„Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er“ Snorri Másson skrifar 2. september 2022 19:33 Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt það er að fjórtán hjúkrunarfræðingar hafi sagt upp störfum á bráðamóttöku Landspítala. Þetta segja tveir hjúkrunarfræðinganna. Uppsögn var að þeirra sögn síðasta úrræðið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sagt er frá því að hjúkrunarfræðingar segi starfi sínu lausu vegna álags á Landspítalanum. En í þetta skiptið er það verulegur hluti hjúkrunarfræðinga á sjálfri bráðamóttökunni. „Það hefur ekkert verið hlustað, þannig að nú bara er komið nóg,“ sagði Soffía Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingur í samtali við fréttastofu. Fjórtán eru að hætta og það eru ekki nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, að sögn Berglindar. „Þær sem eru að fara, þetta eru það sem við köllum naglarnir, sleggjurnar á bráðamóttökunni, þær eru farnar. Við segjum bara liggur við: Guð blessi Ísland. Þetta er mjög alvarlegt. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er,“ segir Berglind. Berglind Gestsdóttir og Soffía Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingar hafa unnið í átta ár á bráðamóttöku Landspítala en sögðu skilið við vinnustaðinn um mánaðamótin.Vísir/Egill Hjúkrunarfræðingarnir gefa lítið fyrir ummæli Runólfs Pálssonar forstjóra Landspítala um að betri staða sé í vændum og að unnið sé að úrbótum. Það sé orðið of seint. Þær tilkynntu um uppsögn sína í febrúar, þannig að þetta hefur lengi vofað yfir. „Jú, svo núna segir hann þetta í september, þannig að ég hef enn þá trú og ég bíð og ég vona,“ segir Soffía. „Við höfum bara heyrt þetta áður,“ segir Berglind. Það sem þyrfti væri að sögn hjúkrunarfræðinganna hærri laun og fleira starfsfólk. Ella, segja þær, halda fleiri á önnur mið. „Það er slegist um okkur út um allt. Það vantar hjúkrunarfræðinga alls staðar. Og hjúkrunarfræðingar sem eru búnir að vinna á bráðamóttökunni, geta unnið alls staðar,“ segir Soffía. Að óbreyttu taka aðrar fjórtán uppsagnir gildi næstu mánaðamót. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki fleiri á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma Framkvæmdastjórn Landspítala hefur tekið ákvörðun um að ekki skuli fleiri liggja á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma. Þetta er tilraun til þess að létta af álagi á bráðamóttöku. 23. ágúst 2022 15:33 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Sjá meira
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sagt er frá því að hjúkrunarfræðingar segi starfi sínu lausu vegna álags á Landspítalanum. En í þetta skiptið er það verulegur hluti hjúkrunarfræðinga á sjálfri bráðamóttökunni. „Það hefur ekkert verið hlustað, þannig að nú bara er komið nóg,“ sagði Soffía Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingur í samtali við fréttastofu. Fjórtán eru að hætta og það eru ekki nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, að sögn Berglindar. „Þær sem eru að fara, þetta eru það sem við köllum naglarnir, sleggjurnar á bráðamóttökunni, þær eru farnar. Við segjum bara liggur við: Guð blessi Ísland. Þetta er mjög alvarlegt. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er,“ segir Berglind. Berglind Gestsdóttir og Soffía Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingar hafa unnið í átta ár á bráðamóttöku Landspítala en sögðu skilið við vinnustaðinn um mánaðamótin.Vísir/Egill Hjúkrunarfræðingarnir gefa lítið fyrir ummæli Runólfs Pálssonar forstjóra Landspítala um að betri staða sé í vændum og að unnið sé að úrbótum. Það sé orðið of seint. Þær tilkynntu um uppsögn sína í febrúar, þannig að þetta hefur lengi vofað yfir. „Jú, svo núna segir hann þetta í september, þannig að ég hef enn þá trú og ég bíð og ég vona,“ segir Soffía. „Við höfum bara heyrt þetta áður,“ segir Berglind. Það sem þyrfti væri að sögn hjúkrunarfræðinganna hærri laun og fleira starfsfólk. Ella, segja þær, halda fleiri á önnur mið. „Það er slegist um okkur út um allt. Það vantar hjúkrunarfræðinga alls staðar. Og hjúkrunarfræðingar sem eru búnir að vinna á bráðamóttökunni, geta unnið alls staðar,“ segir Soffía. Að óbreyttu taka aðrar fjórtán uppsagnir gildi næstu mánaðamót.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki fleiri á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma Framkvæmdastjórn Landspítala hefur tekið ákvörðun um að ekki skuli fleiri liggja á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma. Þetta er tilraun til þess að létta af álagi á bráðamóttöku. 23. ágúst 2022 15:33 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Sjá meira
Ekki fleiri á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma Framkvæmdastjórn Landspítala hefur tekið ákvörðun um að ekki skuli fleiri liggja á göngum bráðamóttöku en fimmtán á hverjum tíma. Þetta er tilraun til þess að létta af álagi á bráðamóttöku. 23. ágúst 2022 15:33