
Íslendingar erlendis

Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool
Segja má að stjórnartíð Freys Alexanderssonar sem þjálfari norska liðsins Brann hefjist formlega á morgun með fyrsta keppnisleik liðsins undir hans stjórn í norsku úrvalsdeildinni. Sérfræðingar TV 2 spyrja sig hvort Freyr geti haft viðlíka áhrif á Brann og Arne Slot hefur haft á sínu fyrsta tímabili hjá Liverpool.

Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál
Það étur mann upp andlega og líkamlega að segja fréttir frá stríði. Þetta segir Íslendingur búsettur í Úkraínu sem hefur fjallað um stríðið frá upphafi allsherjarinnrásar. Mikilvægt sé að gera sér grein fyrir umfangi stríðsins og því að Úkraína sé ekki aðeins að verja eigin land, heldur einnig Evrópu.

Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi
Katrín Guðlaugsdóttir og Tómas Óðinsson fóru í örlagaríkt sumarfrí til dönsku smáeyjunnar Borgundarhólms fyrir 10 árum.

Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar
Afmælisfögnuðir, árshátíðir og bjartir vetrardagar einkenndu liðna viku hjá stjörnum landsins. Mikið var um veisluhöld um helgina en fyrirtæki á borð við Icelandair, Festi og BioEffect héldu stórar árshátíðir.

Björk á forsíðu National Geographic
„Annað hvert ár vel ég einn hlut sem ég berst fyrir,“ segir Björk í forsíðuviðtali við National Geographic þar sem hún ræðir við Carrie Battan um umhverfismál, aktívisma og list. Björk prýðir nú forsíðu National Geographic, ein af 33 fulltrúum breytinga; hugsjónafólki, höfundum, fyrirmyndum og ævintýrafólki sem trúa því að heimurinn okkar þarfnist úrræða og aðkallandi aðgerða.

Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra
„Ég fer alltaf alla leið. Síðastliðin fimmtán ár hef ég verið svona fimm mismunandi manneskjur,“ segir listakonan og tískudrottningin Helena Reynis. Hún er viðmælandi í tískutali þar sem hún fer meðal annars yfir mjög fjölbreytt og skemmtileg tískutímabil og segir frá ævintýralegum árum í Berlín.

Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu
Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin hljóp sitt fyrsta maraþon í Los Angeles um helgina. Í hlaupinu klæddist hann bleiku setti og hvítum hlaupaskóm, sem pössuðu fullkomlega við hið sólríka umhverfi.

Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“
„Ísland verður alltaf heim,“ segir Kristján Olafsson sem býr ásamt eiginkonu sinni Hildu Olafsson og börnum þeirra fjórum á pálmaskrýddri golfvallareyju við Miami Beach. Þau hafa búið í bæði Los Angeles og New York en fyrir tilviljun þá leiddi vinnan hans Kristjáns þau suður til Flórída.

Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol
Lögregluyfirvöld á Íslandi segjast ekki geta staðfest þá staðhæfingu Davíðs Karls Wiium, bróður Jóns Þrastar Jónssonar, að íslenska lögreglan og sú írska muni funda um hvarf Jóns í Haag í Hollandi á næstunni.

Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París
Það er ekkert lát á ævintýrum íslensku stórstjörnunnar Laufeyjar. Síðustu daga hafa hún og Júnía tvíburasystir hennar notið lífsins í París og fylgst með heitustu tískuhúsum heimsins sýna það helsta í stefnu og straumum tískunnar.

Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi
Eftir hrun fóru þau Þorfinnur Ómarsson fjölmiðlamaður með meiru og Ástrós Gunnarsdóttir dansari og Pílates þjálfari að líta í kringum sig í heiminum.

Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk
Trans kona sem sótt hefur árlega ráðstefnu í San Francisco í um áratug segist ekki hafa treyst sér í ferðina vegna nýrra reglna um skráð kyn í vegabréfi í Bandaríkjunum. Það sé ótrúlegt að sjá Bandaríkin skipa sér í hóp með öðrum löndum sem trans fólk forðist að ferðast til.

„Þetta er meiri háttar draumur að rætast”
Stefán Ragnar Höskuldsson flautuleikari bar sigur úr býtum í prufuspili um stöðu sólóflautuleikara við Berlínarfílharmóníuna síðasta föstudag. Stefán Ragnar segir þetta mikinn heiður og meiri háttar draum að rætast.

Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár
Tómas Geir Howser Harðarson leikari getur loksins sagt frá ótrúlegum ævintýrum sínum í Indlandi þar sem hann fór með stórt hlutverk í sjónvarpsþáttaseríu Sony sem byggir á sönnum atburðum. Tómas lauk tökum fyrir meira en ári og segir Indland stórkostlegt land.

Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó
„Lífið er ekkert flókið,“ segir Sturla Bjarki Hrafnsson, forritari, sem ákvað fyrir nokkrum árum að elta ástina til strandbæjarins Playa del Carmen í Mexíkó.

Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri
Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar, er í skíðaferð í Sviss ásamt Höllu Vilhjálmsdóttur Koppel, leikkonu og verðbréfamiðlara. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þau verið að hittast undanfarið.

„Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“
Eftir afar sigursælan tíma með norska kvennalandsliðinu í handbolta gefur Þórir Hergeirsson sér nú árið til þess að sjá hvort þjálfunin kalli enn á hann. Áhuginn á hans kröftum er sem fyrr mikill.

Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo
„Ég byrja að taka þessu mjög alvarlega í níunda bekk, þegar allir fóru að spyrja hvað ég ætlaði að gera þegar ég yrði stór,“ segir leikkonan Ísadóra Bjarkardóttir Barney. Ísadóra fer með aðalhlutverkið í íslensku kvikmyndinni Fjallið. Hún á ekki langt að sækja listræna hæfileika sína en hún er dóttir Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu og listamannsins Matthew Barney. Blaðamaður ræddi við Ísadóru um lífið og listina.

Ekki valin en draumurinn lifir
Íslenskur læknir í Bandaríkjunum sem sótti um embætti landlæknis en var ekki valin vonast samt til þess að draumur hennar rætist, að geta lagt sitt af mörkum til íslensks heilbrigðiskerfis. Hún er uppnumin eftir vinnu þríeykisins í kórónuveirufaraldrinum.

Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“
„Frá því ég var 23 ára þá erum við Eva búin að stofna 10 fyrirtæki. Við erum búin að gera upp sjálfsagt einhverja 3500 fermetra á Íslandi og við vorum með líkamsræktarstöð, sjúkraþjálfun, veitingastað og fasteignafélag. Það var kominn tími til að bremsa sig aðeins af svo maður myndi nú ekki drepa sig á þessu,“ segir Davíð Kristinsson rafverktaki og lýsingarhönnuður sem flutti ásamt eiginkonu sinni Evu Ósk Elíasardóttur og þremur dætrum til Tenerife fyrir röskum tveimur árum.

„Hann kann að dansa, maður minn!“
Það er eins gott að vera vel klæddur í vatnsheldum fötum þegar farið er á háhyrningasýningu á Tenerife því það skemmtilegasta sem háhyrningarnir gera er að skvetta vatni á áhorfendur. Þá kunna háhyrningar að dansa eins og Magnús Hlynur Hreiðarsson fréttamaður varð vitni að á dögunum.

„Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“
Líf atvinnumannsins er ekki alltaf dans á rósum. Landsliðsfyrirliðinn í körfubolta, Martin Hermannsson, spilar sem atvinnumaður með liði Alba Berlin í Þýskalandi og meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum. Þá býr hann fjarri fjölskyldu sinni úti í Þýskalandi.

Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki
Héraðsdómur í Washington borg hefur vísað frá gagnkröfum sem bandarískt markaðsfyrirtæki höfðaði gegn íslenska áhrifavaldinum Ásu Steinarsdóttur. Var það í kjölfar þess að Ása stefndi fyrirtækinu fyrir brot á höfundarrétti. Dómurinn féll þann 14. febrúar síðastliðinn.

Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin
Stjörnur landsins nutu þessarar síðustu helgi febrúarmánaðar til hins ýtrasta eins og þeim einum er lagið. Konudagurinn, Söngvakeppnin og skvísupartý bar þar hæst. Íslendingar eru þó alltaf á faraldsfæti og var fólk ýmist að sleikja sólina erlendis eða á skíðum í ítölsku Ölpunum.

30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“
„Ég var lengi á biðlista að fá að bera út Moggann og fékk það starf loksins tólf ára,“ segir Hrafnhildur Jónsdóttir, betur þekkt sem Krumma. Að minnsta kosti af Frökkunum því í Frakklandi hefur hún búið í þrjátíu ár.

Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið
Farþegi um borð í Airbus-flugvél Icelandair, sem gat ekki lent í Osló vegna þoku og endaði í Stokkhólmi í morgun, er ekki sáttur með vinnubrögð flugfélagsins. Litlar upplýsingar hafi fengist frá félaginu, farþegar séu settir í óþægilega stöðu og verði bæði af peningum og tíma.

Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna
Forseti Trans Íslands segir marga veigra sér við því að ferðast til Bandaríkjanna, sérstaklega kynsegin fólk og þeir sem eru sýnilega hinsegin. Íslendingar þurfi að vera vakandi fyrir bakslagi og berjast gegn áhrifum frá Bandaríkjunum.

Laufey ein af konum ársins hjá Time
Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir var valin ein af konum ársins hjá bandaríska tímaritinu Time. Athygli er vakin á því hvernig hún hefur náð að vekja áhuga yngri kynslóða á jazz og klassískri tónlist með því að blanda tónlistarstefnum við nútímapopp og setja í nýstárlegan búning.

Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt
Það bendir allt til þess að Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson verði bráðlega kynntur sem nýr leikmaður Malmö í Svíþjóð. Sænskir miðlar greina frá því í dag að hann fái því sem nemur rétt tæpum 160 milljónum íslenskra króna fyrir það eitt að skrifa undir samning við félagið.

Ræddi við Arnór en ekki um peninga
Magni Fannberg, yfirmaður knattspyrnumála hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu IFK Norrköping hefur ekki gefið upp vonina gagnvart því að fá Arnór Sigurðsson á ný til liðs við félagið.