „Það er ekkert í frásögninni og myndunum sem gefur til kynna annað en að viðkomandi fangi hafi við afplánun sína verið til fyrirmyndar. Viðkomandi er ekki síafbrotamaður sem hefur ítrekað komist í kast við lögin. Afplánun hans er langt komin og ekki með nokkru móti sýnt fram á það í frásögn fjölmiðilsins að afplánunarúrræði hjá Vernd eða leyfi til að stunda vinnu séu á einhvern hátt óeðlilegar ráðstafanir eða andstæðar lagaheimildum.“ Varðandi myndbirtingarnar sem Afstaða kærði á grundvelli þess að þær hafi verið teknar úr launsátri, segir að ekkert bendi til þess að þörf hafi verið á að leyna myndatökunni á vinnustað fangans. Hin leynda myndataka hafi ekki þjónað forvarnarhlutverki og verið óþörf. Í þessu hafi falist brot gegn 3. og 4. grein siðareglna. „Í andsvari sínu segja kærðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir ritstjóri beri endanlega ábyrgð á textanum og telst hún því brotleg við siðareglur. Ágúst Borgþór Sverrisson hefur ekki gerst brotlegur við siðareglur þar sem Lilja Katrín tekur á sig fulla ábyrgð á fréttinni.“ Í úrskurðinum segir að Lilja Katrín Gunnarsdóttir telst hafa brotið gegn 3.gr og 4. gr. siðareglna og telst brotið alvarlegt.Fréttin hefur verið uppfærð. Fangelsismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fangi kærir umfjöllun í DV til siðanefndar BÍ Félag fanga hefur kvartað undan Ágústi Borgþóri Sverrissyni til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigurþórssonar. Umfjöllun um einkahagi Gunnars og fjölskyldu hans sögð bæði tillitslaus og óvönduð. 31. júlí 2019 06:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands komst að þeirri niðurstöðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður DV, hafi brotið alvarlega gegn siðareglum með umfjöllun um refsifanga á Vernd. Félag fanga kærði umfjöllun DV en Ágúst Borgþór Sverrisson blaðamaðurinn sem skrifaði hina kærðu frétt telst ekki brotlegur samkvæmt úrskurðinum. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, kærði blaðamann DV til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigþórssonar sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd í Reykjavík. Gunnar Rúnar var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Hannesi Helgasyni í Hæstarétti árið 2011.Ósanngjörn byrði Notkun Gunnars á stefnumótaforritinu Tinder var grundvöllur ítrekaðrar umfjöllunar DV. Vísað var í alls fjórar fréttir DV um afplánun hans og fríðindi en vinnubrögð og framsetning fréttar Ágústs Borgþórs frá 19. júlí 2019, Dæmdur morðingi en lifir að miklu leyti sem frjáls maður, var kærð til siðanefndarinnar. Kærandi kvartaði meðal annars yfir því að blaðamaður hafi nálgast fangann fyrir utan Vernd til að falast eftir viðtali. Einnig að blaðamaður hafi lýst útliti fangans, en lýsingin hafi ekki átt erindi við almenning. Lýsing og mynd var birt á bifreiðinni sem fanginn hafði til afnota, en bifreiðin er í eigu móður hans. Heimilisfang hennar hafi einnig verið birt. Í úrskurðinum er nafn fangans ekki tekið fram. „Í umfjöllun Siðanefndar vöknuðu spurningar um það hvort settar hafi verið fram óþarflega nákvæmar upplýsingar um aðstandendur NN andspænis rétti þeirra og NN til friðhelgis einkalífs. Í þessu samhengi var sérstaklega litið til tilgreiningar á lögheimili móður NN. Siðanefnd getur ekki fallist á það sjónarmið kærðu að upplýsingarnar væru ekki viðkvæmar og að þær væru eðlilegar upplýsingar um heimili opinberra persóna.“ Einnig gerði kærandi athugasemd við að rifjaður hafi verið upp fjölskylduharmleikur fangans. Um það segir í úrskurðinum: „Hvað varðar upplýsingagjöf í hinni kærðu frásögn um fötlun bróður hans og sjálfsvíg föður hans er að mati siðanefndar ekkert sem réttlætir þá umfjöllun. Siðanefnd telur hvað þessi atriði varðar að kærður fjölmiðill hafi ekki auðsýnt tillitssemi í vandasömu máli og lagt ósanngjarna byrði á saklausa þriðja aðila. Sama gildir í raun um viðkomandi fanga.“Ágúst Borgþór Sverrisson hefur starfað á DV um árabil.Fréttablaðið/ErnirAlvarlegt brot Er meðal annars vitnað í mikilvægi þess að fjölmiðlar hafi frelsi til að fjalla um erfið mál og refsivist fanga sé þar engin undantekning. Siðanefnd bauð hinum kærðu að veita andsvör sem bárust 27. ágúst. Þar segir að þeim hafi þótt umfjöllunin brýn í þágu almannahagsmuna. „Það er ekkert í frásögninni og myndunum sem gefur til kynna annað en að viðkomandi fangi hafi við afplánun sína verið til fyrirmyndar. Viðkomandi er ekki síafbrotamaður sem hefur ítrekað komist í kast við lögin. Afplánun hans er langt komin og ekki með nokkru móti sýnt fram á það í frásögn fjölmiðilsins að afplánunarúrræði hjá Vernd eða leyfi til að stunda vinnu séu á einhvern hátt óeðlilegar ráðstafanir eða andstæðar lagaheimildum.“ Varðandi myndbirtingarnar sem Afstaða kærði á grundvelli þess að þær hafi verið teknar úr launsátri, segir að ekkert bendi til þess að þörf hafi verið á að leyna myndatökunni á vinnustað fangans. Hin leynda myndataka hafi ekki þjónað forvarnarhlutverki og verið óþörf. Í þessu hafi falist brot gegn 3. og 4. grein siðareglna. „Í andsvari sínu segja kærðu að Lilja Katrín Gunnarsdóttir ritstjóri beri endanlega ábyrgð á textanum og telst hún því brotleg við siðareglur. Ágúst Borgþór Sverrisson hefur ekki gerst brotlegur við siðareglur þar sem Lilja Katrín tekur á sig fulla ábyrgð á fréttinni.“ Í úrskurðinum segir að Lilja Katrín Gunnarsdóttir telst hafa brotið gegn 3.gr og 4. gr. siðareglna og telst brotið alvarlegt.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fangelsismál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fangi kærir umfjöllun í DV til siðanefndar BÍ Félag fanga hefur kvartað undan Ágústi Borgþóri Sverrissyni til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigurþórssonar. Umfjöllun um einkahagi Gunnars og fjölskyldu hans sögð bæði tillitslaus og óvönduð. 31. júlí 2019 06:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Sjá meira
Fangi kærir umfjöllun í DV til siðanefndar BÍ Félag fanga hefur kvartað undan Ágústi Borgþóri Sverrissyni til siðanefndar Blaðamannafélagsins fyrir hönd Gunnars Rúnars Sigurþórssonar. Umfjöllun um einkahagi Gunnars og fjölskyldu hans sögð bæði tillitslaus og óvönduð. 31. júlí 2019 06:00