Lögreglan

Fréttamynd

Vildu bregðast við sterku á­kalli fólks sem hafði misst skyndi­lega

Hjálp48 er nýtt úrræði Sorgarmiðstöðvar sem hefur það markmið að grípa aðstandendur eftir skyndilegan ástvinamissi utan sjúkrahússtofnana og veita þeim viðeigandi stuðning og eftirfylgd. Til að byrja með verður þjónustan afmörkuð fyrir þau sem missa í sjálfsvígi en mun svo færast yfir á annan skyndilegan og ótímabæran missi.

Innlent
Fréttamynd

Sendir Svein Andra í mál við ríkið

Sverrir Einar Eiríksson eigandi B Reykjavík ehf., sem rak skemmtistaðina Bankastræti Club og B5, segist ætla í skaðabótamál við ríkið vegna tjóns og misréttis sem hann segir sig og staðinn hafa orðið fyrir vegna ítrekaðs áreitis lögreglu meðan hann starfaði. Hann segir gjaldþrot B5 beina afleiðingu fordæmalauss eineltis eins lögreglumanns á hendur honum og staðnum og afskiptaleysis yfirmanna lögreglumannsins. 

Innlent
Fréttamynd

Valtýr furðar sig á ó­hróðri, níði og að­dróttunum syst­kina

Valtýr Sigurðsson, sem hafði umsjón með rannsókn á Geirfinnsmálinu fyrir hálfri öld, furðar sig á óhróðri, persónulegu níði og ólögmætum aðdróttunum í nýlegri skoðunargrein. Sú staðreynd að lögregluyfirvöld hafi ekki hlustað á aðstandendur nýlegrar bókar með kenningum segi sína sögu.

Innlent
Fréttamynd

„Af hverju ertu svona í framan?“

Gunnar Örn Backman lýsir særandi og óviðeigandi framkomu af hálfu lögreglunnar á Akureyri þegar hann var stöðvaður við hefðbundið umferðareftirlit.  Gunnar, sem er sjáanlega lamaður öðru megin í andlitinu, segir útlitið ástæðu viðbragðs lögreglu enda vanur fordómum vegna útlits síns. Hann telur mikilvægt að brýna fyrir opinberum starfsmönnum að sýna virðingu og fagmennsku í samskiptum við fólk sem er „öðruvísi.“

Innlent
Fréttamynd

Um 200 nem­endur eru í lögreglunámi á Akur­eyri

Það verður mikið um að vera í Háskólanum á Akureyri í næstu viku, því þar fer fram stór lögregluráðstefna þar sem þemað er „Spennulækkun“. Í dag stunda um tvö hundruð nemendur lögreglunám við skólann, sem er mesti fjöldi.

Innlent
Fréttamynd

Ýmsar að­ferðir til að ná niður drónum

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að Íslendingar búi vel að því að eiga öflugt almannavarnakerfi, sem geti tekið á hvers kyns vá sem ber að höndum. Viðbragðsaðilar séu vakandi yfir öryggi á flugvellinum og hafi áður nýtt sér dróna.

Innlent
Fréttamynd

SVÓT við­töl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“

„Við vorum alltaf að bregðast ómarkvisst og af handahófi við einhverjum aðstæðum en ákváðum þess í stað að setjast í bílstjórasætið, ákveða á hvaða leið við værum að fara og gefur þannig tækifæri til að forgangsraða og fleira,“ segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur Lögregluembættisins á Suðurlandi og verkefnisstjóri innleiðingar nýrrar stefnu hjá embættinu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Af­nemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar

Dómsmálaráðherra hefur birt drög að lagabreytingum í samráðsgátt, sem miða af því að afnema æviskipanir vararíkissaksóknara og varahéraðssaksóknara. Lagt er til að skipunartími verði fimm ár. Þá er lagt til að ráðning í embættin verði á ábyrgð yfirmanna viðkomandi stofnana frekar en ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Lang­flestir lög­reglu­menn á Suður­nesjum

Hlutfallslega eru langflestir lögreglumenn í embætti Lögreglunnar á Suðurnesjum samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Meirihlutinn af þeim fimmtíu nýju stöðugildum innan lögreglunnar sem dómsmálaráðherra boðaði í vor fara til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Það kemur að því að við lendum í veseni“

Auknum árangri íslenskra fótboltaliða fylgir aukin ábyrgð og nýjar áskoranir sem klúbbarnir hafa margir hverjir ekki mikla reynslu af ennþá. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. Samstarfsaðilum erlendis þyki gaman að taka á móti íslenskum aðdáendum sem séu þekktir fyrir mikla gleði. Nú sé hins vegar kominn sá tími að öryggismál þurfi að taka fastari tökum og af meiri alvöru en verið hefur í gegnum tíðina hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Nálgunarbannið of tor­sótt og mátt­laust án ökklabands

Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins fagnar fyrirætlunum dómsmálaráðherra um að skylda þá sem brjóta gegn nálgunarbanni til að bera ökklaband. Án rafræns eftirlits sé nálgunarbannið allt of máttlaust enda sé ítrekað brotið gegn því. Skjólstæðingar hennar í Kvennaathvarfinu þekki það of vel á eigin skinni.

Innlent
Fréttamynd

Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði sak­sóknara og PPP

Starfsmaður Héraðssaksóknara sem er með stöðu sakbornings í PPP málinu svokallaða, vann um árabil á sama tíma fyrir bæði Sérstakan saksóknara og svo Héraðssaksóknara og PPP. Hann er tölvusérfræðingur, heitir Heiðar Þór Guðnason, og vinnur enn hjá Héraðssaksóknara.

Innlent
Fréttamynd

Af­sökunar­beiðni Sig­ríðar Bjarkar skipti sköpum

María Sjöfn Árnadóttir sem vann mál gagnvart íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í morgun segir dóminn persónulega viðurkenningu fyrir sig og fordæmisgefandi innan Evrópu. Hún segist hafa orðið fyrir ríkisofbeldi ofan á allt annað en vinnur nú hjá lögreglunni þökk sé afsökunarbeiðni frá ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Hella á­fenginu niður og hringja í for­eldra

Allt verður gert til að sporna gegn drykkju ungmenna í miðbænum á morgun þegar menningarnótt fer fram, að sögn lögreglu. Áfengisdrykkja meðal ungmenna verði sífellt meira áberandi og slík mál koma oftar inn á borð lögreglu en áður.

Innlent
Fréttamynd

„Lög­reglan mun grípa fyrr inn í núna“

Dagskrá Menningarnætur tekur breytingum í ár til að bregðast við harmleik sem skók þjóðina í fyrra. Fólk er hvatt til passa upp á hvert annað og flykkjast í miðbæ Reykjavíkur í bleikum klæðum til að heiðra minningu Bryndísar Klöru.

Innlent