Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2020 18:15 Frá skíðasvæðinu Ischgl í Austurríki. Átta af þeim 26 sem greinst hafa með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum á þessu svæði, hinir voru á Norður-Ítalíu. vísir/getty Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair í Munchen. Hinir átján höfðu verið á skíðum á Norður-Ítalíu. Fólkið sem greindist í dag var allt í heimasóttkví þegar það greindist. Um tvær erlendar hópsýkingar að ræða, það er að segja ekkert smit hefur komið innanlands. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir þó yfirvöld aðeins hugsi yfir því hversu margir Íslendingar hafa verið á skíðum á þessu sama svæði í Austurríki undanfarið. „Þetta er fólk sem er á eigin vegum þannig að við höfum ekki mynd af því hvort fleiri Íslendingar hafi verið á þessu svæði og komið heim núna um helgina,“ segir Víðir. Þá er ekki vitað hvort einhverjir Íslendingar séu í Ischgl. „Við höfum áhyggjur af því hvort það séu einhverjir þarna úti sem voru á ferð þarna og hafi engin tengsl við þessa einstaklinga, hafi komið heim og séu ekkert að tengja við umræðuna um kórónuveiruna. Þannig að ef það eru einstaklingar þarna úti sem hafa verið á þessu skíðasvæði og finna fyrir einhverjum einkennum þá mega þeir hringja í 1700,“ segir Víðir. Ef það séu síðan einhverjir Íslendingar núna á skíðum í Ischgl bendir Víðir þeim á að senda tölvupóst á almannavarnir@logreglan.is eða Facebook-skilaboð í gegnum síðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og láta vita af sér. Þeir átta sem hafa greinst nú voru ekki á ferðalagi saman í Ischgl heldur voru þetta tveir hópar að sögn Víðis. Hóparnir voru á skíðum á sama tíma og á sama skíðasvæði en ekki öll á sama hóteli. Það séu hins vegar einhverjir veitingastaðir sem tengja hópana saman. „Þetta er fólk á skíðasvæði þannig að það er að matast á sömu veitingastöðum og svoleiðis,“ segir Víðir. Austurríki er ekki á lista yfir lönd þar sem smitáhætta er talin mikil líkt og Ítalía, Íran, Suður-Kórea og Kína. Aðspurður hvort íslensk yfirvöld geti sett Austurríki á slíkan lista segir Víðir sóttvarnalækni hafa fulla heimild til þess. „Það fer fram ákveðið hættumat. Þetta er unnið með ákveðnum hætti, það er kannaður fjöldi smitaðra, það er kannað hvernig staðan er og það er kannað hvort það séu augljósir snertifletir í þessu og annað slíkt. Þannig að það eru nokkur atriði sem þurfa að liggja að baki ákvörðuninni og það er bara hlutur sem við erum að skoða núna, hvort við eigum að grípa til einhverra sérstakra ráðstafana gagnvart þessu skíðasvæði. En stóri munurinn á milli Austurríkis og Ítalíu er að það er ekki faraldur í Austurríki,“ segir Víðir en bætir við að það sé áhyggjuefni að sjá svona klasa tilfella myndast á einum stað.Fréttin hefur verið uppfærð. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ekki eru öll kurl komin til grafar“ Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum. 4. mars 2020 16:00 Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Baldur Hermannsson heldur því fram að yngra fólki þyki ekkert verra þó kvarnist úr hópi eldri borgara. 4. mars 2020 16:36 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair í Munchen. Hinir átján höfðu verið á skíðum á Norður-Ítalíu. Fólkið sem greindist í dag var allt í heimasóttkví þegar það greindist. Um tvær erlendar hópsýkingar að ræða, það er að segja ekkert smit hefur komið innanlands. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir þó yfirvöld aðeins hugsi yfir því hversu margir Íslendingar hafa verið á skíðum á þessu sama svæði í Austurríki undanfarið. „Þetta er fólk sem er á eigin vegum þannig að við höfum ekki mynd af því hvort fleiri Íslendingar hafi verið á þessu svæði og komið heim núna um helgina,“ segir Víðir. Þá er ekki vitað hvort einhverjir Íslendingar séu í Ischgl. „Við höfum áhyggjur af því hvort það séu einhverjir þarna úti sem voru á ferð þarna og hafi engin tengsl við þessa einstaklinga, hafi komið heim og séu ekkert að tengja við umræðuna um kórónuveiruna. Þannig að ef það eru einstaklingar þarna úti sem hafa verið á þessu skíðasvæði og finna fyrir einhverjum einkennum þá mega þeir hringja í 1700,“ segir Víðir. Ef það séu síðan einhverjir Íslendingar núna á skíðum í Ischgl bendir Víðir þeim á að senda tölvupóst á almannavarnir@logreglan.is eða Facebook-skilaboð í gegnum síðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og láta vita af sér. Þeir átta sem hafa greinst nú voru ekki á ferðalagi saman í Ischgl heldur voru þetta tveir hópar að sögn Víðis. Hóparnir voru á skíðum á sama tíma og á sama skíðasvæði en ekki öll á sama hóteli. Það séu hins vegar einhverjir veitingastaðir sem tengja hópana saman. „Þetta er fólk á skíðasvæði þannig að það er að matast á sömu veitingastöðum og svoleiðis,“ segir Víðir. Austurríki er ekki á lista yfir lönd þar sem smitáhætta er talin mikil líkt og Ítalía, Íran, Suður-Kórea og Kína. Aðspurður hvort íslensk yfirvöld geti sett Austurríki á slíkan lista segir Víðir sóttvarnalækni hafa fulla heimild til þess. „Það fer fram ákveðið hættumat. Þetta er unnið með ákveðnum hætti, það er kannaður fjöldi smitaðra, það er kannað hvernig staðan er og það er kannað hvort það séu augljósir snertifletir í þessu og annað slíkt. Þannig að það eru nokkur atriði sem þurfa að liggja að baki ákvörðuninni og það er bara hlutur sem við erum að skoða núna, hvort við eigum að grípa til einhverra sérstakra ráðstafana gagnvart þessu skíðasvæði. En stóri munurinn á milli Austurríkis og Ítalíu er að það er ekki faraldur í Austurríki,“ segir Víðir en bætir við að það sé áhyggjuefni að sjá svona klasa tilfella myndast á einum stað.Fréttin hefur verið uppfærð.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ekki eru öll kurl komin til grafar“ Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum. 4. mars 2020 16:00 Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Baldur Hermannsson heldur því fram að yngra fólki þyki ekkert verra þó kvarnist úr hópi eldri borgara. 4. mars 2020 16:36 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
„Ekki eru öll kurl komin til grafar“ Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) tók mið af COVID-19 þegar hann sagði á upplýsingafundi á dögunum að heimsbyggðin stæði frammi fyrir áður óþekktum kringumstæðum. 4. mars 2020 16:00
Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05
Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Baldur Hermannsson heldur því fram að yngra fólki þyki ekkert verra þó kvarnist úr hópi eldri borgara. 4. mars 2020 16:36