Innlent

„Hann er heldur kulda­legur í dag“

Atli Ísleifsson skrifar
Spákortið fyrir hádegið eins og það leit út í morgun.
Spákortið fyrir hádegið eins og það leit út í morgun. Veðurstofan

„Hann er heldur kuldalegur í dag, með éljum víða á landinu og snjókomu fyrir norðan í kvöld.“

Þetta segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Má búast við suðvestan 10 til 18 metrum á sekúndu, en hægara og léttskýjað austanlands. Norðlæg átt, 8 til 15 metrar á sekúndu og él norðanlands, en dálítil snjókoma þar í kvöld. Hiti verður í kringum frostmark.

Veðrið fer þó batnandi á morgun, vindur gengur niður og léttir til. Áfram verði þó dálítil él á Norðausturlandi framan af degi.

Þá segir að að útlit sé fyrir bjartviðri víða um land á skírdag, en stöku skúrum eða slydduéljum fyrir sunnan og vestan. Áfram verði þó fremur svalt í veðri, en hlýni talsvert syðst að deginum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Hæg norðlæg eða breytileg átt og víð léttskýjað, en 8-13 og dálítil él NA-lands framan af degi. Frost 1 til 6 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn.

Á fimmtudag (skírdagur): Suðlæg átt, 3-8 m/s, skýjað með köflum og vægt frost, en 8-13 m/s og smá skúrir með suðurströndinni og hiti að 5 stigum þar.

Á föstudag (föstudagurinn langi): Ákveðin suðaustanátt, rigning eða slydda og hiti 1 til 5 stig S-lands, en annars hægir vindar, bjartviðri og hiti við frostmark.

Á laugardag: Suðaustan- og austanátt og dálítil rigning eða slydda, en þurrt að kalla NV til. Hlýnandi veður.

Á sunnudag (páskadagur) og mánudag (annar í páskum): Útlit fyrir suðvestanáttir með hlýindum, dálítil væta S og V til, en annars þurrviðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×