Handbolti

Valur framlengir við Snorra Stein og Ágúst

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Snorri Steinn er á sínu þriðja tímabili með Val.
Snorri Steinn er á sínu þriðja tímabili með Val. vísir/daníel

Handknattleiksdeild Vals hefur framlengt samninga þeirra Snorra Steins Guðjónssonar og Ágústs Jóhannssonar til þriggja ára. Þeir þjálfa meistaraflokka Vals.

„Þjálfararnir eru klárlega í hópi hæfustu þjálfara landsins og þó víðar væri leitað,“ segir Gísli H. Gunnlaugsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, í fréttatilkynningu frá félaginu.

Snorri Steinn kom aftur heim eftir mörg ár í atvinnumennsku og tók við karlaliði Vals 2017. Fyrstu tvö árin stýrði hann liðinu með Guðlaugi Arnarssyni en hefur verið einn með það á þessu tímabili.

Ágúst kom einnig í Val sumarið 2017 og tók við kvennaliði félagsins. Á fyrsta tímabili Ágústs með liðið varð það deildarmeistari og komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Þar laut Valur í lægra haldi fyrir Fram, 3-1.

Á síðasta tímabili vann Valur alla titlana sem í boði voru; varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari. Í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn vann Valur Fram, 3-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×