Ró af rangri stærð talin orsök brotlendingar þotu Icelandair Kristján Már Unnarsson skrifar 6. apríl 2020 10:39 Ró af rangri stærð í lendingarbúnaði er talin meginorsök brotlendingar Boeing 757-þotu Icelandair á Keflavíkurflugvelli þann 7. febrúar síðastliðinn, samkvæmt bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var í morgun. 160 farþegar og sex manna áhöfn voru um borð í Boeing 757-vélinni þegar hjólabúnaðurinn hægramegin gaf sig í lendingu en engin slys urðu á fólki. Samkvæmt skýrslunni var aðflug vélarinnar eðlilegt en vegna hliðarvinds þurftu flugmennirnir að beita svokallaðri hliðarvindslendingu. Hún var einnig eðlileg og framkvæmd samkvæmt bókinni. Þótt hún þýddi meiri þunga á hjólabúnaðinn hægramegin reyndist þunginn sem kom á hjólið aðeins 1,28 G, sem er langt innan þeirra marka sem lendingarbúnaðurinn á að þola án þess að brotna, sem er 3,75 G. Lendingarbúnaðurinn hægra megin gaf sig um leið og flugvélin snerti flugbrautina.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Óeðlilegt hljóð, eins og málmur væri að brotna, heyrðist hins vegar nánast um leið og flugvélin snerti brautina, þegar nefið var að síga niður, og féll hún þá niður á hægri hliðina. Við rannsókn á vettvangi kom í ljós að ró vantaði í lendingarbúnaðinn, ásamt fylgihlut. Þessir hlutir fundust á flugbrautinni nálægt þeim stað þar sem vélin snerti brautina í lendingu. Róin mældist 1,617 tommur að innanmáli.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Við rannsókn á rónni kom í ljós að hún var of stór til að halda nægilega vel skrúfunni sem gekk inn í hana. Innanvert mál hennar mældist 1,617 tommur en hefði þurft að vera á bilinu 1,5439 til 1,5539 tommur. Boltinn sem gekk á móti rónni mældist að utanmáli 1,622 tommur, og var því lítið hald í rónni. Til að hann héldist nægilega fastur hefði róin að innanmáli þurft að vera á bilinu 1,5439 til 1,5539 tommur.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Í bráðabirgðaskýrslunni kemur fram að Rannsóknarnefndin hafi gefið út öryggisleiðbeiningar til Icelandair og félagsins Cabo Verde Airlines um að lendingarbúnaður fjögurra Boeing 757-véla verði kannaður. Búnaðurinn á það sammerkt að hafa farið í yfirhalningu hjá fyrirtækinu Landing Gear Technologies í Miami á Flórída. Skýringarmynd í bráðabirgðaskýrslunni sýnir hvað brast í lendingunni.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Flugvélin sem brotlenti var nýkomin úr stórskoðun í Kanada, svokallaðri C-skoðun, þar sem skipt var um lendingarbúnað. Lendingarstellið sem sett var á hana kom frá fyrirtækinu á Flórída. Leggurinn sem losnaði frá þegar of stór róin hélt ekki.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Vegna rannsóknarinnar stóð til að gera sérstaka öryggisúttekt á verkferlum Landing Gear Technologies en henni hefur verið frestað vegna Covid 19-faraldursins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af rannsókn málsins: Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Boeing Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Ró af rangri stærð í lendingarbúnaði er talin meginorsök brotlendingar Boeing 757-þotu Icelandair á Keflavíkurflugvelli þann 7. febrúar síðastliðinn, samkvæmt bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var í morgun. 160 farþegar og sex manna áhöfn voru um borð í Boeing 757-vélinni þegar hjólabúnaðurinn hægramegin gaf sig í lendingu en engin slys urðu á fólki. Samkvæmt skýrslunni var aðflug vélarinnar eðlilegt en vegna hliðarvinds þurftu flugmennirnir að beita svokallaðri hliðarvindslendingu. Hún var einnig eðlileg og framkvæmd samkvæmt bókinni. Þótt hún þýddi meiri þunga á hjólabúnaðinn hægramegin reyndist þunginn sem kom á hjólið aðeins 1,28 G, sem er langt innan þeirra marka sem lendingarbúnaðurinn á að þola án þess að brotna, sem er 3,75 G. Lendingarbúnaðurinn hægra megin gaf sig um leið og flugvélin snerti flugbrautina.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Óeðlilegt hljóð, eins og málmur væri að brotna, heyrðist hins vegar nánast um leið og flugvélin snerti brautina, þegar nefið var að síga niður, og féll hún þá niður á hægri hliðina. Við rannsókn á vettvangi kom í ljós að ró vantaði í lendingarbúnaðinn, ásamt fylgihlut. Þessir hlutir fundust á flugbrautinni nálægt þeim stað þar sem vélin snerti brautina í lendingu. Róin mældist 1,617 tommur að innanmáli.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Við rannsókn á rónni kom í ljós að hún var of stór til að halda nægilega vel skrúfunni sem gekk inn í hana. Innanvert mál hennar mældist 1,617 tommur en hefði þurft að vera á bilinu 1,5439 til 1,5539 tommur. Boltinn sem gekk á móti rónni mældist að utanmáli 1,622 tommur, og var því lítið hald í rónni. Til að hann héldist nægilega fastur hefði róin að innanmáli þurft að vera á bilinu 1,5439 til 1,5539 tommur.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Í bráðabirgðaskýrslunni kemur fram að Rannsóknarnefndin hafi gefið út öryggisleiðbeiningar til Icelandair og félagsins Cabo Verde Airlines um að lendingarbúnaður fjögurra Boeing 757-véla verði kannaður. Búnaðurinn á það sammerkt að hafa farið í yfirhalningu hjá fyrirtækinu Landing Gear Technologies í Miami á Flórída. Skýringarmynd í bráðabirgðaskýrslunni sýnir hvað brast í lendingunni.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Flugvélin sem brotlenti var nýkomin úr stórskoðun í Kanada, svokallaðri C-skoðun, þar sem skipt var um lendingarbúnað. Lendingarstellið sem sett var á hana kom frá fyrirtækinu á Flórída. Leggurinn sem losnaði frá þegar of stór róin hélt ekki.Mynd/Úr skýrslu RNSA. Vegna rannsóknarinnar stóð til að gera sérstaka öryggisúttekt á verkferlum Landing Gear Technologies en henni hefur verið frestað vegna Covid 19-faraldursins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af rannsókn málsins:
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Boeing Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira