Akstur í borginni minnkað um 685 hringferðir á dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2020 11:09 Það voru fáir á ferli á Suðurlandsbrautinni í mánudagsmorgun á fyrsta degi samkomubannsins. Vísir/Vilhelm Samkomubannið sem tók gildi í upphafi vikunnar hefur stórlega dregið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu. Mælingar úr umferðarteljurum víðsvegar um borgina bera með sér að í upphafi vikunnar hafi aksturinn dregist saman um næstum fjórðung, heil 23 prósent, sé tekið mið af umferðinni fyrir mánuði síðan. Verkfræðistofan Efla telur að bílstjórar höfuðborgarsvæðisins gætu þannig hafa minnkað akstur sinn um 900 þúsund kílómetra á dag - sem samsvarar því að aka hringveginn 685 sinnum. Mest virðist hafa dregið úr umferð á Kringlumýrarbraut/Hafnarfjarðarvegi og þar vestan af. Þannig hafi umferð í og við Bústaðaveg og Hringbraut dregist saman um þriðjung. Efla telur að þar geti stúdentar hafa spilað einhverja rullu. „Mögulega má rekja þessa miklu fækkun til þess að kennsla hefur ekki farið fram í háskólunum og búið er að fresta viðburðum sem margir hverjir fara fram í miðborg Reykjavíkur,“ eins og segir í úttekt Eflu. Umtalsverður ábati af minni umferð Verkfræðistofan tekur þó fram að mælingarnar nái aðeins til mánudags og þriðjudags í þessari viku og því ómögulegt að spá hvort þetta verði akstursmynstrið það sem eftir lifir samkomubanns. Engu að síður ber umferðin þessa tvo daga með sér „hver áhrifin eru á umferð ef markvisst er hægt að hvetja til annarra fararmáta en einkabílsins og aukinnar fjarvinnu,“ segir í úttektinni og vísað til fyrrnefndra 900 þúsund kílómetra. „Út frá sömu ályktun, þá sparast á hverjum degi 145 tonn CO₂ af útblæstri frá umferð sem samsvarar árslosun 70 meðal fólksbíla“ Úttekt Eflu má nálgast í heild hér. Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Samkomubannið sem tók gildi í upphafi vikunnar hefur stórlega dregið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu. Mælingar úr umferðarteljurum víðsvegar um borgina bera með sér að í upphafi vikunnar hafi aksturinn dregist saman um næstum fjórðung, heil 23 prósent, sé tekið mið af umferðinni fyrir mánuði síðan. Verkfræðistofan Efla telur að bílstjórar höfuðborgarsvæðisins gætu þannig hafa minnkað akstur sinn um 900 þúsund kílómetra á dag - sem samsvarar því að aka hringveginn 685 sinnum. Mest virðist hafa dregið úr umferð á Kringlumýrarbraut/Hafnarfjarðarvegi og þar vestan af. Þannig hafi umferð í og við Bústaðaveg og Hringbraut dregist saman um þriðjung. Efla telur að þar geti stúdentar hafa spilað einhverja rullu. „Mögulega má rekja þessa miklu fækkun til þess að kennsla hefur ekki farið fram í háskólunum og búið er að fresta viðburðum sem margir hverjir fara fram í miðborg Reykjavíkur,“ eins og segir í úttekt Eflu. Umtalsverður ábati af minni umferð Verkfræðistofan tekur þó fram að mælingarnar nái aðeins til mánudags og þriðjudags í þessari viku og því ómögulegt að spá hvort þetta verði akstursmynstrið það sem eftir lifir samkomubanns. Engu að síður ber umferðin þessa tvo daga með sér „hver áhrifin eru á umferð ef markvisst er hægt að hvetja til annarra fararmáta en einkabílsins og aukinnar fjarvinnu,“ segir í úttektinni og vísað til fyrrnefndra 900 þúsund kílómetra. „Út frá sömu ályktun, þá sparast á hverjum degi 145 tonn CO₂ af útblæstri frá umferð sem samsvarar árslosun 70 meðal fólksbíla“ Úttekt Eflu má nálgast í heild hér.
Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira