Sakfelld fyrir að féfletta heilabilaðar systur á tíræðisaldri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. apríl 2022 16:38 Rosio er dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til þess að endurgreiða systrunum þá fjárhæð sem hún er sakfelld fyrir að hafa dregið sér frá þeim. Vísir/Vilhelm Rosio Berta Calvi Lozano var í dag sakfelld fyrir að hafa féflett tvær systur með heilabilun á tíræðisaldri. Rosio var dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og hún dæmd til að endurgreiða systrunum tæpar 76 milljónir króna. Systurnar tvær eru fæddar árin 1928 og 1929 í Skagafirði og hafa þær alla tíð verið nánar. Þær áttu til að mynda fimm íbúðir í Reykjavík, þar af tvær þeirra saman, allar á sömu hæð í sömu blokk. Eldri systirin var búsett hér á landi alla tíð en sú yngri bjó lengi vel í Bandaríkjunum þar sem hún starfaði lengi vel. Á þeim árum annaðist sú eldri öll hennar fjármál er vörðuðu fasteignir hennar. Málið var til aðalmeðferðar í héraðsdómi í mars og kom þar fram að þegar yngri systirin flutti aftur heim til Íslands árið 2006 hafi hún glímt við alkóhólisma og stuttu síðar verið lögð inn á hjúkrunarheimili á Sauðárkróki. Eldri systirin hafi þá fengið umboð til að sinna öllum hennar fjármálum. Upp tókst vinátta með eldri systurinni og Rosio einhvern tíma fyrir árið 2010 en þær urðu mjög nánar upp úr 2012. Það ár fékk Rosio umboð frá eldri systurinni til að aðstoða hana við fjármál hennar og með því fékk hún einnig umboðið sem eldri systirin hafði frá þeirri yngri. Rosio var gert að sök að hafa frá 2012 til 2017 dregið sér samtals 23,3 milljónir króna af bankareikningi yngri systurinnar, sem hún átt í litlum samskiptum við, með notkun debetkorta sem voru tend bankareikningi systurinnar. Þá var hún ákærð fyrir að hafa dregið sér samtals 54 milljónir króna af bankareikningi yngri systurinnar með úttektum í reiðufé og gjaldeyriskaupum, sem hún ráðstafaði í eigin þágu og fjölskyldu sinnar. Hún var þar að auki ákærð fyrir að hafa dregið sér 3,7 milljónir króna með notkun á greiðslukortum sem tengd voru bankareikningi eldri systurinnar og að hafa millifært 480 þúsund krónur af bankareikningi eldri systurinnar á eigin reikning. Finnur Vilhjálmsson saksóknari í málinu staðfestir í samtali við fréttastofu, en dómurinn hefur ekki verið birtur, að Rosio hafi verið sakfelld fyrir fjóra af sjö ákæruliðum. Hún hafi verið sakfelld umboðssvik vegna beggja systra en sýknuð af ákæru um peningaþvætti og fjárdrátt. Hún var einnig sýknuð af ákæru um gripdeild og misneytingu til þess að fá eldri systurina til að útbúa sameiginlega erfðaskrá fyrir þær systur þess efnis að Rocio skyldi erfa allar þeirra eignir að þeim látnum. Dómsmál Eldri borgarar Efnahagsbrot Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Sjá meira
Systurnar tvær eru fæddar árin 1928 og 1929 í Skagafirði og hafa þær alla tíð verið nánar. Þær áttu til að mynda fimm íbúðir í Reykjavík, þar af tvær þeirra saman, allar á sömu hæð í sömu blokk. Eldri systirin var búsett hér á landi alla tíð en sú yngri bjó lengi vel í Bandaríkjunum þar sem hún starfaði lengi vel. Á þeim árum annaðist sú eldri öll hennar fjármál er vörðuðu fasteignir hennar. Málið var til aðalmeðferðar í héraðsdómi í mars og kom þar fram að þegar yngri systirin flutti aftur heim til Íslands árið 2006 hafi hún glímt við alkóhólisma og stuttu síðar verið lögð inn á hjúkrunarheimili á Sauðárkróki. Eldri systirin hafi þá fengið umboð til að sinna öllum hennar fjármálum. Upp tókst vinátta með eldri systurinni og Rosio einhvern tíma fyrir árið 2010 en þær urðu mjög nánar upp úr 2012. Það ár fékk Rosio umboð frá eldri systurinni til að aðstoða hana við fjármál hennar og með því fékk hún einnig umboðið sem eldri systirin hafði frá þeirri yngri. Rosio var gert að sök að hafa frá 2012 til 2017 dregið sér samtals 23,3 milljónir króna af bankareikningi yngri systurinnar, sem hún átt í litlum samskiptum við, með notkun debetkorta sem voru tend bankareikningi systurinnar. Þá var hún ákærð fyrir að hafa dregið sér samtals 54 milljónir króna af bankareikningi yngri systurinnar með úttektum í reiðufé og gjaldeyriskaupum, sem hún ráðstafaði í eigin þágu og fjölskyldu sinnar. Hún var þar að auki ákærð fyrir að hafa dregið sér 3,7 milljónir króna með notkun á greiðslukortum sem tengd voru bankareikningi eldri systurinnar og að hafa millifært 480 þúsund krónur af bankareikningi eldri systurinnar á eigin reikning. Finnur Vilhjálmsson saksóknari í málinu staðfestir í samtali við fréttastofu, en dómurinn hefur ekki verið birtur, að Rosio hafi verið sakfelld fyrir fjóra af sjö ákæruliðum. Hún hafi verið sakfelld umboðssvik vegna beggja systra en sýknuð af ákæru um peningaþvætti og fjárdrátt. Hún var einnig sýknuð af ákæru um gripdeild og misneytingu til þess að fá eldri systurina til að útbúa sameiginlega erfðaskrá fyrir þær systur þess efnis að Rocio skyldi erfa allar þeirra eignir að þeim látnum.
Dómsmál Eldri borgarar Efnahagsbrot Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Sjá meira