Handbolti

Mörkin sem hafa ráðið úrslitum í leikjum Hauka og FH undanfarin ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adam Haukur Baumruk lætur vaða í leik Hauka og FH.
Adam Haukur Baumruk lætur vaða í leik Hauka og FH. Vísir/Bára

Haukar og FH bjóða nær alltaf upp á mikla spennuleiki þegar þau mætast. Það þýðir jafnfram dramatískar lokasekúndur.

Það hefur verið mikil spenna í innbyrðisleikjum Hafnarfjarðarliðanna undanfarin ár og það hefur verið skorað úrslitamark í fjórum af síðustu fimm leikjum liðanna.

FH-ingar taka á móti nágrönnum sínum í Haukum í Kaplakrika í kvöld en þetta er ekki aðeins Hafnarfjarðarslagur heldur einnig leikur milli tveggja efstu liða deildarinnar.

Leikur kvöldsins verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan 19.30 en leikurinn svo tíu mínútum síðar.

Klippa: Úrslitamörk úr leikjum FH og Hauka

Í tilefni af leik kvöldsins þá hefur Vísir sett saman myndband með mörkunum fjórum sem hafa ráðið úrslitum í fjórum af síðustu fimm leikjum Hauka og FH.

Í þremur tilfellum tryggði umrætt úrslitamark liði jafntefli en eitt þeirra var sigurmark.

Jöfnunarmörkin skoruðu FH-ingarnir Jóhann Birgir Ingvarsson og Einar Rafn Eiðsson sem og Haukamaðurinn Adam Haukur Baumruk. Sigurmarkið skoraði FH-ingurinn Óðinn Þór Ríkharðsson.

Hér fyrir ofan má sjá myndband með mörkunum sem hafa ráðið úrslitum í leikjum Hauka og FH undanfarin ár.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×