Innlent

Vetrar­legt á Norð­austur­landi en bjart og fal­legt suð­vestan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Spákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 14 í dag, líkt og það leit út klukkan 7 í morgun.
Spákort Veðurstofunnar fyrir klukkan 14 í dag, líkt og það leit út klukkan 7 í morgun. Veðurstofan

Veðurstofan spáir að víða verði norðan og norðaustan vindur, 5 til 13 metrar á sekúndu, í dag.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði heldur vetrarlegt um að litast á norðaustanverðu landinu, en þar verði éljagangur fram eftir degi, og hitinn nálægt frostmarki.

„Það verður hins vegar bjart og fallegt veður á suðvestur- og vesturlandi, og hiti á bilinu 4 til 9 stig yfir hádaginn. Síðdegis þykknar upp syðst á landinu með skúrum eða éljum, en jafnframt styttir upp að mestu fyrir norðan.

Víða hæg norðlæg átt á morgun. Skýjað með köflum og stöku él um landið norðan- og austanvert, en áfram bjart vestantil. Snýst í suðlæga átt undir kvöld og léttir til norðanlands.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Hæg norðlæg átt og bjartviðri, en 5-10 m/s og stöku él um landið SA- og A-vert. Suðlægari síðdegis og þykknar upp með dálitlum skúrum SV-lands. Hiti um og undir frostmarki norðaustantil, en 3 til 8 stig á Suður- og Vesturlandi að deginum.

Á sunnudag: Vestan og suðvestan 5-13 m/s. Skýjað með köflum um landið vestanvert, en víða bjartviðri austantil. Hlýnandi, hiti 4 til 9 stig síðdegis. Þykknar upp með dálitlum skúrum eða éljum við N-ströndina um kvöldið.

Á mánudag: Suðvestlæg eða breytileg átt, skýjað og víða líkur á lítilsháttar vætu, en dálítil él NA-til. Hiti 4 til 9 stig, en nálægt frostmarki um landið NA-vert.

Á þriðjudag: Suðvestan gola og víða dálítil rigning eða súld, en þurrt að kalla A-lands. Hiti 3 til 9 stig að deginum.

Á miðvikudag: Suðvestlæg átt og skúrir S- og V-til, en bjart að mestu eystra. Milt í veðri.

Á fimmtudag: Útlit fyrir fyrir suðvestanátt með lítilsháttar vætu um mest allt land.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×