„Fullt af merkjum um það að við eigum fína framtíð“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2021 19:01 Ásgeir Örn, fyrrum landsliðsmaður í handbolta og núverandi sérfræðingur Seinni bylgjunnar. segir að frammistaða íslenska liðsins í Egyptalandi hafi ekki verið alslæm og hægt sé að byggja ofan á hana. Stöð 2 Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður, atvinnumaður og nú sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fór yfir frammistöðu Íslands í leikjunum tveimur gegn Frakklandi og Noregi. „Þetta voru bara virkilega flottir tveir leikir þar sem margt var að ganga upp. Það sem við vorum búnir að kalla eftir – sóknarleikurinn – var glimrandi fínn á köflum. Þetta gaf okkur meiri von og þetta lítur betur út fyrir liðið,“ sagði Ásgeir Örn í viðtali við Gaupa fyrr í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Ásgeir Örn játti því að það væru framfarir á mörgum stöðum. „Heilt yfir allt mótið erum við að spila mjög fínan varnarleik og með því fylgdi fín markvarsla svona heilt yfir allt mótið. Svo er það þetta þegar við náum boltanum þá erum við í bölvuðu basli.“ Hafa ber í huga að íslenska liðið var pressulaust í síðustu tveimur leikjum sínum. „Það er alaveg klárlega þannig að við getum séð það að allt í einu er annað lið inn á vellinum. Menn eru hömlulausari, ekki ragir við eitt eða neitt og láta vaða. Það má alveg spyrja sig hvort andlegi þátturinn sé að spila þar inn í. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, lét gamminn geisa á mótinu. Óheppileg ummæli í garð álitsgjafa. Þetta getur vart talist eðlilegt? „Ég verð nú að segja það að mér finnst það ekki. Það eru allir að horfa, allir að fylgjast með og allir hafa skoðanir á þessu. Hvort sem það eru álitsgjafar eða landsliðsmenn. Það má gagnrýna og þá verða þeir bara að taka það til sín þegar það á rétt á sér. Ef ekki þá verða menn bara að leiða það hjá sér, finnst mér,“ sagði Ásgeir Örn um umræðuna í kringum landsliðið á mótinu. „Það er gaman þegar við erum að deila um þetta, það er gaman þegar við höfum skoðanir á þessu, þannig á þetta að vera. Aftur: maður þarf að geta því og menn þurfa að vera málefnalegir.“ Hvernig sér Ásgeir Örn framhaldið fyrir sér. Guðmundur mun klára sitt verkefni með liðið og það nær fram yfir næsta Evrópumót. „Þegar við tökum þetta núna saman er fullt af merkjum um það að við eigum fína framtíð. Það eru efnilegir og flottir strákar sem eiga bjarta framtíð og ég held að Guðmundur eigi að halda áfram á þau braut sem hann er á. Hann þarf að bæta þá þætti sem misfórust á þessu móti og þá lítur þetta bara vel út.“ Hvað þarf að laga, hvað má bæta, hvar kreppir skóinn? „Varnarleikurinn var góður, nú þarf bara að einbeita sér að sóknarleiknum. Hann bætist augljóslega mikið ef við fáum alla mennina okkar inn. Ef Aron [Pálmarsson] kemur inn þá bætast við mikil gæði sóknarlega.“ „Þurfum að fá fleiri með, bæta hraðaupphlaupin, seinni bylgjuna og almennt flot í sóknarleiknum. Það er það sem ég myndi einblína á,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson að lokum. Klippa: Ásgeir Örn fór yfir frammistöðu Íslands Handbolti Sportpakkinn HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Gaupi: Guðmundur fór því miður fram úr sér Guðjón Guðmundsson segir að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hafi gert mistök er hann baunaði á sérfræðinga HM-stofunnar á RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. 26. janúar 2021 11:00 Vægast sagt óheppileg staða Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. 26. janúar 2021 11:31 „Staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar“ Sérfræðingar HM stofu RÚV svöruðu gagnrýnni Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara eftir tapleikinn gegn Frakklandi. Þeir segja að rök og staðreyndir haldi en ekki tilfinningar. 24. janúar 2021 16:59 Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
„Þetta voru bara virkilega flottir tveir leikir þar sem margt var að ganga upp. Það sem við vorum búnir að kalla eftir – sóknarleikurinn – var glimrandi fínn á köflum. Þetta gaf okkur meiri von og þetta lítur betur út fyrir liðið,“ sagði Ásgeir Örn í viðtali við Gaupa fyrr í dag. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. Ásgeir Örn játti því að það væru framfarir á mörgum stöðum. „Heilt yfir allt mótið erum við að spila mjög fínan varnarleik og með því fylgdi fín markvarsla svona heilt yfir allt mótið. Svo er það þetta þegar við náum boltanum þá erum við í bölvuðu basli.“ Hafa ber í huga að íslenska liðið var pressulaust í síðustu tveimur leikjum sínum. „Það er alaveg klárlega þannig að við getum séð það að allt í einu er annað lið inn á vellinum. Menn eru hömlulausari, ekki ragir við eitt eða neitt og láta vaða. Það má alveg spyrja sig hvort andlegi þátturinn sé að spila þar inn í. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, lét gamminn geisa á mótinu. Óheppileg ummæli í garð álitsgjafa. Þetta getur vart talist eðlilegt? „Ég verð nú að segja það að mér finnst það ekki. Það eru allir að horfa, allir að fylgjast með og allir hafa skoðanir á þessu. Hvort sem það eru álitsgjafar eða landsliðsmenn. Það má gagnrýna og þá verða þeir bara að taka það til sín þegar það á rétt á sér. Ef ekki þá verða menn bara að leiða það hjá sér, finnst mér,“ sagði Ásgeir Örn um umræðuna í kringum landsliðið á mótinu. „Það er gaman þegar við erum að deila um þetta, það er gaman þegar við höfum skoðanir á þessu, þannig á þetta að vera. Aftur: maður þarf að geta því og menn þurfa að vera málefnalegir.“ Hvernig sér Ásgeir Örn framhaldið fyrir sér. Guðmundur mun klára sitt verkefni með liðið og það nær fram yfir næsta Evrópumót. „Þegar við tökum þetta núna saman er fullt af merkjum um það að við eigum fína framtíð. Það eru efnilegir og flottir strákar sem eiga bjarta framtíð og ég held að Guðmundur eigi að halda áfram á þau braut sem hann er á. Hann þarf að bæta þá þætti sem misfórust á þessu móti og þá lítur þetta bara vel út.“ Hvað þarf að laga, hvað má bæta, hvar kreppir skóinn? „Varnarleikurinn var góður, nú þarf bara að einbeita sér að sóknarleiknum. Hann bætist augljóslega mikið ef við fáum alla mennina okkar inn. Ef Aron [Pálmarsson] kemur inn þá bætast við mikil gæði sóknarlega.“ „Þurfum að fá fleiri með, bæta hraðaupphlaupin, seinni bylgjuna og almennt flot í sóknarleiknum. Það er það sem ég myndi einblína á,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson að lokum. Klippa: Ásgeir Örn fór yfir frammistöðu Íslands
Handbolti Sportpakkinn HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Gaupi: Guðmundur fór því miður fram úr sér Guðjón Guðmundsson segir að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hafi gert mistök er hann baunaði á sérfræðinga HM-stofunnar á RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. 26. janúar 2021 11:00 Vægast sagt óheppileg staða Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. 26. janúar 2021 11:31 „Staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar“ Sérfræðingar HM stofu RÚV svöruðu gagnrýnni Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara eftir tapleikinn gegn Frakklandi. Þeir segja að rök og staðreyndir haldi en ekki tilfinningar. 24. janúar 2021 16:59 Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Gaupi: Guðmundur fór því miður fram úr sér Guðjón Guðmundsson segir að Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hafi gert mistök er hann baunaði á sérfræðinga HM-stofunnar á RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi. 26. janúar 2021 11:00
Vægast sagt óheppileg staða Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, viðurkennir að það sé „vægast sagt óheppileg staða“ að þjálfarar karla- og kvennalandsliðs Íslands í handbolta skuli deila hvor á annan í sjónvarpi allra landsmanna. 26. janúar 2021 11:31
„Staðreyndir og rök halda en ekki tilfinningar“ Sérfræðingar HM stofu RÚV svöruðu gagnrýnni Guðmundar Guðmundssonar, landsliðsþjálfara eftir tapleikinn gegn Frakklandi. Þeir segja að rök og staðreyndir haldi en ekki tilfinningar. 24. janúar 2021 16:59
Guðmundur skýtur á sérfræðinga RÚV: „Einhver íslensk minnimáttarkennd sem brýst út“ Guðmundur Guðmundsson sendi handboltasérfræðingum RÚV tóninn í gær og velti því upp hvort of miklar væntingar hefðu áhrif á íslenska landsliðið inni á vellinum á HM í Egyptalandi. 22. janúar 2021 09:54
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti