Klettur og Getz gæta þjóðhöfðingja og leita að glæponum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. ágúst 2020 18:49 Sérsveitarmaður og þjálfari með sprengu-og sporleitarhundanna Klett og Getz sem er nýjasti liðsfélagi sveitarinnar. Vísir/Jóhann K Sprengjuleitar-og sporhundurinn Klettur sem hefur á níu ára ferli sinnt viðamiklum verkefnum eins og öryggisleit vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna hefur nú fengið nýjan samstarfsfélaga. Nýi félaginn kemur frá Noregi og lofar góðu en er ennþá starfsmaður á plani að sögn yfirmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra. Klettur er labrador hundur sem hefur sinnt í verkefnum hjá sérsveitinni í níu ár. Hann starfar með sprengjusérfræðingum sveitarinnar þegar leita þarf að sprengiefnum eða skotvopnum. Klettur þekkir lyktir af 25-30 mismunandi sprengiefnum og efnum til sprengigerðar. Jón Már Jónsson yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra.Vísir/Baldur „Hann vinnur mikið við öryggisleit ef það koma þjóðhöfðingjar til landsins, ef það finnast tortryggilegir pakkar þá er hann fenginn til að skoða hvort þeir séu hættulegir, þá er hann líka þjálfaður til að leita að skotvopnum. Loks nýtist hann í sporleit,“ segir Jón Már Jónsson yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Á síðasta ári var Klettur kallaður út tuttugu og tvisvar sinnum en verkefnum hans hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Sum verkefnin eru mjög viðamikil og má þar nefna öryggisleit í tengslum við heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands á síðasta ári og þegar fundur forsætisráðherra Norðurlandanna hefur farið fram hér á landi. „Við fáum hann einnig í sporleit þegar við leitum af hættulegum brotamönnum. Þá vinnum við bæði með hundinn og hitadróna til að leita. Ef hundurinn rekur slóðina í ákveðna átt þá reynum við að fara með drónann á undan þannig að þetta er samspil,“ segir Jón Már. Hann segir að sérsveitin sé í samstarfi við samskonar sveitir á Norðurlöndum sem séu með hunda í slíkum verkefnum. Oftast séu hundar af labradorkyndi notaðir því þeir séu afar gæfir og þægilegir í umgengni. Klettur og Getz við sprengjuleit.Vísir/Jóhann K Klettur sem er ellefu ára hefur nú fengið eins og hálfs árs gamlan samstarfsfélaga frá Noregi sem nefnist Getz. Þeir félagar voru í þjálfun í dag og leituðu að ammóníum nítrati sem þjálfari hundanna og sérsveitarmaður hafði falið í bíl. Getz gætti þess að þefa uppi hvern krók og kima og það tók hann innan við mínútu að finna efnið. Klettur sýndi líka gamla takta og var eldsnöggur að hafa uppi á efninu. Þeir félagar voru að lokum verðlaunaðir fyrir verkefnið. Dýr Lögreglan Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Sjá meira
Sprengjuleitar-og sporhundurinn Klettur sem hefur á níu ára ferli sinnt viðamiklum verkefnum eins og öryggisleit vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna hefur nú fengið nýjan samstarfsfélaga. Nýi félaginn kemur frá Noregi og lofar góðu en er ennþá starfsmaður á plani að sögn yfirmanns sérsveitar ríkislögreglustjóra. Klettur er labrador hundur sem hefur sinnt í verkefnum hjá sérsveitinni í níu ár. Hann starfar með sprengjusérfræðingum sveitarinnar þegar leita þarf að sprengiefnum eða skotvopnum. Klettur þekkir lyktir af 25-30 mismunandi sprengiefnum og efnum til sprengigerðar. Jón Már Jónsson yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra.Vísir/Baldur „Hann vinnur mikið við öryggisleit ef það koma þjóðhöfðingjar til landsins, ef það finnast tortryggilegir pakkar þá er hann fenginn til að skoða hvort þeir séu hættulegir, þá er hann líka þjálfaður til að leita að skotvopnum. Loks nýtist hann í sporleit,“ segir Jón Már Jónsson yfirmaður sérsveitar ríkislögreglustjóra. Á síðasta ári var Klettur kallaður út tuttugu og tvisvar sinnum en verkefnum hans hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum. Sum verkefnin eru mjög viðamikil og má þar nefna öryggisleit í tengslum við heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands á síðasta ári og þegar fundur forsætisráðherra Norðurlandanna hefur farið fram hér á landi. „Við fáum hann einnig í sporleit þegar við leitum af hættulegum brotamönnum. Þá vinnum við bæði með hundinn og hitadróna til að leita. Ef hundurinn rekur slóðina í ákveðna átt þá reynum við að fara með drónann á undan þannig að þetta er samspil,“ segir Jón Már. Hann segir að sérsveitin sé í samstarfi við samskonar sveitir á Norðurlöndum sem séu með hunda í slíkum verkefnum. Oftast séu hundar af labradorkyndi notaðir því þeir séu afar gæfir og þægilegir í umgengni. Klettur og Getz við sprengjuleit.Vísir/Jóhann K Klettur sem er ellefu ára hefur nú fengið eins og hálfs árs gamlan samstarfsfélaga frá Noregi sem nefnist Getz. Þeir félagar voru í þjálfun í dag og leituðu að ammóníum nítrati sem þjálfari hundanna og sérsveitarmaður hafði falið í bíl. Getz gætti þess að þefa uppi hvern krók og kima og það tók hann innan við mínútu að finna efnið. Klettur sýndi líka gamla takta og var eldsnöggur að hafa uppi á efninu. Þeir félagar voru að lokum verðlaunaðir fyrir verkefnið.
Dýr Lögreglan Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Sjá meira