„Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Maður sem lést í sumarhúsi Kiðjabergi í apríl í fyrra og maður sem er grunaður um að ráðast á hann og valda þar með dauða hans höfðu þekkt hvorn annan lengi lengi og samband þeirra var gott. Þetta sagði Gedirninas Saulys, 34 ára gamall litáískur karlmaður í aðalmeðferð í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Hann er grunaður um árás sem varð hinum manninum að bana. Innlent 28.5.2025 17:47
Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Karlotta H. Margrétardóttir er mjög vonsvikin með vinnubrögð lögreglu í tæplega fjögurra ára gömlu kynferðisbrotamáli sem lauk með sýknudómi í gær. Henni líði eins og mál hennar hafi ekki skipt lögregluna neinu máli. Hún vonar að barátta hennar verði öðrum konum víti til varnaðar. Ákærði var sýknaður fyrir nauðgun en hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að kýla aðra konu. Innlent 28.5.2025 16:10
Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum þriggja mótmælenda sem hlutu dóma fyrir setumótmæli í dómsmálaráðuneytinu árið 2019 í Mannréttindadómstóli Evrópu. Dómstóllinn taldi ríkið ekki hafa brotið gegn samkomufrelsi mótmælendanna. Innlent 27.5.2025 10:01
Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Jay Emmanuel-Thomas, fyrrum leikmaður Arsenal, hefur játað sök vegna tilraunar til að smygla um 60 kílóum af kannabisi til Englands. Fótbolti 21. maí 2025 15:15
Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Hæstiréttur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið af öllum kröfum Innness í búvörulagamálinu. Hæstiréttur hefur því gefið grænt ljós á lögin umdeildu. Ríkisstjórnin hefur þegar boðað breytingu á lögunum til fyrra horfs. Innlent 21. maí 2025 14:02
Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Tveir karlmenn hvor sínum megin við þrítugt hafa verið dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að smygla kílóum af kókaíni frá meginlandi Evrópu til Íslands með farþegaflugvél. Efnin fundust í ferðatöskum mannanna. Innlent 21. maí 2025 12:11
Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins, sendi Úlfari Lúðvíkssyni , þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, bréf í kjölfar viðtals sem hann fór í janúar í fyrra um farþegaeftirlit á Keflavíkurflugvelli. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag og vísað til bréfsins sem miðillinn hefur undir höndum. Innlent 21. maí 2025 06:32
Afdrif Hörpunnar enn á huldu Mótorbáturinn Harpa tengist einu alvarlegasta bátaslysi síðustu áratuga á Íslandi. En saga bátsins á sér líka undarlegan eftirleik. Aðstandandi annars þeirra sem lést í slysinu segir fulla ástæðu til endurupptöku á málinu. Innlent 19. maí 2025 07:01
Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Landsréttur staðfesti á dögunum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fyrirtæki hafi verið heimilt að rifta ráðningarsamningi við framkvæmdastjóra sinn. Framkvæmdastjórinn fyrrverandi hafði farið fram á að fyrirtækið myndi greiða honum þriggja mánaða uppsagnarfrest, sem samsvaraði 3,5 milljónum króna auk vaxta. Landsréttur féllst ekki á það. Viðskipti innlent 18. maí 2025 14:05
Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Fjórmenningar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, hótanir og rán vegna atviks sem er sagt hafa átt sér stað á ótilgreindum laugardegi á síðasta ári. Innlent 18. maí 2025 13:12
Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir Hryðjuverkamálið svokallaða. Sakborningar þess, Sindri Snær Birgisson, 27 ára, og Ísidór Nathansson, 26 ára, hafa verið sýknaðir af ákæru um tilraun til hryðjuverka, bæði í Héraðsdómi Reykjavíkur og í Landsrétti. Innlent 17. maí 2025 16:25
Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Fimmmeningar hafa verið ákærðir í stórfelldu fíkniefnamáli sem varðar ræktun og vörslu kannabisefna. Innlent 17. maí 2025 16:06
Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Tveir menn hafa verið sýknaðir af ákæru fyrir að húsbrot, með því að hafa farið inn í hús sem þeir eiga í sameign með fleirum, meðal annars konu sem hélt til í húsinu. Húsið stóð opið og mennirnir mynduðu aðstæður inni í því, sem þeir sögðu fyrir neðan allar hellur. Innlent 16. maí 2025 16:55
Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Ekkert fékkst upp í tæplega 43 milljóna króna kröfur í þrotabú Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar, sem afplánar nú langan dóm fyrir fjölda kynferðisbrota. Innlent 16. maí 2025 13:47
Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Brynjar Joensen Creed hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn fimmtán stúlkum. Dómurinn er til viðbótar við sjö ára dóm sem hann hlaut í Hæstarétti í fyrra fyrir fjölmörg kynferðisbrot gegn ungum stúlkum. Innlent 16. maí 2025 12:55
Mál Margeirs til Landsréttar Ríkislögmaður hyggst áfrýja máli Margeirs Sveinssonar, yfirlögregluþjóns, gegn Íslenska ríkinu til Landsréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að því á dögunum að lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefði ekki verið heimilt að breyta verksviði Margeirs. Innlent 16. maí 2025 11:50
Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að breyta verksviði Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, hafi ekki verið málefnaleg. Ríkið þarf að greiða honum tvær milljónir í miskabætur og 1,6 milljónir í málskostnað. Innlent 16. maí 2025 08:10
Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Hæstiréttur hefur veitt Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins áfrýjunarleyfi í máli áfengisinnflytjandans Distu á hendur stofnuninni vegna áfenga koffíndrykksins Shaker. Landsréttur taldi ÁTVR ekki stætt á því að neita að taka drykkinn í sölu til reynslu á grundvelli lýðheilsusjónarmiða. Viðskipti innlent 15. maí 2025 15:05
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ „Það hefur ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu síðan mér var nauðbeygður kostur að reka Róbert úr forstjórastóli Actavis eftir að félagið fór á hliðina undir hans stjórn,“ skrifaði Björgólfur Thor Björgólfsson, auðugasti maður Íslands, á heimasíðu sína um samband þeirra Róberts Wessman í lok árs 2015. Viðskipti innlent 15. maí 2025 09:15
Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Isavia um áfrýjunarleyfi í máli flugumferðarstjóra á hendur félaginu. Landsréttur taldi Isavia ekki hafa mátt segja manninum upp af þeim sökum einum að hann væri orðinn 63 ára. Innlent 14. maí 2025 20:22
Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Fjölskylda í Hafnarfirði, sem svaf úti í garði um tíma og flutti svo úr húsi sínu vegna myglu, fær ekki krónu úr hendi seljenda. Kröfur þeirra voru ekki settar fram fyrr en tæpum fjórtán árum eftir kaupin og því var réttur þeirra til að bera ætlaða vanefnd fyrir sig talinn „löngu niður fallinn.“ Innlent 14. maí 2025 18:15
Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Hæstiréttur hefur neitað beiðni Landsbankans um áfrýjunarleyfi í Borgunarmálinu svokallaða. Landsréttur sýknaði kaupendur Borgunar af öllum kröfum bankans, sem vildi fá skaðabætur vegna upplýsinga sem bankinn taldi kaupendur hafa búið yfir fyrir kaupin en ekki bankinn. Viðskipti innlent 14. maí 2025 15:49
Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Aðalmeðferð í máli Sigurðar Fannars Þórssonar, karlmanns á fimmtugsaldri sem sætir ákæru um að hafa ráðið dóttur sinni bana í september síðastliðnum, verður fyrir luktum dyrum. Samkvæmt yfirmati er hann metinn sakhæfur. Innlent 14. maí 2025 07:02
Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Aðalsteinn Unnarsson, 27 ára gamall karlmaður, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps sem áttu sér stað með tæplega fjögurra ára millibili. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Aðalsteinn bar í öðru málinu fyrir sig neyðarvörn og í hinu að hafa verið í geðrofi vegna fíkniefnaneyslu. Innlent 13. maí 2025 15:07