Tilkynnt um grunsamlega menn með hnífa Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júlí 2023 08:09 Lögreglan sinnti fjölda ölvunartengdra mála í nótt. Þá barst henni fjöldi tilkynninga um grunsamlegar mannaferðir. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir/Kolbeinn Tumi Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í nótt. Tilkynningar bárust um grunsamlegar mannaferðir víða um bæinn, þar á meðal tilkynning um grunsamlega menn með hnífa. Þá var mikið af ölvunartengdum málum og nokkur slagsmál. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Fjöldi ökumanna var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum og vegna símanotkunar undir stýri. Lögreglunni barst tilkynning um grunsamlega einstaklinga með hnífa. Lögregla fann þá ekki eftir leit. Þá barst fjöldi af tilkynningum almennt um grunsamlegar mannaferðir enda hefur innbrotahrinu herjað á höfuðborgarsvæðið. Einstaklingur óskaði eftir aðstoð lögreglu og kvað hóp fólks hafa kastað glerflöskum í átt að sér en sloppið við að fá þær í sig. Lögreglan ræddi við meinta glerflöskugrýtara og var málið klárað á vettvangi. Einnig var tilkynnt um þjófnað í íþróttamiðstöð. Málið er til rannsóknar en ekki kemur fram hvar sú íþróttamiðstöð er. Of mikil ölvun Lögreglu bárust nokkrar tilkynningar um einstaklinga í annarlegu ástandi sem voru til ama. Tilkynnt var um ölvaðan einstakling sem ráfaði á milli veitingastaða í miðborginni og áreitti gesti. Lögreglan ræddi við viðkomandi og gekk hann síðan leiðar sinnar. Annar einstaklingur var sakaður um hótanir í garð starfsfólks á veitingastað. Þá voru nokkrir sem höfðu ekki gætt sín á Bakkusi. Einn slíkur hafði sofnað ölvunarsvefni utandyra og var vakinn af lögreglu. Annar ölvaður einstaklingur sem gat ekki valdið sér sjálfur fékk aðstoð við að koma sér heim. Sá þriðji var vistaður í fangaklefa vegna brots á áfengislögum. Slagsmál á ölhúsum Aðstoðar lögreglu var óskað vegna slagsmála á ölhúsi í Breiðholtinu og var einn fluttur á slysadeild vegna slagsmálanna. Einnig barst lögreglu tilkynning um slagsmál á ölhúsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Þá varð umferðaróhapp þar sem ekið var á grindverk. Einn einstaklingur var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til frekari aðhlynningar en ekki er vitað hver meiðsli hans eru. Lögreglumál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Fjöldi ökumanna var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum og vegna símanotkunar undir stýri. Lögreglunni barst tilkynning um grunsamlega einstaklinga með hnífa. Lögregla fann þá ekki eftir leit. Þá barst fjöldi af tilkynningum almennt um grunsamlegar mannaferðir enda hefur innbrotahrinu herjað á höfuðborgarsvæðið. Einstaklingur óskaði eftir aðstoð lögreglu og kvað hóp fólks hafa kastað glerflöskum í átt að sér en sloppið við að fá þær í sig. Lögreglan ræddi við meinta glerflöskugrýtara og var málið klárað á vettvangi. Einnig var tilkynnt um þjófnað í íþróttamiðstöð. Málið er til rannsóknar en ekki kemur fram hvar sú íþróttamiðstöð er. Of mikil ölvun Lögreglu bárust nokkrar tilkynningar um einstaklinga í annarlegu ástandi sem voru til ama. Tilkynnt var um ölvaðan einstakling sem ráfaði á milli veitingastaða í miðborginni og áreitti gesti. Lögreglan ræddi við viðkomandi og gekk hann síðan leiðar sinnar. Annar einstaklingur var sakaður um hótanir í garð starfsfólks á veitingastað. Þá voru nokkrir sem höfðu ekki gætt sín á Bakkusi. Einn slíkur hafði sofnað ölvunarsvefni utandyra og var vakinn af lögreglu. Annar ölvaður einstaklingur sem gat ekki valdið sér sjálfur fékk aðstoð við að koma sér heim. Sá þriðji var vistaður í fangaklefa vegna brots á áfengislögum. Slagsmál á ölhúsum Aðstoðar lögreglu var óskað vegna slagsmála á ölhúsi í Breiðholtinu og var einn fluttur á slysadeild vegna slagsmálanna. Einnig barst lögreglu tilkynning um slagsmál á ölhúsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Þá varð umferðaróhapp þar sem ekið var á grindverk. Einn einstaklingur var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild til frekari aðhlynningar en ekki er vitað hver meiðsli hans eru.
Lögreglumál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira