Ritari Framsóknarflokksins: „Erfitt að sjá Sjálfstæðisflokkinn fyrir sér í næstu ríkisstjórn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. desember 2020 19:19 Jón Björn Hákonarson er ritari Framsóknarflokksins og bæjarstjóri í Fjarðabyggð. mynd/Facebook Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð og ritari Framsóknarflokksins, segir erfitt að sjá fyrir sér að Sjálfstæðisflokkurinn geti setið í næstu ríkisstjórn. Forystufólki flokksins „gangi illa að upplifa sig sem hluta af þjóðinni,“ og kveðst Jón Björn hafa áhyggjur af stöðu Sjálfstæðisflokksins og segir að augljósir brestir flokksins veiki hann til forystu í íslensku þjóðfélagi. „Nú virðist sem þessi ríkisstjórn verði sú fyrsta sem er með Sjálfstæðisflokkinn innanborðs til að sitja heilt kjörtímabil frá árinu 2007 og það er ekki framgöngu ráðherra og þingmanna þess flokks að þakka. Þingflokkurinn er ósamstæður og ósamtaka og hefur hluti hans verið við hlið Miðflokksins í stjórnarandstöðu í einstaka málum ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Jón Björn í færslu á Facebook. Hann líti svo á að andstaða einstakra þingmanna flokksins við sóttvarnaraðgerðir hafi einkennst af „öfgahyggju og ábyrgðarleysi.“ „Ráðherrar hafa þurft að segja af sér. Svo virðist einnig að forystufólki hans gangi illa að upplifa sig sem hluta af þjóðinni og lifa eftir sömu reglum og ætlast er til af okkur öllum núna á þessum snúnu tímum í lífi okkar. Þetta er ekki gott og í augnablikinu er erfitt að sjá Sjálfstæðisflokkinn fyrir sér í næstu ríkisstjórn.“ Ritari Vinstri grænna, hins samstarfsflokks Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, lýsti því í samtali við Vísi í dag að hún telji athæfi Bjarna Benediktssonar á Þorláksmessu, þegar hann sótti samkomu þar sem of margir voru saman komnir, vera að sínu mati tilefni til afsagnar. Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
„Nú virðist sem þessi ríkisstjórn verði sú fyrsta sem er með Sjálfstæðisflokkinn innanborðs til að sitja heilt kjörtímabil frá árinu 2007 og það er ekki framgöngu ráðherra og þingmanna þess flokks að þakka. Þingflokkurinn er ósamstæður og ósamtaka og hefur hluti hans verið við hlið Miðflokksins í stjórnarandstöðu í einstaka málum ríkisstjórnarinnar,“ skrifar Jón Björn í færslu á Facebook. Hann líti svo á að andstaða einstakra þingmanna flokksins við sóttvarnaraðgerðir hafi einkennst af „öfgahyggju og ábyrgðarleysi.“ „Ráðherrar hafa þurft að segja af sér. Svo virðist einnig að forystufólki hans gangi illa að upplifa sig sem hluta af þjóðinni og lifa eftir sömu reglum og ætlast er til af okkur öllum núna á þessum snúnu tímum í lífi okkar. Þetta er ekki gott og í augnablikinu er erfitt að sjá Sjálfstæðisflokkinn fyrir sér í næstu ríkisstjórn.“ Ritari Vinstri grænna, hins samstarfsflokks Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, lýsti því í samtali við Vísi í dag að hún telji athæfi Bjarna Benediktssonar á Þorláksmessu, þegar hann sótti samkomu þar sem of margir voru saman komnir, vera að sínu mati tilefni til afsagnar.
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira