Innlent

Fjar­lægðu skráningar­merki af bíl og fengu tvo eftir­lýsta í kaup­bæti

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Mennirnir gistu fangageymslur lögreglu.
Mennirnir gistu fangageymslur lögreglu. Vísir/Vilhelm

Nokkuð forvitnileg uppákoma átti sér stað í gærkvöldi eða nótt þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var á ferðinni og veitti því athygli að skráningarmerki á bifreið tilheyrði öðru ökutæki.

Að því er fram kemur í yfirliti lögreglu segir að eigandi bifreiðarinnar hafi komið út þegar verið var að fjarlægja skráningarmerkið af bílnum. Sá reyndist eftirlýstur og var handtekinn. Annar einstaklingur kom út stuttu síðar og var eftirlýstur vegna sama máls og hinn og var einnig handtekinn.

Lögregla lagði í framhaldinu hald á bifreiðina þar sem grunur leikur á að í henni sé þýfi. Báðir handteknu voru vistaðir í fangageymslum.

Skráningarmerki voru fjarlægð af tveimur öðrum bifreiðum í nótt. Þá bárust lögreglu tilkynningar um líkamsárás í póstnúmerinu 112 og þjófnað úr verslun í póstnúmerinu 108.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×