Innlent

Guð­laugur Þór telur sig van­hæfan og stígur til hliðar

Árni Sæberg skrifar
Bjarni Benediktsson mun hlaupa í skarðið fyrir Guðlaug Þór.
Bjarni Benediktsson mun hlaupa í skarðið fyrir Guðlaug Þór.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, mun víkja sæti þegar fjallað verður um kæru dótturfélags bandarísks loftlagsfyrirtækis á hendur Umhverfisstofnun innan ráðuneytisins. Bjarni Benediktsson mun hlaupa í skarðið fyrir hann.

Katrín Jakobsdóttir tilkynnti setningu Bjarna í ráðherraembætti Guðlaugs Þórs á ríkisstjórnarfundi á föstudag, í tengslum við stjórnsýslukæru fyrirtækisins Running Tide Iceland gegn Umhverfisstofnun. Þetta segir í frétt RÚV um málið.

Þar segir að Guðlaugur Þór telji sig vanhæfan til þess að fjalla um kæru fyrirtæksins vegna viljayfirlýsingar sem hann skrifaði undir, ásamt tveimur öðrum ráðherrum, í mars á síðasta ári. Hún hafi verið vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar kolefnisförgunarverkefnis á vegum Running Tide Iceland, sem er dótturfélag bandaríska nýsköpunar-og loftslagsfyrirtæksins Running Tide.

Þá hefur Ríkisútvarpið eftir Kristni Árna L. Hróbjartssyni, framkvæmdastjóra Running Tide Iceland, að félagið hafi sent inn stjórnsýslukæru sem snúi að túlkun laga vegna einstaks þáttar í rannsóknaráætlun fyrirtækisins sem það hafi fengi leyfi fyrir síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×