Flugfreyjur samþykkja nýjan kjarasamning með yfirgnæfandi meirihluta Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2020 12:54 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir er starfandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir/Vilhelm Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. Í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands segir að með þessu sé viðræðum nú lokið og nýr kjarasamningur hafi tekið gildi. „Stjórn og samninganefnd FFÍ fagna því að viðræðum sé lokið og þakkar félagsmönnum fyrir samstöðu og stuðning sem ríkt hefur meðal hópsins síðustu mánuði. Kjörsókn var mjög góð og sýnir það ábyrgð og áhuga félagsmanna á starfskjörum sínum og vinnuumhverfi,“ segir í tilkynningunni. Atkvæðagreiðslunni lauk klukkan tólf á hádegi en niðurstöður lágu fyrir nú rétt fyrir klukkan eitt. Atkvæðagreiðsla hófs miðvikudaginn síðasta, þann 22. júlí. Kjörgengir voru allir starfsmenn Icelandair sem greiða félagsgjöld til Flugfreyjufélagsins. Þurfa að fljúga fimm tímum lengur á sömu grunnlaunum Flugfreyjufélag Íslands og Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair undirrituðu nýjan kjarasamning aðfaranótt sunnudagsins 19. Júlí en föstudaginn þar áður hafði Icelandair slitið viðræðum við félagið eftir að flugfreyjur kolfelldu fyrri samning í atkvæðagreiðslu í byrjun júlí. Þá hafði Icelandair sagt öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins upp á föstudag, þann 17. júlí, en þær voru dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður. Samkvæmt nýjum kjarasamningi þurfa flugfreyjur að fljúga fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun. Kjarasamningurinn gildir til ársins 2025 en þar er búið að samþætta ákvæði flugmanna og flugfreyja um hversu lengi má fljúga á einni vakt. Samningurinn var kynntur félagsmönnum FFÍ á fundi á Hilton Nordica hótelinu síðastliðinn mánudag og lýstu margar flugfreyjur sem fréttastofa ræddi þá við yfir óánægju vegna samningsins. Flestar virtust þó sammála um það að það yrði að samþykkja samninginn til að halda FFÍ á lífi. Þá mun uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verða kynnt i dag en EBIT félagsins, rekstrarafkoma þess fyrir fjármagnsliði og skatta, er samkvæmt bráðabirgðarekstrarniðurstöðum neikvætt um 100 til 110 milljónir Bandaríkjadala eða um 15 milljarða íslenskra króna. Uppgjörið verður að öllum líkindum kynnt seinni partinn í dag. Icelandair Kjaramál Verkföll 2020 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar flugfreyjum var sagt upp Félagsmálaráðherra telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðri kjaradeilu. 26. júlí 2020 15:04 Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42 Flugfreyjur byrjaðar að greiða atkvæði um kjarasamninginn Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan 12 á hádegi. 22. júlí 2020 13:18 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Flugfreyjur samþykktu nýjan kjarasamning við Icelandair í dag. Samningurinn var samþykktur með 83,5 prósentum greiddra atkvæða og greiddu 88,2 prósent félagsmanna atkvæði. Í tilkynningu frá Flugfreyjufélagi Íslands segir að með þessu sé viðræðum nú lokið og nýr kjarasamningur hafi tekið gildi. „Stjórn og samninganefnd FFÍ fagna því að viðræðum sé lokið og þakkar félagsmönnum fyrir samstöðu og stuðning sem ríkt hefur meðal hópsins síðustu mánuði. Kjörsókn var mjög góð og sýnir það ábyrgð og áhuga félagsmanna á starfskjörum sínum og vinnuumhverfi,“ segir í tilkynningunni. Atkvæðagreiðslunni lauk klukkan tólf á hádegi en niðurstöður lágu fyrir nú rétt fyrir klukkan eitt. Atkvæðagreiðsla hófs miðvikudaginn síðasta, þann 22. júlí. Kjörgengir voru allir starfsmenn Icelandair sem greiða félagsgjöld til Flugfreyjufélagsins. Þurfa að fljúga fimm tímum lengur á sömu grunnlaunum Flugfreyjufélag Íslands og Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair undirrituðu nýjan kjarasamning aðfaranótt sunnudagsins 19. Júlí en föstudaginn þar áður hafði Icelandair slitið viðræðum við félagið eftir að flugfreyjur kolfelldu fyrri samning í atkvæðagreiðslu í byrjun júlí. Þá hafði Icelandair sagt öllum flugfreyjum og flugþjónum félagsins upp á föstudag, þann 17. júlí, en þær voru dregnar til baka eftir að nýr kjarasamningur var undirritaður. Samkvæmt nýjum kjarasamningi þurfa flugfreyjur að fljúga fimm tímum lengur á mánuði fyrir sömu grunnlaun. Kjarasamningurinn gildir til ársins 2025 en þar er búið að samþætta ákvæði flugmanna og flugfreyja um hversu lengi má fljúga á einni vakt. Samningurinn var kynntur félagsmönnum FFÍ á fundi á Hilton Nordica hótelinu síðastliðinn mánudag og lýstu margar flugfreyjur sem fréttastofa ræddi þá við yfir óánægju vegna samningsins. Flestar virtust þó sammála um það að það yrði að samþykkja samninginn til að halda FFÍ á lífi. Þá mun uppgjör Icelandair fyrir annan ársfjórðung verða kynnt i dag en EBIT félagsins, rekstrarafkoma þess fyrir fjármagnsliði og skatta, er samkvæmt bráðabirgðarekstrarniðurstöðum neikvætt um 100 til 110 milljónir Bandaríkjadala eða um 15 milljarða íslenskra króna. Uppgjörið verður að öllum líkindum kynnt seinni partinn í dag.
Icelandair Kjaramál Verkföll 2020 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar flugfreyjum var sagt upp Félagsmálaráðherra telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðri kjaradeilu. 26. júlí 2020 15:04 Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42 Flugfreyjur byrjaðar að greiða atkvæði um kjarasamninginn Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan 12 á hádegi. 22. júlí 2020 13:18 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar flugfreyjum var sagt upp Félagsmálaráðherra telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðri kjaradeilu. 26. júlí 2020 15:04
Telur farsælla að stjórn Icelandair verði skipt út Formaður VR er enn þeirrar skoðunar að ekki sé fýsilegt að fjárfesta í Icelandair með núverandi stjórnendur fyrirtækisins í brúnni. Samtök atvinnulífsins vilja að Fjármálaeftirlitið skoði umdeilda yfirlýsingu formannsins um hlutafjárútboð Icelandair. 22. júlí 2020 19:42
Flugfreyjur byrjaðar að greiða atkvæði um kjarasamninginn Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamning Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst klukkan 12 á hádegi. 22. júlí 2020 13:18