Dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir kynþáttaníð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. janúar 2022 13:53 Mennirnir voru dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í desember. Vísir/Vilhelm Tveir ungir karlmenn hafa verið dæmdir í þriggja og sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann vegna kynþáttar hans og húðlitar. Á meðan á árásinni stóð kölluðu þeir manninn ýmsum nöfnum vegna húðlitar hans. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 13. desember síðastliðinn en var birtur á vef dómstólanna í dag. Mennirnir tveir voru sautján og átján ára þegar þeir frömdu líkamsárásina í lok júní 2020 og játuðu hana skýlaust fyrir dómi. Þeir hins vegar höfnuðu bótakröfu brotaþolans, sem fór fram á 925 þúsund krónur í miskabætur. Dómurinn ákvarðaði að hæfilegar miskabætur væru 400 þúsund krónur. Varað er við því að vitnað er í orðbragð hinna dæmdu sem einhverir gætu verið viðkvæmir fyrir. Samkvæmt dómnum tók annar ákærðu brotaþola hálstaki að aftan og hélt honum meðan hinn kastaði að honum stóli og felldi hann síðan í jörðina og hélt honum þar meðan hinn ákærði sparkaði ítrekað í líkama hans. Þá segir í dómi að á meðan á árásinni stóð og eftir að lögregla kom á vettvang hafi þeir kallað brotaþola „skítugan útlending“, „negra“, „svarti negri“, „svarta drasl“, „hann á fullan rétt á að vera laminn, hann er negri“, „svarti negri, drullaðu þér frá Íslandi“, „negra ógeð“, „þetta svarta pakk á ekki að vera á Íslandi“ og „ég sparka í þennan mann, helvítis svertinginn á að fara heim til sín.“ Árásin til þess fallin að valda brotaþola vanlíðan til lengri tíma Afleiðingar líkamsárásarinnar voru þær að brotaþoli hlaut mar á vinstra gagnauga, eymsli við kinnbein vinstra megin, vægari eymsli við kinnbein hægra megin og mikil eymsli á rifjabogum sjö til tólf. Fram kemur í dómnum að játning ákærðu hafi komið þeim til nokkurra málsbóta og einnig var litið til ungs aldurs þeirra. Aftur á móti hafi árásin verið tilefnislaus. Báðir hafa þeir verið dæmdir fyrir önnur brot, annars fyrir þjófnað og að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu, og hins vegar fyrir ýmis eignarspjöld, ofbeldi gegn lögreglu og ýmis umferðarlagabrot. Þá kemur fram í dómnum að framganga mannanna tveggja gegn brotaþola hafi verið tilefnislaus og til þess aflin að valda honum þjáningum, ótta og óþægindum. Þá hafi hún beinst að honum sérstaklega vegna litarhafts og uppruna. Það hafi verið til þess fallið að valda honum óþægindum og vanlíðan til lengri tíma litið, þrátt fyrir að líkamlegar afleiðingar hafi verið óverulegar. Dómsmál Kynþáttafordómar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira
Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 13. desember síðastliðinn en var birtur á vef dómstólanna í dag. Mennirnir tveir voru sautján og átján ára þegar þeir frömdu líkamsárásina í lok júní 2020 og játuðu hana skýlaust fyrir dómi. Þeir hins vegar höfnuðu bótakröfu brotaþolans, sem fór fram á 925 þúsund krónur í miskabætur. Dómurinn ákvarðaði að hæfilegar miskabætur væru 400 þúsund krónur. Varað er við því að vitnað er í orðbragð hinna dæmdu sem einhverir gætu verið viðkvæmir fyrir. Samkvæmt dómnum tók annar ákærðu brotaþola hálstaki að aftan og hélt honum meðan hinn kastaði að honum stóli og felldi hann síðan í jörðina og hélt honum þar meðan hinn ákærði sparkaði ítrekað í líkama hans. Þá segir í dómi að á meðan á árásinni stóð og eftir að lögregla kom á vettvang hafi þeir kallað brotaþola „skítugan útlending“, „negra“, „svarti negri“, „svarta drasl“, „hann á fullan rétt á að vera laminn, hann er negri“, „svarti negri, drullaðu þér frá Íslandi“, „negra ógeð“, „þetta svarta pakk á ekki að vera á Íslandi“ og „ég sparka í þennan mann, helvítis svertinginn á að fara heim til sín.“ Árásin til þess fallin að valda brotaþola vanlíðan til lengri tíma Afleiðingar líkamsárásarinnar voru þær að brotaþoli hlaut mar á vinstra gagnauga, eymsli við kinnbein vinstra megin, vægari eymsli við kinnbein hægra megin og mikil eymsli á rifjabogum sjö til tólf. Fram kemur í dómnum að játning ákærðu hafi komið þeim til nokkurra málsbóta og einnig var litið til ungs aldurs þeirra. Aftur á móti hafi árásin verið tilefnislaus. Báðir hafa þeir verið dæmdir fyrir önnur brot, annars fyrir þjófnað og að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu, og hins vegar fyrir ýmis eignarspjöld, ofbeldi gegn lögreglu og ýmis umferðarlagabrot. Þá kemur fram í dómnum að framganga mannanna tveggja gegn brotaþola hafi verið tilefnislaus og til þess aflin að valda honum þjáningum, ótta og óþægindum. Þá hafi hún beinst að honum sérstaklega vegna litarhafts og uppruna. Það hafi verið til þess fallið að valda honum óþægindum og vanlíðan til lengri tíma litið, þrátt fyrir að líkamlegar afleiðingar hafi verið óverulegar.
Dómsmál Kynþáttafordómar Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Fleiri fréttir Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Sjá meira