Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 21. maí 2020 19:19 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins. Vísir/Egill Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir á laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. „Ég vísa því alfarið á bug. Það er í rauninni krafa um aukið vinnuframlag, allt frá 8% til 20%. Það eru launahækkanir sem samræmast þó ekki almennum vinnumarkaði. Þetta eru of stórir bitar sem ekki er hægt að sætta sig við,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Launakjör flugfreyja fara eftir starfsaldri og í 100% vinnu skilar flugfreyja nú 65 flugstundum á mánuði. „Það er hægt að reikna með 2,5 klukkustundum á hverja flugstund,“ segir Guðlaug. Gríðarlegur fjöldi sækir um að verða flugfreyja eða þjónn á ári hverju en starfið krefst stúdentsprófs. Hins vegar er algengt að háskólamenntaðir sækist um að starfa í faginu. Til að mynda er um 10% af flugfreyjum Icelandair hjúkrunarfræðingar. Meðallaun flugfreyja á síðasta ári voru 520 þúsund krónur á mánuði. Yfirflugfreyjur fengu 740 þúsund krónur samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. Mánaðarlegir dagpeningar voru á bilinu 140 til 145 þúsund að meðaltali. Önnur kjör eru bifreiðarstyrkur, keyrsla til og frá vinnu frá ákveðnum áfangastað. Sölulaun vegna varnings um borð. Skóstyrkur og frí gisting þegar dvalið er erlendis. Guðlaug segir að engar breytingar hafi verið í tilboði Icelandair varðandi önnur kjör. Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við WOW árið 2018 þar sem samþykkt var að yfirflugfreyja ynni 67 flugtíma, flugfreyja 69 tíma og flugfreyjur með minnstan starfsaldur 78 tíma. Þetta er sambærilegt og Icelandair bauð í gær um að flugtímar færu í 70-78 flugtíma. Aðspurð af hverju þessi munur stafar segir Guðlaug. „Annað er lágfargjaldaflugfélag og hitt er flugfélag sem gefur sig út fyrir að vera með meiri þjónustu og annað launastig. Annars er ekki hægt að bera þessa tvö samninga saman því þeir eru byggðir á mismunandi grunni,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir á laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. „Ég vísa því alfarið á bug. Það er í rauninni krafa um aukið vinnuframlag, allt frá 8% til 20%. Það eru launahækkanir sem samræmast þó ekki almennum vinnumarkaði. Þetta eru of stórir bitar sem ekki er hægt að sætta sig við,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Launakjör flugfreyja fara eftir starfsaldri og í 100% vinnu skilar flugfreyja nú 65 flugstundum á mánuði. „Það er hægt að reikna með 2,5 klukkustundum á hverja flugstund,“ segir Guðlaug. Gríðarlegur fjöldi sækir um að verða flugfreyja eða þjónn á ári hverju en starfið krefst stúdentsprófs. Hins vegar er algengt að háskólamenntaðir sækist um að starfa í faginu. Til að mynda er um 10% af flugfreyjum Icelandair hjúkrunarfræðingar. Meðallaun flugfreyja á síðasta ári voru 520 þúsund krónur á mánuði. Yfirflugfreyjur fengu 740 þúsund krónur samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. Mánaðarlegir dagpeningar voru á bilinu 140 til 145 þúsund að meðaltali. Önnur kjör eru bifreiðarstyrkur, keyrsla til og frá vinnu frá ákveðnum áfangastað. Sölulaun vegna varnings um borð. Skóstyrkur og frí gisting þegar dvalið er erlendis. Guðlaug segir að engar breytingar hafi verið í tilboði Icelandair varðandi önnur kjör. Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við WOW árið 2018 þar sem samþykkt var að yfirflugfreyja ynni 67 flugtíma, flugfreyja 69 tíma og flugfreyjur með minnstan starfsaldur 78 tíma. Þetta er sambærilegt og Icelandair bauð í gær um að flugtímar færu í 70-78 flugtíma. Aðspurð af hverju þessi munur stafar segir Guðlaug. „Annað er lágfargjaldaflugfélag og hitt er flugfélag sem gefur sig út fyrir að vera með meiri þjónustu og annað launastig. Annars er ekki hægt að bera þessa tvö samninga saman því þeir eru byggðir á mismunandi grunni,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira