„Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. apríl 2021 11:19 Kvikugangurinn nær frá Nátthaga og að Keili. HÞ Kristín Jónsdóttir eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur segir nýjan kafla að hefjast í eldgosinu í Geldingadölum, nú þegar nýjar sprungur hafa opnast. Hún telur ekki ólíklegt að sprunga opnist áfram í norðaustur og nær Keili. Fólk eigi ekki að vera á ferli á tiltekinni „línu“ til norðausturs sem kvikugangurinn teiknar upp. Nýja sprungan opnaðist um miðnætti. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni í nótt er hún staðsett um 420 metrum norðaustur af upptökum eldgossins í Geldingadölum. Kristín ræddi stöðu mála við gosstöðvarnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nýr kafli í gosinu Hún benti á að eldgosið hefði haldist nokkuð stöðugt í dágóðan tíma eftir að það hófst 19. mars og litlar breytingar orðið á virkninni. Nú væri nýr kafli að hefjast í ljósi þess að ný sprunga opnaðist á mánudag og svo önnur í nótt. „Þannig að það skyldi fara að brotna svona til norðausturs frekar skyndilega er auðvitað nýr kafli í þessari sögu. Þetta er allt á sömu sprungunni, þetta er þessi lína sem gangurinn teiknaði upp fyrir okkur sem nær frá Nátthaga og langleiðina norðaustur að Keili,“ sagði Kristín. Vísindaráð almannavarna hafi bent á frá upphafi að þetta væri líkleg þróun. „Þetta er ekkert að koma upp á „random“ stöðum heldur er þetta að koma upp yfir þessum gangi sem við teiknuðum upp þarna í lok febrúar og skjálftarnir í rauninni teikna upp.“ Kristín Jónsdóttir, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur.Vísir/vilhelm Sprungan opnist áfram til norðausturs Kristín taldi ekki hættu á að sprungur opnuðust á stikuðu gönguleiðinni að gosinu, sem flestir hafa nýtt sér undanfarnar vikur til að komast á svæðið. Hún benti á að svæðið hefði verið rýmt um leið og fregnir bárust af því að hraun væri byrjað að flæða upp um nýja sprungu. „Það eru engar þekktar sprungur fyrir sunnan gosstöðvarnar og svo benda aflögunargögn til þess að gangurinn þar sé enn þá á eins kílómetra dýpi.“ En hvað finnst Kristínu líklegast að gerist næst? „Mér fyndist ekki ólíklegt að sprunga myndi halda áfram að opnast norðausturúr, að hún færi að færa sig nær Keili. Það er eitthvað sem gæti gerst.“ Ragnar Visage Líklega meira hraun að koma upp Þá sagði hún vísindamenn nú vera að reyna að átta sig á umfangi hraunfæðisins, hvort hraunið sem streymdi nú úr nýju sprungunni væri hrein viðbót við það sem flæddi áður eða hvort verulega hefði dregið úr hraunflæði á öðrum stöðum. „Við fáum ekki lokasvar með þetta fyrr en er búið að fljúga yfir og gera almennileg líkön af því rúmmáli sem kemur upp núna. Fyrstu niðurstöður benda til þess að það sé meira að koma upp, að það hafi aðeins dregið úr gosinu í Geldingadölum samfara því að þessar sprungur myndist en í heildina litið erum við að fá meira hraun koma upp og þá líka meira gas, sem er eitt af því sem við þurfum að skoða. Því þá má búast við að mengun í byggð verði meira vandamál en hún hefur verið hingað til.“ Þá yrði líklega engin meiriháttar breyting á stöðu mála ef þróunin verður í norðausturátt eins og búist er við. „Það fer eftir því hversu langt hún [sprungan] nær til norðausturs en á einhverjum tímapunkti fer að renna norður af Fagradalsfjalli og inn á það svæði. En þar erum við aftur með svæði fjarri mannabyggðum, engir vegir eða mikilvægir innviðir akkúrat þar þannig að við erum áfram ágætlega vel sett,“ sagði Kristín. Fólk haldi sig á svæði þar sem aðrir eru En hvað með fyrirvarann sem fólk hefur ef það er statt á svæðinu og eitthvað byrjar að gerast undir niðri? Kristín benti á að fólk ætti ekki að fara langt út fyrir stikuðu gönguleiðina. Þá myndist sprungur áður en byrjar að gjósa upp úr þeim. „Við skulum fyrst vona að það verði ekki þannig. Fólk á ekki að fara inni á svæði sem almannavarnir skilgreina sem hættusvæði. Þarna opnuðust sprungur sem eru töluvert norðar en það svæði sem fólk hefur verið að labba á. Fólk ætti að halda sig á svæði þar sem annað fólk er, ekki vera að labba mjög langt út fyrir svæðið. Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg. Í aðdraganda þess að fer að gjósa upp um sprungurnar þurfa þær fyrst að myndast, þannig það er alltaf komin einhver sprunga sem gýs upp úr.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ný sprunga hefur opnast og hraun rennur inn í Geldingadali Hraun streymir nú úr nýrri sprungu sem sérfræðingar á Veðurstofu Íslands tóku eftir um miðnætti. Erfitt er að greina á þessu stigi hve stór sprungan er. 7. apríl 2021 00:43 Bílastæðin opin en viðbragðsaðilar funda um þróun mála kl. 9 Ekki hefur verið tilkynnt um breytingar á opnun á gossvæðinu í og umhverfis Geldingadali þrátt fyrir þróun mála í nótt. Samkvæmt stöðufærslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum frá því í gærkvöldi stóð til að opna kl. 6 í morgun. 7. apríl 2021 06:38 „Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan“ Kári Rafn Þorbergsson björgunarsveitarmaður frá Hellu er einn fjögurra sem stóð til að stæðu næturvaktina á gosstöðvunum í nótt. Fjölgað hefur í þeim hópi eftir að ný sprunga opnaðist á miðnætti. 7. apríl 2021 01:06 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Nýja sprungan opnaðist um miðnætti. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni í nótt er hún staðsett um 420 metrum norðaustur af upptökum eldgossins í Geldingadölum. Kristín ræddi stöðu mála við gosstöðvarnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nýr kafli í gosinu Hún benti á að eldgosið hefði haldist nokkuð stöðugt í dágóðan tíma eftir að það hófst 19. mars og litlar breytingar orðið á virkninni. Nú væri nýr kafli að hefjast í ljósi þess að ný sprunga opnaðist á mánudag og svo önnur í nótt. „Þannig að það skyldi fara að brotna svona til norðausturs frekar skyndilega er auðvitað nýr kafli í þessari sögu. Þetta er allt á sömu sprungunni, þetta er þessi lína sem gangurinn teiknaði upp fyrir okkur sem nær frá Nátthaga og langleiðina norðaustur að Keili,“ sagði Kristín. Vísindaráð almannavarna hafi bent á frá upphafi að þetta væri líkleg þróun. „Þetta er ekkert að koma upp á „random“ stöðum heldur er þetta að koma upp yfir þessum gangi sem við teiknuðum upp þarna í lok febrúar og skjálftarnir í rauninni teikna upp.“ Kristín Jónsdóttir, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur.Vísir/vilhelm Sprungan opnist áfram til norðausturs Kristín taldi ekki hættu á að sprungur opnuðust á stikuðu gönguleiðinni að gosinu, sem flestir hafa nýtt sér undanfarnar vikur til að komast á svæðið. Hún benti á að svæðið hefði verið rýmt um leið og fregnir bárust af því að hraun væri byrjað að flæða upp um nýja sprungu. „Það eru engar þekktar sprungur fyrir sunnan gosstöðvarnar og svo benda aflögunargögn til þess að gangurinn þar sé enn þá á eins kílómetra dýpi.“ En hvað finnst Kristínu líklegast að gerist næst? „Mér fyndist ekki ólíklegt að sprunga myndi halda áfram að opnast norðausturúr, að hún færi að færa sig nær Keili. Það er eitthvað sem gæti gerst.“ Ragnar Visage Líklega meira hraun að koma upp Þá sagði hún vísindamenn nú vera að reyna að átta sig á umfangi hraunfæðisins, hvort hraunið sem streymdi nú úr nýju sprungunni væri hrein viðbót við það sem flæddi áður eða hvort verulega hefði dregið úr hraunflæði á öðrum stöðum. „Við fáum ekki lokasvar með þetta fyrr en er búið að fljúga yfir og gera almennileg líkön af því rúmmáli sem kemur upp núna. Fyrstu niðurstöður benda til þess að það sé meira að koma upp, að það hafi aðeins dregið úr gosinu í Geldingadölum samfara því að þessar sprungur myndist en í heildina litið erum við að fá meira hraun koma upp og þá líka meira gas, sem er eitt af því sem við þurfum að skoða. Því þá má búast við að mengun í byggð verði meira vandamál en hún hefur verið hingað til.“ Þá yrði líklega engin meiriháttar breyting á stöðu mála ef þróunin verður í norðausturátt eins og búist er við. „Það fer eftir því hversu langt hún [sprungan] nær til norðausturs en á einhverjum tímapunkti fer að renna norður af Fagradalsfjalli og inn á það svæði. En þar erum við aftur með svæði fjarri mannabyggðum, engir vegir eða mikilvægir innviðir akkúrat þar þannig að við erum áfram ágætlega vel sett,“ sagði Kristín. Fólk haldi sig á svæði þar sem aðrir eru En hvað með fyrirvarann sem fólk hefur ef það er statt á svæðinu og eitthvað byrjar að gerast undir niðri? Kristín benti á að fólk ætti ekki að fara langt út fyrir stikuðu gönguleiðina. Þá myndist sprungur áður en byrjar að gjósa upp úr þeim. „Við skulum fyrst vona að það verði ekki þannig. Fólk á ekki að fara inni á svæði sem almannavarnir skilgreina sem hættusvæði. Þarna opnuðust sprungur sem eru töluvert norðar en það svæði sem fólk hefur verið að labba á. Fólk ætti að halda sig á svæði þar sem annað fólk er, ekki vera að labba mjög langt út fyrir svæðið. Það er þessi lína sem liggur til norðausturs sem er hættuleg. Í aðdraganda þess að fer að gjósa upp um sprungurnar þurfa þær fyrst að myndast, þannig það er alltaf komin einhver sprunga sem gýs upp úr.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Ný sprunga hefur opnast og hraun rennur inn í Geldingadali Hraun streymir nú úr nýrri sprungu sem sérfræðingar á Veðurstofu Íslands tóku eftir um miðnætti. Erfitt er að greina á þessu stigi hve stór sprungan er. 7. apríl 2021 00:43 Bílastæðin opin en viðbragðsaðilar funda um þróun mála kl. 9 Ekki hefur verið tilkynnt um breytingar á opnun á gossvæðinu í og umhverfis Geldingadali þrátt fyrir þróun mála í nótt. Samkvæmt stöðufærslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum frá því í gærkvöldi stóð til að opna kl. 6 í morgun. 7. apríl 2021 06:38 „Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan“ Kári Rafn Þorbergsson björgunarsveitarmaður frá Hellu er einn fjögurra sem stóð til að stæðu næturvaktina á gosstöðvunum í nótt. Fjölgað hefur í þeim hópi eftir að ný sprunga opnaðist á miðnætti. 7. apríl 2021 01:06 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Ný sprunga hefur opnast og hraun rennur inn í Geldingadali Hraun streymir nú úr nýrri sprungu sem sérfræðingar á Veðurstofu Íslands tóku eftir um miðnætti. Erfitt er að greina á þessu stigi hve stór sprungan er. 7. apríl 2021 00:43
Bílastæðin opin en viðbragðsaðilar funda um þróun mála kl. 9 Ekki hefur verið tilkynnt um breytingar á opnun á gossvæðinu í og umhverfis Geldingadali þrátt fyrir þróun mála í nótt. Samkvæmt stöðufærslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum frá því í gærkvöldi stóð til að opna kl. 6 í morgun. 7. apríl 2021 06:38
„Þetta er þar sem fólk stóð fyrir viku síðan“ Kári Rafn Þorbergsson björgunarsveitarmaður frá Hellu er einn fjögurra sem stóð til að stæðu næturvaktina á gosstöðvunum í nótt. Fjölgað hefur í þeim hópi eftir að ný sprunga opnaðist á miðnætti. 7. apríl 2021 01:06