Ekki rannsakað með fullnægjandi hætti hvort sleðahundahald teljist til landbúnaðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. október 2020 23:32 Jörðin þar sem félagið hugðist stofna lögbýli er skilgreind sem landbúnaðarsvæði og sneri ágreiningurinn meðal annars að því hvort hundahald fyrir hundasleðaferðir gæti talist til landbúnaðar. Getty Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að taka til meðferðar að nýju mál félags, sem er með rekstur og dýrahald fyrir hundasleðaferðir, en var synjað um heimild til stofnun lögbýlis. Umboðsmaður telur ákvörðun ráðuneytisins um að synja félaginu um heimild til stofnun lögbýlis ekki byggða á fullnægjandi lagagrundvelli, meðal annars þar sem ráðuneytið hafi ekki lagt fullnægjandi mat á það hvort starfsemi félagsins teldist til landbúnaðar. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns sem birt var á vef embættisins í dag. Á málið reyndi þegar félagið kvartaði yfir synjun ráðuneytisins með vísan til neikvæðrar umsagnar sveitarstjórnar í því sveitarfélagi sem um ræðir. Jörðin þar sem félagið hugðist stofna lögbýli er skilgreind sem landbúnaðarsvæði og sneri ágreiningurinn meðal annars að því hvort hundahald fyrir hundasleðaferðir gæti talist til landbúnaðar. Umboðsmaður bendir í úrskurði sínum á að ráðherra sé ekki bundinn af umsögn sveitarstjórnar heldur beri ráðherra að leggja sjálfstætt mat á málsatvik og upplýsa það með fullnægjandi hætti. Afstaða ráðuneytisins um að umrædd starfsemi geti ekki talist til landbúnaðar byggði á því að hundar félagsins væru ekki búfé. Umboðsmaður bendir hins vegar í úrskurði sínum á að hugtakið búfé sé ekki skilgreint í þeim heimildum sem helst reyni á. Merking hugtaksins sé matskennd. Taldi umboðsmaður að ráðuneytið hefði ekki lagt fullnægjandi mat á það hvort áformuð starfsemi félagsins gæti talist sem landbúnaður og þar með hvort félagið hygðist halda búfé. Málið hafi ekki verið upplýst nægilega vel til að meta áhrif starfseminnar á búrekstur nærliggjandi jarða. Þannig hafi ráðuneytið til að mynda ekki kannað hvort áhyggjur annarra landeigenda af fyrirhugaðri starfsemi væru á rökum reistar. Hefur umboðsmaður því beint því til ráðuneytisins að taka málið til meðferðar að nýju Landbúnaður Umboðsmaður Alþingis Ferðamennska á Íslandi Dýr Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur beint því til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að taka til meðferðar að nýju mál félags, sem er með rekstur og dýrahald fyrir hundasleðaferðir, en var synjað um heimild til stofnun lögbýlis. Umboðsmaður telur ákvörðun ráðuneytisins um að synja félaginu um heimild til stofnun lögbýlis ekki byggða á fullnægjandi lagagrundvelli, meðal annars þar sem ráðuneytið hafi ekki lagt fullnægjandi mat á það hvort starfsemi félagsins teldist til landbúnaðar. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns sem birt var á vef embættisins í dag. Á málið reyndi þegar félagið kvartaði yfir synjun ráðuneytisins með vísan til neikvæðrar umsagnar sveitarstjórnar í því sveitarfélagi sem um ræðir. Jörðin þar sem félagið hugðist stofna lögbýli er skilgreind sem landbúnaðarsvæði og sneri ágreiningurinn meðal annars að því hvort hundahald fyrir hundasleðaferðir gæti talist til landbúnaðar. Umboðsmaður bendir í úrskurði sínum á að ráðherra sé ekki bundinn af umsögn sveitarstjórnar heldur beri ráðherra að leggja sjálfstætt mat á málsatvik og upplýsa það með fullnægjandi hætti. Afstaða ráðuneytisins um að umrædd starfsemi geti ekki talist til landbúnaðar byggði á því að hundar félagsins væru ekki búfé. Umboðsmaður bendir hins vegar í úrskurði sínum á að hugtakið búfé sé ekki skilgreint í þeim heimildum sem helst reyni á. Merking hugtaksins sé matskennd. Taldi umboðsmaður að ráðuneytið hefði ekki lagt fullnægjandi mat á það hvort áformuð starfsemi félagsins gæti talist sem landbúnaður og þar með hvort félagið hygðist halda búfé. Málið hafi ekki verið upplýst nægilega vel til að meta áhrif starfseminnar á búrekstur nærliggjandi jarða. Þannig hafi ráðuneytið til að mynda ekki kannað hvort áhyggjur annarra landeigenda af fyrirhugaðri starfsemi væru á rökum reistar. Hefur umboðsmaður því beint því til ráðuneytisins að taka málið til meðferðar að nýju
Landbúnaður Umboðsmaður Alþingis Ferðamennska á Íslandi Dýr Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira