Dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir vopnað rán með öxi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2020 12:02 Innanstokksmunir voru illa farnir eftir ránið enda hafði ýmislegt verið brotið með öxi. Vísir/Egill Maður var fyrr í þessum mánuði dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir vopnað rán og eignaspjöll í úrabúð Georgs V. Hannah í Reykjanesbæ í febrúar á þessu ári. Maðurinn réðst inn í búðina vopnaður exi og sló ítrekað í átt að búðareigendum og í innanstokksmuni sem eyðilögðust. Hann fór ófrjálsri hendi um búðina og tók með sér muni að andvirði tæpra 1,5 milljóna króna. Þar voru nokkur pör ermahnappa, hringur, bindisnælur, armbönd og hálsmen. Þá hafði hann einnig valdið eignaspjöllum í verslunum N1 og Nettó á Selfossi en honum hafði verið ekið þangað af fangavörðum frá Litla-Hrauni. Á N1 sparkaði hann í glerhurð og henti til hlutum áður en hann hélt í verslun Nettó og kastaði glerflöskum úr búðarhillum í kæli og braut flöskurnar en hann hrinti einnig stæðu með öldósum um koll. Maðurinn játaði á sig brotin sem framin voru á Selfossi en neitaði sök í vopnaða ráninu í úrabúðinni. Samkvæmt rannsóknarskýrslu lögreglulá maðurinn fyrir utan skartgripaverslunina þegar lögreglu bar að garði og var hann handtekinn á staðnum. Á honum fannst plastpoki sem innihélt skartgripina. Fyrir dómi lýsti hann því að hann myndi ekki eftir atvikinu sem átti sér stað þann 20. febrúar síðastliðinn í Reykjanesbæ en hann hafi verið afar ölvaður. Þegar honum voru sýndar útprentaðar myndir úr öryggismyndavélum verslunarinnar af ræningjanum sagðist hann ekki vera maðurinn og kvaðst ekki þekkja manninn. Honum var einnig sýnd mynd af bakpoka sem fannst í skartgripaversluninni og viðurkenndi hann að hafa átt bakpokann. Hann hefði þó aldrei framið slíkt brot áður og taldi að hann myndi ekki fremja brot sem þetta. Brotaþoli, sem rekur skartgripaverslunina ásamt foreldrum sínum, lýsti því fyrir dómi að hann hafi verið við afgreiðslustörf í versluninni ásamt foreldrum sínum þegar maðurinn hafi gengið inn með öxi. Maðurinn hafi byrjað að mölva gler og hefði öskrað eitthvað óskiljanlegt. Brotaþolinn hafi þá leitað skjóls í bakherbergi og hafi ákærði þá tekið til við að tína til gull og önnur verðmæti. Faðir brotaþola, hafi notað ryksugurör til að bægja manninn frá sér. Maðurinn hafi svo grýtt öxinni í átt að brotaþola áður en hann hefði rokið út. Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Viðskiptavinur á leið frá úrsmiðnum sá vopnaðan mann á leið inn og gerði lögreglu viðvart. 20. febrúar 2020 22:46 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Maður var fyrr í þessum mánuði dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir vopnað rán og eignaspjöll í úrabúð Georgs V. Hannah í Reykjanesbæ í febrúar á þessu ári. Maðurinn réðst inn í búðina vopnaður exi og sló ítrekað í átt að búðareigendum og í innanstokksmuni sem eyðilögðust. Hann fór ófrjálsri hendi um búðina og tók með sér muni að andvirði tæpra 1,5 milljóna króna. Þar voru nokkur pör ermahnappa, hringur, bindisnælur, armbönd og hálsmen. Þá hafði hann einnig valdið eignaspjöllum í verslunum N1 og Nettó á Selfossi en honum hafði verið ekið þangað af fangavörðum frá Litla-Hrauni. Á N1 sparkaði hann í glerhurð og henti til hlutum áður en hann hélt í verslun Nettó og kastaði glerflöskum úr búðarhillum í kæli og braut flöskurnar en hann hrinti einnig stæðu með öldósum um koll. Maðurinn játaði á sig brotin sem framin voru á Selfossi en neitaði sök í vopnaða ráninu í úrabúðinni. Samkvæmt rannsóknarskýrslu lögreglulá maðurinn fyrir utan skartgripaverslunina þegar lögreglu bar að garði og var hann handtekinn á staðnum. Á honum fannst plastpoki sem innihélt skartgripina. Fyrir dómi lýsti hann því að hann myndi ekki eftir atvikinu sem átti sér stað þann 20. febrúar síðastliðinn í Reykjanesbæ en hann hafi verið afar ölvaður. Þegar honum voru sýndar útprentaðar myndir úr öryggismyndavélum verslunarinnar af ræningjanum sagðist hann ekki vera maðurinn og kvaðst ekki þekkja manninn. Honum var einnig sýnd mynd af bakpoka sem fannst í skartgripaversluninni og viðurkenndi hann að hafa átt bakpokann. Hann hefði þó aldrei framið slíkt brot áður og taldi að hann myndi ekki fremja brot sem þetta. Brotaþoli, sem rekur skartgripaverslunina ásamt foreldrum sínum, lýsti því fyrir dómi að hann hafi verið við afgreiðslustörf í versluninni ásamt foreldrum sínum þegar maðurinn hafi gengið inn með öxi. Maðurinn hafi byrjað að mölva gler og hefði öskrað eitthvað óskiljanlegt. Brotaþolinn hafi þá leitað skjóls í bakherbergi og hafi ákærði þá tekið til við að tína til gull og önnur verðmæti. Faðir brotaþola, hafi notað ryksugurör til að bægja manninn frá sér. Maðurinn hafi svo grýtt öxinni í átt að brotaþola áður en hann hefði rokið út.
Dómsmál Reykjanesbær Tengdar fréttir Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Viðskiptavinur á leið frá úrsmiðnum sá vopnaðan mann á leið inn og gerði lögreglu viðvart. 20. febrúar 2020 22:46 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00
Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10
Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Viðskiptavinur á leið frá úrsmiðnum sá vopnaðan mann á leið inn og gerði lögreglu viðvart. 20. febrúar 2020 22:46