Vinnumarkaður

Fréttamynd

And­lega upp­sögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“

„Það hljómar svo sem ágætlega að 34 til 36% starfsfólks á vinnumarkaði séu virkir starfsmenn sem svo sannarlega skila sínu, “segir Jón Jósafat Björnsson um niðurstöður sem kynntar voru á vinnustofu sem Dale Carnegie hélt í samvinnu við Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, fyrir skömmu.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Sam­þykktu verk­fall með yfir­burðum

Á hádegi í dag lauk kosningu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, um boðun verkfalls vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. 87,9 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já og að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir þann 10. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

At­vinnuþátt­taka kvenna og karla

Í ár er kvennaár á Íslandi. Á fimmta tug samtaka hafa tekið höndum saman um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga.

Skoðun
Fréttamynd

„Þú vinnur eftir hentug­leika á þeim stað­setningum sem henta“

„Það er mikilvægt að detta ekki ofan í þá gryfju að ein leið hentar öllum; þetta snýst allt um fólk og ef þau eru að skila sínum verkefnum vel, eru að vinna vel með sínu teymi og öll eru sátt við vinnuumhverfið, þá er markmiðinu náð,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs Samkaupa.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hópuppsögn hjá Sidekick Health

Sidekick Health hefur tilkynnt um fækkun í starfsmannahópi félagsins um 55 stöðugildi, sem jafngildir um 20 prósent starfsmanna. Því er um hópuppsögn að ræða. Af þeim eru 22 stöðugildi hér á landi en önnur erlendis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórn Virðingar mót­mælir ó­sönnum full­yrðingum í fjöl­miðlum

Stjórn Virðingar stéttarfélags mótmælir í yfirlýsingu ósönnum fullyrðingum sem félagið segir sett fram í fjölmiðlum um stofnun félagsins. Fjallað var um það fyrr í dag að lögregla hafi verið kölluð til í Kringlunni þegar forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar stóðu að mótmælum við Finnsson Bistro í Kringlunni í hádeginu. Ástæða mótmælanna er tengsl staðarins við félagið Virðingu, sem Efling segir gervistéttarfélag.

Innlent
Fréttamynd

„Við förum alltaf í ein­hvern átakagír“

Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, telur að aðilar vinnumarkaðar ættu að nýta næstu fjögur árin til að komast að samkomulagi um nýtt verklag við gerð nýrra kjarasamninga. Verklag sem gæti skapað sátt svo að allir gangi sáttir að og frá samningaborðinu.

Innlent
Fréttamynd

Að­för að réttindum verka­fólks

Það er með miklum ólíkindum að við séum komin á þann stað árið 2024 að fyrirtæki í veitingarekstri, SVEIT, skuli sjá ástæðu til þess að stofna með sér gervi stéttarfélag „Virðingu“ til þess eins að brjóta niður lágmarksréttindi verkafólks á íslenskum vinnumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“

„Við héldum málþing um þessi samskipti vinnuveitenda við stéttarfélögin því sú staða kemur reglulega upp að velta má fyrir sér; Hvor rétturinn er mikilvægari, vinnurétturinn eða vinnuverndin?“ segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs, samtaka mannauðsfólks á Íslandi.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ætt­fræði þrætu­epli í deilu sem enn harðnar

Stéttarfélagið Efling segir forsvarsmenn Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri og stéttarfélagsins Virðingar á harðahlaupum undan sjálfum sér. Síðarnefndu félögin saka Eflingu og áróður, árósir og vankunnáttu í ættfræði. Þá eigi Efling hagsmuna upp á milljarða að gæta.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­völd verða að standa með þo­l­endum mansals – níu mánuðum síðar

Í sumarbyrjun tókst að koma öllum ætluðum þolendum Quang Lé í (tímabundið) var. Með dugnaði þeirra sjálfra, ásamt samstilltu átaki verkalýðshreyfingarinnar, Vinnumálastofnunar, velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Bjarkarhlíðar, tókst að grípa hópinn, finna störf fyrir þau og tryggja þannig grundvöll fyrir dvöl þeirra í landinu til eins árs.

Skoðun
Fréttamynd

„Laun og kjör eru ekki það sama“

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir gott að það sé verið að ræða mun á launum og kjörum opinberra starfsmanna og þeirra sem starfa í einkageiranum. Það sé þó áríðandi að það hafi allir sömu gögn og séu að bera saman sömu hlutina. Umræðan sé ekki á þeim stað í dag. Það þurfi að leggja áherslu á að finna sameiginlegan stað fyrir alla til að standa á.

Innlent
Fréttamynd

Segir hótunum beitt í stað laga­legra leiða

Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri SVEIT, Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði, sakar Eflingu um að beita hótunum og að henda fram ósannindum í umræðuna í stað þess að leita lagalegra leiða til að koma í veg fyrir að SVEIT semji við stéttarfélagið Virðingu. Efling segir Virðingu gervistéttarfélag og samning SVEIT og Virðingar að engu hafandi.

Innlent
Fréttamynd

Segir Við­skipta­ráð haldið þrá­hyggju

Formaður Bandalags Háskólamanna gefur lítið fyrir nýja úttekt Viðskiptaráðs Íslands á kjörum opinberra starfsmanna. Viðskiptaráð segir opinbera starfsmenn njóta að jafnaði nítján prósent betri kjara en starfsmenn á almennum markaði. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara komið til að vera“

Nemendur með þroskahömlun og annars konar fötlun útskrifuðust úr splunkunýju námi í dag frá ellefu símenntunarmiðstöðvum um allt land. Nemendur sem ræddu við fréttastofu segjast hafa lært mikið og námið hafa verið skemmtilegt. Nokkrir eru þegar búnir að fá atvinnuviðtöl og -tilboð. 

Innlent
Fréttamynd

Máli Sigur­línar á hendur Ríkis­út­varpinu vísað frá

Máli Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur, sem flutti táknmálsfréttir í sjónvarpi í 36 ár, á hendur Ríkisútvarpinu hefur verið vísað frá dómi. Hún vildi fá staðfest að vinnusamband hennar við RÚV hefði verið launþegasamband en ekki verktakavinna.

Innlent
Fréttamynd

Fram­koma SVEIT sé „svívirði­leg at­laga að réttindum launa­fólks“

Stjórn VR fordæmir atlögu atvinnurekenda innan SVEIT, samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði, að réttindum og kjörum launafólks á Íslandi. Stjórn VR tekur heilshugar undir gagnrýni Eflingar og SGS á SVEIT og hvatningu um að sniðganga félagið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VR en stjórn samþykkti ályktun um þetta í gær.

Innlent