Sjávarútvegur

Sjávarútvegur

Fréttamynd

Smári Rúnar ráðinn fjár­mála­stjóri

Smári Rúnar Þorvaldsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Eðalfangs. Eðalfang er íslenskt eignarhaldsfélag sem rekur fyrirtæki í matvælaiðnaði, einkum tengd sjávarafurðum. Félagið á meðal annars Eðalfisk og Norðanfisk, sem sérhæfa sig í vinnslu og dreifingu sjávarafurða, sérstaklega laxaafurða.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Strand­veiðar aug­ljós­lega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir að skýrslur hafi leitt í ljós að strandveiðikerfið hafi ekki verið brú fyrir nýliðun inn í aflamarkskerfið eins og vonast hafði verið til. Hann segir það augljósa staðreynd að ef strandveiðar væru ábatasamasta leiðin við að stunda veiðar væru allar hafnir fullar af trillum. Kannanir hafi þó sýnt að Íslendingar vilji að gætt sé jafnræðis milli sjónarmiða um hagræði og byggðasjónarmiða.

Innlent
Fréttamynd

For­sendur kunni að bresta ef ríki­stjórnin nær sínu fram

Stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur lýst yfir áhyggjum af rekstrarskilyrðum í sjávarútvegi og fyrirætlunum stjórnvalda um verulegar breytingar sem lúta að atvinnugreininni. Í því samhengi sé umhugsunarefni að langtímakjarasamningar hafi verið gerðir við bæði sjómenn og landverkafólk, í krafti þess að aukin verðmætasköpun og framleiðni geti staðið undir skuldbindingum samninganna. „Þær forsendur kunna að bresta ef kynntar fyrirætlanir ríkisstjórnar ganga eftir.“

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hinir ósnertanlegu

Þjóðin hefur ákveðið að treysta stofnun fyrir sjávarauðlindum sínum. Því ætti að fylgja mikil ábyrgð, en stofnunin er ábyrgðarlaus með öllu. Þetta er líklega eina vísindastofnunin sem til er , sem alltaf kemst að “réttri” niðurstöðu í rannsóknum sínum. Það sem stofunin lætur frá sér, taka ráðamenn undantekingalaust sem “sannleikanum”.

Skoðun
Fréttamynd

Loka­til­raun til að bjarga loðnu­ver­tíð

Hafrannsóknastofnun í samvinnu við loðnuútgerðir gerir núna lokatilraun til að finna loðnu við landið í nægjanlegu magni svo unnt sé að gefa út veiðikvóta áður en loðnan hrygnir og drepst. Að öðrum kosti blasir við loðnubrestur, annað árið í röð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Er gott að sjávarút­vegur skjálfi á beinunum?

Sjálfbær hagvöxtur, öflug velferð og góð lífskjör byggjast fyrst og síðast á því að þjóðir tryggi varanlegan vöxt útflutningsverðmæta. Það þarf með öðrum orðum að skapa meiri verðmæti í framtíð en fortíð ef við viljum auka hagsæld okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki van­hæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strand­veiðar

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ekki rétt, eins og kom fram í frétt á Vísi og viðtali við Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins, að það varði brot á siðareglum Alþingis að Sigurjón fjalli um málaflokkinn sjávarútveg í heild sinni sem formaður atvinnuveganefndar, en það geti mögulega varðað brot á siðareglum Alþingis fjalli hann um strandveiðar sem formaður nefndarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Segir úlfalda gerðan úr mý­flugu

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir að hagsmunir sínir af strandveiðibáti í hans eigu séu óverulegir. Hann efast stórlega um að hann sé vanhæfur til að setja lög um sjávarútveg, en hann verður tilnefndur sem formaður atvinnuveganefndar þegar þing kemur saman, þar sem til stendur að semja löggjöf um eflingu strandveiða. Þá segir hann ekkert rangt við hagsmunaskráningu sína sem hafi verið fyllt út árið 2023.

Innlent
Fréttamynd

Segir ljóst að Sigur­jón skorti hæfi

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ljóst að siðareglur fyrir alþingismenn hindri aðkomu Sigurjóns Þórðarsonar að vinnu við lagabreytingar á strandveiðikerfinu, vegna eignarhlutar hans í strandveiðibáti.

Innlent
Fréttamynd

Loðnu­stofninn hruninn

Ég hef undanfarið skrifað nokkrar greinar um ástand sjávarauðlinda þjóðarinnar. Hvernig 40 ára tilraun með kvótasetningu hefur mistekist algjörlega.

Skoðun
Fréttamynd

Líf­eyris­sjóðir í sæng með kvótakóngum

Hvort sem þú ferð út að versla í matinn, notar símann, ferð í bankann, farir í keilu, kaupir fiskbúðing, pizzu eða hamborgara, færð þér kaffi, kokteilsósu, kaupir brauð, farir í apótek, út að skemmta þér, kaupir eldsneyti á bílinn eða gefur húsdýri fóður; þá ertu með beinum eða óbeinum hætti að eiga viðskipti við kvótakónga.

Skoðun
Fréttamynd

Hæsti­réttur tekur deilur Vinnslu­stöðvarinnar og ríkisins fyrir

Hæstiréttur hefur fallist á að taka mál Vinnslustöðvarinnar á hendur ríkinu vegna makrílkvóta fyrir. Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða Vinnslustöðinni alls 269 milljónir króna, helmingi minna en héraðsdómur hafði dæmt. Ríkið óskaði sömuleiðis eftir því að Hæstiréttur tæki mál Hugins, sem Vinnslustöðin á, fyrir en Landsréttur dæmdi ríkið til að greiða Hugin 329 milljónir króna.

Viðskipti innlent