Innlent

Dagur hyggst bjóða Kjöt­borgar­bræðrum í kaffi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Dagur B. rifjar upp að hann hafi fært þeim Kjötborgarbræðrum fyrsta laxinn úr Elliðaránum árið 2014 þegar þeir voru heiðraðir sem Reykvíkingar ársins.
Dagur B. rifjar upp að hann hafi fært þeim Kjötborgarbræðrum fyrsta laxinn úr Elliðaránum árið 2014 þegar þeir voru heiðraðir sem Reykvíkingar ársins.

Dagur B. Eggerts­son, borgar­stjóri, hyggst bjóða eig­endum Kjöt­borgar, bræðrunum Gunnari og Kristjáni Jónas­sonum til sín í kaffi. Hann vill skoða lausnir vegna gjald­skyldu við búð bræðranna að er­lendri fyrir­mynd.

Þetta kemur fram í færslu borgar­stjórans á sam­fé­lags­miðlinum Face­book. Frétta­stofa ræddi í gær við Gunnar Jónas­son, annan eig­anda Kjöt­borgar, verslunar á Ás­valla­götu. Gjaldsklydu­tími í bíla­stæðum mið­svæðis í Reykja­vík lengdist í gær og borga þarf meira á á­kveðnum stöðum.

Þeir bræður eru afar ó­sáttir við að þurfa að greiða í stæð i við verslunina og að nú sé dýrara fyrir þá að mæta til vinnu. Dagur vill finna lausn á málinu.

Segir stækkun gjaldskyldusvæðis til­komna vegna fjölgunar bíla­leigu­bíla

„Bíla­stæða gjöldin og stækkun gjald­svæði eru til komin meðal annars vegna mikillar fjölgunar bíla­leigu­bíla og lang­tíma geymslu á bílum í í­búða­hverfum ná­lægt mið­borginni. Komið er á móts við íbúa með í­búa­kortum,“ skrifar Dagur.

Hann segir það hár­rétta á­bendingu að skyn­sam­legt geti verið að finna lausnir fyrir rekstrar­aðila sem falla undir nær­þjónustu. Það sé sannar­lega stefna borgarinnar að efla hana.

„Kaup­maðurinn á horninu er mjög mikil­vægur til að gera hverfin sjálf­bær. Það eru til ein­hverjar fyrir­myndir að lausnum i þessu í er­lendum borgum sem við hljotum að geta skoðað hratt og vel. En fyrsta skref er að bjóða þeim bræðrum í kaffi og fara yfir málin. Kjöt­borg lengi lifi!“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×