Sjá ekki hvernig Efling geti varið hag annarra sem lenda í hópuppsögnum Tryggvi Páll Tryggvason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 27. apríl 2022 23:40 Anna Sigurlína Tómasdóttir og Ólöf Helga Adolfsdóttir. Vísir Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður starfsfólks Kjörís í Hveragerði hjá Eflingu telur að félagsfundur stéttarfélagsins í kvöld sýni að félagið sé klofið. Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins, vonast til þess að þeir sem séu ósáttir með hópuppsagnirnir leiti ekki á önnur mið, heldur berjist fyrir breytingum innan félagsins. Fjölmennur félagsfundur Eflingar var haldinn í kvöld þar sem meðal annars var tekin afstaða til þess hvort draga ætti umdeildar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar til baka. Nokkur hiti var á fundinum en svo fór að tillagan var felld með 152 atkvæðum gegn 106. Anna Sigurlína var ein af þeim sem fór fram á að fundurinn yrði haldinn og lagði hún fram tillöguna um að uppsagnirnar yrðu dregnar til baka. Aðspurð um andrúmsloftið á fundinum segir hún að orðræðan hafi veri hvöss á milli andstæðra fylkinga. „Það er mjög klofið félagið, að mínu mati. Ég upplifi það þannig,“ segir Anna Sigurlína í samtali við fréttastofu. Erfitt að sjá stéttarfélagið verja hag annarra sem lenda í því sama Hún segist hafa tekið ákvörðun um að yfirgefa stéttarfélagið. Hún ætlar að hefja viðræður við önnur stéttarfélög um að taka við ósáttum félagsmönnum Eflingar „Ég hef tekið þá ákvörðun að ég mun óska eftir því að önnur félög muni taka við okkur félagsmönnun sem að sjáum okkur kleift að vera lengur hjá Eflingu,“ segir hún. Hún segir að frá hennar sjónarhólið snúist þetta ekki um tilteknar persónur sem sitji í stjórn félagsins, það sé einfaldlega óverjandi að stéttarfélag standi fyrir hópuppsögn. „Okkur finnst erfitt að sjá stéttarfélag sem fram með þessum hætti, að það geti varið hag okkar ef við lendum í því sama.“ Hvetur félagsmenn til að vera virkari Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins og mótframbjoðandi Sólveigar Önnu í nýafstöðnum formannskosningum Eflingar segist telja að hávær minnihluti hafi haft betur á fundinum, í ljósi þess að um fimm hundruð manns hafi krafist þess að fundur yrði haldinn en um helmingur þess fjölda mætt á fundinn. „Þetta var hávær minnihluti að ég held. Við vorum með tæpar fimm hundruð undirskriftir en því miður voru margir sem hefðu viljað koma á fundinn á föstudeginum eins og við báðum um að hafa fundinn en gátu ekki fengið sig lausa í dag,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Ólöf Helga er á sama máli og Anna Sigurlína varðandi hópuppsagnirnar og segir þær senda út slæm skilaboð. Sólveig Anna Jónsdóttir og Ólöf Helga Adolfsdóttir kepptust um formannsembætti Eflingar.Vísir/Vilhelm. „Ég held að þetta sé gífurlega alvarlegt og muni hafa miklar afleiðingar. Þarna er Efling búið að sýna fram á það að við styðjum hópuppsagnir. Okkur finnst ekkert að því að hópuppsagnir séu fyrsta úrræðið. Mér finnst það mjög alvarlegt. Maður spyr sig svolítið hversu alvarlega atvinnurekendur geta tekið okkur þegar við förum að mótmæla hópuppsögnum annars staðar,“ segir hún. Ólíkt Önnu Sigurlínu ætlar Ólöf Helga þó ekki að yfirgefa Eflinu. Hún segist þó skilja þá sem það vilji gera. „Ég skil það mjög vel. Ég skil þá hugsun og ef að fólk gerir þá bara gerir það. Ég vona að fólk sjái þann kost að halda áfram í félaginu og beita sér frekar innan félagsins. Við erum með trúnaðarráð. Við getum alltaf kallað saman félagsfund. Það er hægt að bjóða sig fram í stjórn og svo framvegis. Þannig að vera bara virkari því að félagsmenn sannarlega hafa valdið ef þeir sækjast eftir því. Við erum eigendur félagsins þannig að þó að stjórnin hafi umboð frá okkur þá þýðir það ekki að við getum ekki gripið í taumana þegar okkur er ofboðið.“ Hvetur hún félagsmenn Eflingar til að vera virkari í störfum félagsins. „Það eru fleiri mál eftir þetta. Ef að allir sem eru ósammála Sólveigu segja sig úr félaginu þá færðu engu fram, þá nærðu ekki að breyta þessu. Þú þarft að vera á staðnum, þú þarft mæta, þú þarft að mótmæla, þú þarft að knýja fram þær breytingar sem þú vilt sjá.“ Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. 27. apríl 2022 22:18 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Fjölmennur félagsfundur Eflingar var haldinn í kvöld þar sem meðal annars var tekin afstaða til þess hvort draga ætti umdeildar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar til baka. Nokkur hiti var á fundinum en svo fór að tillagan var felld með 152 atkvæðum gegn 106. Anna Sigurlína var ein af þeim sem fór fram á að fundurinn yrði haldinn og lagði hún fram tillöguna um að uppsagnirnar yrðu dregnar til baka. Aðspurð um andrúmsloftið á fundinum segir hún að orðræðan hafi veri hvöss á milli andstæðra fylkinga. „Það er mjög klofið félagið, að mínu mati. Ég upplifi það þannig,“ segir Anna Sigurlína í samtali við fréttastofu. Erfitt að sjá stéttarfélagið verja hag annarra sem lenda í því sama Hún segist hafa tekið ákvörðun um að yfirgefa stéttarfélagið. Hún ætlar að hefja viðræður við önnur stéttarfélög um að taka við ósáttum félagsmönnum Eflingar „Ég hef tekið þá ákvörðun að ég mun óska eftir því að önnur félög muni taka við okkur félagsmönnun sem að sjáum okkur kleift að vera lengur hjá Eflingu,“ segir hún. Hún segir að frá hennar sjónarhólið snúist þetta ekki um tilteknar persónur sem sitji í stjórn félagsins, það sé einfaldlega óverjandi að stéttarfélag standi fyrir hópuppsögn. „Okkur finnst erfitt að sjá stéttarfélag sem fram með þessum hætti, að það geti varið hag okkar ef við lendum í því sama.“ Hvetur félagsmenn til að vera virkari Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi varaformaður félagsins og mótframbjoðandi Sólveigar Önnu í nýafstöðnum formannskosningum Eflingar segist telja að hávær minnihluti hafi haft betur á fundinum, í ljósi þess að um fimm hundruð manns hafi krafist þess að fundur yrði haldinn en um helmingur þess fjölda mætt á fundinn. „Þetta var hávær minnihluti að ég held. Við vorum með tæpar fimm hundruð undirskriftir en því miður voru margir sem hefðu viljað koma á fundinn á föstudeginum eins og við báðum um að hafa fundinn en gátu ekki fengið sig lausa í dag,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Ólöf Helga er á sama máli og Anna Sigurlína varðandi hópuppsagnirnar og segir þær senda út slæm skilaboð. Sólveig Anna Jónsdóttir og Ólöf Helga Adolfsdóttir kepptust um formannsembætti Eflingar.Vísir/Vilhelm. „Ég held að þetta sé gífurlega alvarlegt og muni hafa miklar afleiðingar. Þarna er Efling búið að sýna fram á það að við styðjum hópuppsagnir. Okkur finnst ekkert að því að hópuppsagnir séu fyrsta úrræðið. Mér finnst það mjög alvarlegt. Maður spyr sig svolítið hversu alvarlega atvinnurekendur geta tekið okkur þegar við förum að mótmæla hópuppsögnum annars staðar,“ segir hún. Ólíkt Önnu Sigurlínu ætlar Ólöf Helga þó ekki að yfirgefa Eflinu. Hún segist þó skilja þá sem það vilji gera. „Ég skil það mjög vel. Ég skil þá hugsun og ef að fólk gerir þá bara gerir það. Ég vona að fólk sjái þann kost að halda áfram í félaginu og beita sér frekar innan félagsins. Við erum með trúnaðarráð. Við getum alltaf kallað saman félagsfund. Það er hægt að bjóða sig fram í stjórn og svo framvegis. Þannig að vera bara virkari því að félagsmenn sannarlega hafa valdið ef þeir sækjast eftir því. Við erum eigendur félagsins þannig að þó að stjórnin hafi umboð frá okkur þá þýðir það ekki að við getum ekki gripið í taumana þegar okkur er ofboðið.“ Hvetur hún félagsmenn Eflingar til að vera virkari í störfum félagsins. „Það eru fleiri mál eftir þetta. Ef að allir sem eru ósammála Sólveigu segja sig úr félaginu þá færðu engu fram, þá nærðu ekki að breyta þessu. Þú þarft að vera á staðnum, þú þarft mæta, þú þarft að mótmæla, þú þarft að knýja fram þær breytingar sem þú vilt sjá.“
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. 27. apríl 2022 22:18 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Felldu tillögu um að draga hópuppsagnir til baka: „Brennum ekki húsið okkar“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hvatti félagsmenn til að styðja kjörna forystu Eflingar, á félagsfundi félagsins á Hlíðarenda sem nú stendur yfir. Sólveig Anna gagnrýndi harkalega þá félagsmenn sem hafa gagnrýnt hana undanfarnar vikur. Tillaga um að draga hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar var felld á fundinum. 27. apríl 2022 22:18