Heilbrigðismál

Fréttamynd

Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint mis­rétti“

Forstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði lýsir misrétti af hálfu heilbrigðisyfirvalda þar sem heilbrigðisráðuneytirð hyggist ekki veita stofnuninni nægilegt fjármagn. Hann segir stofnunarinnar segir starfsfólkið orðið útkeyrt og húsnæðið er úr sér gengið.

Innlent
Fréttamynd

Lág laun og á­lag í starfs­um­hverfi valda skorti á fag­fólki

Árum saman hafa heilbrigðisstéttir hér á landi varað við því að stærsta auðlind heilbrigðiskerfisins, starfsfólkið, fari þverrandi. Í heimsfaraldrinum afhjúpaðist þessi staða og vert er að minna á að það er ekki heilbrigðiskerfinu sjálfu að þakka hversu vel Ísland kom út úr faraldrinum heldur fagfólkinu sem þar starfar.

Skoðun
Fréttamynd

Vítamínmarkaðurinn á Ís­landi eins og villta vestrið

Næringarfræðingur segir vítamínmarkaðinn á Íslandi vera orðinn eins og villta vestrið og leggur áherslu á gagnrýna hugsun neytenda. Mikið af vítamíni sem er til sölu sé með alls kyns aukaefnum sem geta verið skaðleg í miklu magni. Það mikilvægasta sé að borða fjölbreyttan og næringarríkan mat í stað þess að leita auðveldra lausna í töfluformi.

Innlent
Fréttamynd

Hvar á ég heima? Að­gengi fólks með POTS að heil­brigðis­þjónustu

Það að greinast með ólæknandi heilkenni er áfall. Það hefur áhrif á þá sem greinast og fólkið í kringum þau hvort sem er fjölskyldu, vini, samstarfsfólk eða aðra. POTS er ólæknandi heilkenni og með heilkenni er átt við samansafn af einkennum og lífeðlisfræðilegum breytingum sem koma saman en orsakir heilkennisins geta verið mismunandi.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Land­spítalans í Foss­vogi

Samþykkt var á fundi umhverfis- og skipulagsráðs að kynna lýsingu nýs deiliskipulags í Fossvogi svo hægt verði að hefja byggingu á nýju geðsviði Landspítalans á auðri lóð við hlið gamla Borgarspítalans. Áætlað er að byggingin verði 24 þúsund fermetrar og uppbyggingin kosti um 22,2 milljarða. 

Innlent
Fréttamynd

Ný­burar fæðast í nikótínfráhvörfum

Dæmi eru um að Vökudeild Landspítalans hafi þurft að sinna nýburum með fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður á meðgöngu. Þessi börn krefjist meiri inngripa og eru með lengri sjúkrahúslegu en önnur börn.

Innlent
Fréttamynd

Heil­brigðis­kerfi Ís­lands - Látum verkin tala!

Sem læknir er ómögulegt að taka ekki sífellt eftir leiðum til að gera gott heilbrigðiskerfi enn betra. Ísland býr að frábæru heilbrigðisstarfsfólki sem vinnur dag og nótt af mikilli elju, en álagið er mikið, biðlistar langir og víða er mannekla.

Skoðun
Fréttamynd

Slökkvum ekki Ljósið

Í fyrsta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur stendur til að skerða stuðning til mikilvægra sjálfseignarstofnanna um hálfan milljarð króna. Þar er ráðist harðast að Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem greinist með krabbamein, en skera á niður stuðning til Ljóssins um 200 milljónir króna. Kaldar kveðjur inn í bleikan október.

Skoðun
Fréttamynd

Yfir­læknir gagn­rýnir aug­lýsingu gegn lyfi við RS-veiru

Valtýr Thors, yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann, segir heilbrigðisstarfsfólk á spennt að hefja notkun á nýju mótefni við RS-veirunni. Hann segir fullyrðingar hagsmunahóps um að lyfið hafi farið í hraðferð við leyfisveitingu ekki standast og að góð reynsla hafi myndast á notkun lyfsins á bæði Frakklandi og á Spáni.

Innlent
Fréttamynd

Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli

Sýklasótt (sepsis) er lífshættulegt ástand sem myndast vegna blöndu áhrifa alvarlegrar sýkingar og viðbragða ónæmiskerfisins. Hún getur þróast hratt og valdið líffærabilun og dauða ef ekki er gripið hratt inn í. Rannsóknir sýna að með hverri klukkustund sem líður án viðeigandi meðferðar minnka lífslíkur sjúklings verulega.

Skoðun
Fréttamynd

Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar

Deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins biðlar til stjórnvalda um að gefa Ylju neyslurými þær 12-15 milljónir sem upp á vantar til að hægt sé að reka neyslurýmið alla daga ársins. Það sé samfélagslegt verkefni að bjóða þeim sem leita til þeirra upp á öryggt rými sjö daga vikunnar.

Innlent
Fréttamynd

Ó­á­sættan­legt hversu margir falla fyrir eigin hendi

Heilbrigðiskerfið þarf að vera aðgengilegra þeim sem glíma við andleg veikindi að mati biskups Íslands. Hún segir óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi og miður að sjálfsvígum hafi ekki fækkað þrátt fyrir opnari umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19

Ekki verður ráðist í átak í bólusetningum gegn Covid-19 samhliða inflúensubólusetningum haustsins, heldur verður fylgst náið með veikindum á sjúkrastofnunum og hvatt til bólusetninga ef tilefni reynist til.

Innlent
Fréttamynd

Segir danska kerfið þurfa að líta á Græn­lendinga sem jafningja

Lykkjumálinu svokallaða er ekki lokið með afsökunarbeiðni forsætisráðherra Danmerkur til grænlenskra kvenna. Hin íslensk-grænlenska Inga Dóra Guðmundsdóttir segir eitthvað rotið innan danska ríkisins og það eigi enn eftir að gera upp fordóma sína í garð Grænlendinga.

Erlent
Fréttamynd

Biðin sem (enn) veikir og tekur

Fyrir ári síðan skrifaði ég þessa grein sem á enn við þar sem ekkert hefur breyst annað en að fleiri einstaklingar sem greinst hafa með heilabilun hafa ekki fengið viðeigandi úrræði og fjölgað á biðlistum.

Skoðun
Fréttamynd

„Eins og að fá hnefa­högg í and­litið“

„Mér finnst í raun eins og ég og mín heilsa skipti bara ekki máli. Öll mín orka hefur farið í þetta mál og ég skal viðurkenna að oft hef ég spáð í því af hverju ég er að standa í því að senda inn þessar kvartanir,“ segir Stefanía Hrund Guðmundsdóttir en hún þurfti að eigin sögn að berjast í átta ár til að fá viðeigandi læknishjálp vegna hnéverkja. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fékk Stefanía ekki tilvísun til bæklunarlæknis fyrr en faðir hennar hringdi og krafðist þess og kom þá í ljós verulegur skaði sem krafðist aðgerðar.

Innlent
Fréttamynd

„Geta verið dauðs­föll, þú veist ekkert hvað er í þessu“

Forstjóri Lyfjastofnunar varar fólk við aukinni ógn ólöglegra lyfja sem eru auglýst á samfélagsmiðlum sem þyngdarstjórnunarlyf. Lyfin eru mögulega í umferð hér á landi en dæmi eru um að þyngdarstjórnunarlyf gangi kaupum og sölum á Facebook-síðum innan landsteinanna.

Innlent
Fréttamynd

Öllum börnum undir sex mánaða boðin for­vörn gegn RS veiru

Öllum ungbörnum undir sex mánaða aldri verður boðin forvörn gegn RS veirusýkingu frá og með október næstkomandi. RS-veiran er algeng orsök öndunarfærasýkinga, sem leggst sérstaklega þungt á börn á fyrsta aldursári, og veldur árlega fjölda innlagna á sjúkrahús hérlendis og erlendis. Frá þessu er greint á vef embættis landlæknis.

Innlent
Fréttamynd

Gulur septem­ber

Líkt og síðustu ár er septembermánuður tileinkaður sjálfsvígsforvörnum. Markmið átaksins, sem kennt er við Gulan september, er að vekja athygli á geðheilbrigðismálum og efla forvarnir gegn sjálfsvígum.

Skoðun
Fréttamynd

Gekkst undir að­gerð vegna húðkrabbameins

Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gekkst nýlega undir aðgerð á höfði til að fjarlægja húðkrabbamein. Þetta staðfestir talsmaður hans í kjölfar þess að myndir voru birtar af Biden með sár á höfðinu.

Erlent