Fjárhæð veiðigjalds enn ekki verið tilkynnt Enn liggur ekki fyrir hver fjárhæð veiðigjalds næsta árs verður, þrátt fyrir ákvæði laga um að ríkisskattstjóri geri tillögu um fjárhæð þess til ráðherra eigi síðar en 1. desember ár hvert. Málið ku vera í vinnslu en enn sem komið er hafa ekki fengist svör frá stjórnvöldum um hvað veldur töfinni. Sjávarútvegsfyrirtæki sem eiga að greiða gjaldið eru farin að lengja eftir því að vita hvað þau eigi að borga á næsta ári. Viðskipti innlent 5.12.2025 14:53
Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Í dag fagnar Landssamband smábátaeigenda 40 ára afmæli sínu. Það var á þessum degi fyrir 40 árum sem Arthur Bogason flutti stofnræðu sambandsins, og hefur hann (með hléum) og Örn Pálsson staðið vaktina í brúnni síðan þá. Skoðun 5.12.2025 14:45
Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Þorvaldur Þóroddsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja. Hann leysir Kristján Vilhelmsson af hólmi, sem sinnti starfinu í 43 ár. Viðskipti innlent 2.12.2025 16:31
Lækka verðmat á Brim vegna skerðingar á kvóta og ráðleggja fjárfestum að selja Innherji 1.12.2025 16:49
Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur nú kallað eftir því að Hafrannsóknarstofnun geri burðarþolsmat í Mjóafirði og tillögur að eldissvæðum í firðinum. Innlent 26. nóvember 2025 08:51
Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Matvælastofnun hefur hafið rannókn eftir að tilkynning barst frá Kaldvík á þriðjudaginn fyrir viku um þrjú göt á nótarpoka einnar kvíar á eldissvæðinu Hafranesi í Reyðarfirði. Innlent 25. nóvember 2025 14:57
Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að ganga til samninga við Sjómannafélag Eyjafjarðar um uppsetningu og viðhald minnisvarða um síðutogaraútgerð á Akureyri. Til stendur að minnisvarðinn verði reistur við strandstíginn við Drottningarbraut á Akureyri, en áætlaður kostnaður vegna minnisvarðans er hálf milljón króna sem bærin mun leggja til, en að öðru leyti skal Sjómannafélag Eyjafjarðar standa straum af kostnaði vegna verksins. Innlent 25. nóvember 2025 14:38
Þorsteinn Már hlaut heiðursverðlaun Þjóðmála Þorsteinn Már Baldvinsson, stofnandi og forstjóri Samherja til ríflega fjörutíu ára, hlaut heiðursverðlaun Þjóðmála þegar þau voru veitt þriðja sinni við hátíðlega athöfn á Hátíðarkvöldi Þjóðmála á fimmtudag í síðustu viku. Innherji 25. nóvember 2025 12:38
Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga hefur lýst yfir hættuástandi í atvinnumálum á Vestfjörðum. Ástæðan er fyrirhugað afnám línuívilnunar, rækjubóta og skerðinga á byggðakvóta. Innlent 24. nóvember 2025 22:13
Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Tólf fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna fá engar skaðabætur frá íslenska ríkinu vegna úthlutunar á aflahlutdeild á makríl. Ástæðan var sú að krafan var fyrnd. Viðskipti innlent 24. nóvember 2025 17:14
Svakalegur lax á Snæfellsnesi Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur veiddi nýverið sannkallaðan risalax í búr í Haffjarðará á sunnanverðu Snæfellsnesi. Jóhannes telur að um sé að ræða stærsta Atlantshafslax sem veiðst hefur í háf. Innlent 24. nóvember 2025 15:00
Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Tónlistarkonurnar Björk Guðmundsdóttir og Rosalía ætla í hart við íslenska ríkið vegna sjókvía í Ísafjarðardjúpi. Náttúruverndarsamtök Bjarkar standa að stefnu landeiganda við Snæfjallaströnd sem vill meina að sjókvíum hafi verið komið upp innan lóðarmarka hans, eða eins og samtökin orða það „hreinlega upp í fjöru til sín. Innlent 22. nóvember 2025 12:18
Kanna fýsileika landeldis á Bakka Sveitarfélagið Norðurþing og fyrirtækið Bakkavík landeldi undirrituðu í dag viljayfirlýsingu vegna lóðar undir hugsanlega landeldisstöð á iðnaðarsvæðinu á Bakka norðan Húsavíkur. Innlent 21. nóvember 2025 16:37
„Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar segir lokun Bræðslunar, fiskmjölverksmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði, vonbrigði. Hún bindur miklar vonir við vinnu ráðgjafa sem ætlað er að finna nýja starfsemi í húsnæði fyrirtækisins. Viðskipti innlent 21. nóvember 2025 15:03
Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að loka fiskmjölsverksmiðju fyrirtækisins á Seyðisfirði. Ástæðan er sögð vera að rekstrarumhverfi verksmiðja sem vinna fiskmjöl og - lýsi hafi versnað hratt undanfarin misseri. Tólf missa vinnuna. Viðskipti innlent 21. nóvember 2025 14:44
Kristján lætur af störfum hjá Samherja Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja hf. mun láta af störfum um næstu mánaðamót. Viðskipti innlent 21. nóvember 2025 10:56
Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Gjöful fiskimið gerðu landið okkar byggjanlegt. Fæstir gefa gullnámu okkar gaum lengur; amk á meðal almennings. Fiskimiðin sem hafa fært þjóðinni lífsbjörg öldum saman. Skoðun 21. nóvember 2025 00:00
Brýtur innviðaráðherra lög? Enn hefur innviðaráðherra ekki birt reglugerð um línuívilnun, skel og rækjubætur eða byggðakvóta, þrátt fyrir að lög kveði á um að það skuli gert fyrir hvert fiskveiðiár. Skoðun 18. nóvember 2025 10:02
Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir lögmaður, hefur verið ráðin sem verkefnastjóri fyrir Hringborð hafs og eldis (IAOF- Icelandic Aquaculture and Ocean Forum). Viðskipti innlent 18. nóvember 2025 08:25
Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Á tímabili leit út fyrir að þyrlan sem bjargaði Eiríki Inga Jóhannssyni í fárviðri í Noregshafi árið 2012 næði ekki til lands og yrði að nauðlenda í hamfarasjó vegna eldsneytisskorts. Ófyrirséðar aðstæður höfðu komið upp – gríðarlegt sjórok og saltaustur urðu til þess að mjög hægðist á vélinni þannig að hún eyddi mun meira eldsneyti en reiknað hafði verið með. Þetta kemur fram í bók Óttars Sveinssonar, Útkall - Ég er á lífi. Lífið 15. nóvember 2025 08:02
Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Seinni dagur Sjávarútvegsráðstefnunnar fer fram í Hörpu í dag og þar sem áfram verður rætt um sjávarútveg undir yfirskrift ráðstefnunnar: „Róum í sömu átt! – Verðmætasköpun og samkeppnishæfni í íslenskum sjávarútvegi.“ Viðskipti innlent 7. nóvember 2025 08:31
Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Sjávarútvegsráðstefnan 2025 fer fram í Hörpu dagana 6.-7. nóvember en yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Róum í sömu átt! – Verðmætasköpun og samkeppnishæfni í íslenskum sjávarútvegi.“ Viðskipti innlent 6. nóvember 2025 11:14
Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Skipverji á fiskiskipi hefur verið ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og vopnalagabrot, með því að hafa skotið þremur skotum að dróna Fiskistofu, sem notaður var við veiðieftirlit, í nóvember í fyrra. Innlent 4. nóvember 2025 17:01
Sækja á fjórða milljarð króna Landeldisfélagið First Water í Þorlákshöfn hefur lokið hlutafjáraukningu fyrir um 3,5 milljarða króna. Meirihluti hlutafjáraukningarinnar er frá nýjum hluthöfum en einnig var góð þátttaka frá núverandi hluthöfum. Þrír lífeyrissjóðir koma inn sem nýir hluthafar og eru nú átta af tíu stærstu lífeyrissjóðum landsins í hluthafahópi First Water. Fjárfestingarfélagið Stoðir eru eftir sem áður stærsti hluthafi félagsins. Viðskipti innlent 4. nóvember 2025 11:00
Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sænska fyrirtækið NP Innovation, sem er í meirihlutaeigu Alfa Framtak og IS Haf fjárfestingarsjóðs, keypti Aqua.is fyrir ári síðan og nú hefst nýr kafli í sögu fyrirtækisins á Íslandi undir heitinu NP Innovation. Þrátt fyrir nýtt nafn er markmiðið það sama og áður, að stuðla að sjálfbærum vexti og tæknilegum framförum í fiskeldi, bæði á Íslandi og erlendis. Samstarf 3. nóvember 2025 14:32