Handbolti

Sví­þjóð mætir Spáni í úr­slitum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hingað og ekki lengra.
Hingað og ekki lengra. EPA-EFE/Tibor Illyes HUNGARY

Svíþjóð vann Frakkland í síðari undanúrslitaleik Evrópumótsins í handbolta, lokatölur 34-33 Svíum í vil.

Svíar byrjuðu leikinn betur og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, staðan 17-14 er liðin gengu til búningsherbergja. 

Svíar héldu þeirri forystu nær allan síðari hálfleik en undir lok leiks gerðu Frakkar sitt besta til að knýja fram framlengingu en allt kom fyrir ekki og Svíþjóð er komið í úrslit Evrópumótsins eftir eins marks sigur, 34-33.

Hetja leiksins var markvörður Svía, Andreas Palicka, en hann átti stórbrotna markvörslu í blálokin.

Jim Gottfridsson var markahæstur í liði Svía með níu mörk. Þar á eftir kom Lucas Pellas með sjö mörk. Hjá Frakklandi voru Hugo Descat og Aymeric Minne markahæstir með átta mörk hvor.

Svíþjóð og Spánn mætast í úrslitum EM á sunnudaginn. Frakkland mætir Danmörku í leiknum um bronsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×