Innlent

Ekki spennandi skakveður á fyrsta degi strandveiðanna

Kristján Már Unnarsson skrifar
Frá smábátahöfninni á Seyðisfirði.
Frá smábátahöfninni á Seyðisfirði. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Óvenju fáir smábátasjómenn hafa haldið til veiða í morgun á fyrsta degi strandveiðanna, samkvæmt upplýsingum frá vaktsstöð siglinga, enda bræla á miðum víða um land, - ekki spennandi skakveður, eins og það var orðað á þeim bæ. Gul stormviðvörun er í gildi með öllu norðanverðu landinu, allt frá Vestfjörðum og austur að Langanesi.

Samkvæmt upplýsingum Þorsteins Hilmarssonar hjá Fiskistofu eru þriðjungi fleiri bátar þó komnir með strandveiðileyfi við upphaf strandveiða í ár en í fyrra, eða 331 miðað við 249 sem byrjuðu í fyrravor. 136 eru á A-svæði, 41 eru á B-svæði, 46 eru á C-svæði og 108 eru á D-svæði. Alls hafa 390 umsóknir borist Fiskistofu og margir sem fá leyfið á morgun.

Strandveiðarnar færa jafnan mikið líf í sjávarþorpin hringinn í kringum landið, eins og þetta dæmi sýnir:

Reynslan sýnir að strandveiðibátum fjölgar mjög á næstu vikum en í fyrrasumar urðu þeir alls 620 talsins. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, býst við að enn fleiri muni halda til strandveiða í sumar vegna atvinnuástandsins. Hann óttast þó að erfitt geti orðið að losna við fiskinn en fiskverð hefur lækkað verulega.

Í þættinum Um land allt á Stöð 2 var rætt við aflakóng strandveiðanna í fyrra, Jón Ingvar Hilmarsson á Djúpavogi:

Sjá einnig hér: Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×