„Það er kúnst að spila þessa leiki líka og við höfum kannski ekki beint mikla reynslu af því“ Kári Mímisson skrifar 11. október 2023 22:31 Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. VÍSIR / PAWEL Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var að vonum sáttur með 18 marka sigur liðsins á Lúxemborg nú í kvöld. Það varð snemma ljóst í hvað stefndi en Arnar segir að stelpurnar hafi spilað leikinn vel. „Ég er bara sáttur, ánægður að klára þetta svona vel. Við vissum það svo sem fyrir fram að við værum sterkara liðið en það er kúnst að spila þessa leiki líka og við höfum ekki kannski ekki beint mikla reynslu af því. Það var þolinmæði í þessu hjá okkur, agi, við stöndum vörnina vel og það koma inn nýjar stelpur sem skiluðu sínu. Þannig að ég er bara ánægður með allt“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta strax að leik loknum. Spurður að því hvort hann hafi fengið einhver svör eftir leikinn segir hann leikinn hafa gefið liðinu mikið þó svo að getumunurinn hafi verið mikill. Nýjar stelpur hafi fengið tækifæri og þær hafi staðið fyrir sínu. „Allt skilar þetta einhverju. Við fáum ákveðin svör út úr þessum leik eins og að við erum að keyra inn nýjar stelpur inn varnarlega. Fáum Berglindi inn aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Við spiluðum Katrínu Tinnu í hafsentinn í stöðu sem að Steinunn Björnsdóttir hefur átt með Sunnu. Við erum að fá helling út úr þessu, getum tekið mikið með okkur og svo gerðum við þetta mjög fagmannlega.“ Hörkuleikur framundan gegn Færeyjum Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Færeyjum á sunnudag. Arnar segir að það beri að varast Færeyinga sem séu í mikilli framför. Hann bendir á að liðið sé skipað fullt af stelpum sem séu að spila í sterkum liðum og hafa þar stór hlutverk. „Við erum að fara í hörkuleik á sunnudaginn. Það er búið að vera að tala um skyldusigur sem er svona orð sem mér þykir ekkert alltof skemmtilegt en það á bara alls ekki við núna. Færeyingarnir eru í gríðarlegri framför og við sjáum það alls staðar. Þeir eru að ná góðum árangri í félagsliða fótboltanum karla megin. Við sjáum það í handboltanum í yngri landsliðunum karla megin líka en þar eru að koma upp ofboðslega sterkir leikmenn og við höfum verið að tapa fyrir þeim núna í undir 20 ára og undir 18 ára. Þeir eru komnir með strák til Kiel og eru með annan mjög efnilegan, Óli Mittún en við mætum systur hans til dæmis á sunnudaginn. Þannig að Færeyingarnir eru að gera margt gott og eru að vinna ofboðslega góða vinnu sem að ég held að við getum svolítið horft til þar sem þeir eru að skila hverjum leikmanninum á fætur öðrum. Það sama er að gerast kvenna megin þar sem þeir eru með fimm stelpur í bestu deild heims og allar í hlutverki hjá sínum liðum. Þeir eru með stelpu í markinu hjá Follo í norsku úrvalsdeildinni. Þannig að þetta eru allt leikmenn sem eru að spila, eru í hlutverki þannig að þetta eru alvöru leikmenn og alvöru lið sem við erum að fara að mæta. Auðvitað ætlum við að fara til Færeyja og vinna þann leik en til þess þurfum við góða frammistöðu.“ Það var fjölmennt í stúkunni í dag en stelpurnar voru vel studdar af áhorfendum. Hversu mikið gefur þetta ykkur? „Það er auðvitað frábært og ég er virkilega stoltur af því hvað það var góð mæting hér í dag. Lúxemborg er ekki hátt skrifað en ég er ótrúlega stoltur af mætingunni og eiginlega hálf hrærður yfir henni. Fyrir stelpurnar þá skiptir þetta alveg gríðarlegu máli og maður fann það strax í upphituninni. Þetta hjálpaði okkur mjög mikið“ sagði Arnar að lokum. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
„Ég er bara sáttur, ánægður að klára þetta svona vel. Við vissum það svo sem fyrir fram að við værum sterkara liðið en það er kúnst að spila þessa leiki líka og við höfum ekki kannski ekki beint mikla reynslu af því. Það var þolinmæði í þessu hjá okkur, agi, við stöndum vörnina vel og það koma inn nýjar stelpur sem skiluðu sínu. Þannig að ég er bara ánægður með allt“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta strax að leik loknum. Spurður að því hvort hann hafi fengið einhver svör eftir leikinn segir hann leikinn hafa gefið liðinu mikið þó svo að getumunurinn hafi verið mikill. Nýjar stelpur hafi fengið tækifæri og þær hafi staðið fyrir sínu. „Allt skilar þetta einhverju. Við fáum ákveðin svör út úr þessum leik eins og að við erum að keyra inn nýjar stelpur inn varnarlega. Fáum Berglindi inn aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Við spiluðum Katrínu Tinnu í hafsentinn í stöðu sem að Steinunn Björnsdóttir hefur átt með Sunnu. Við erum að fá helling út úr þessu, getum tekið mikið með okkur og svo gerðum við þetta mjög fagmannlega.“ Hörkuleikur framundan gegn Færeyjum Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Færeyjum á sunnudag. Arnar segir að það beri að varast Færeyinga sem séu í mikilli framför. Hann bendir á að liðið sé skipað fullt af stelpum sem séu að spila í sterkum liðum og hafa þar stór hlutverk. „Við erum að fara í hörkuleik á sunnudaginn. Það er búið að vera að tala um skyldusigur sem er svona orð sem mér þykir ekkert alltof skemmtilegt en það á bara alls ekki við núna. Færeyingarnir eru í gríðarlegri framför og við sjáum það alls staðar. Þeir eru að ná góðum árangri í félagsliða fótboltanum karla megin. Við sjáum það í handboltanum í yngri landsliðunum karla megin líka en þar eru að koma upp ofboðslega sterkir leikmenn og við höfum verið að tapa fyrir þeim núna í undir 20 ára og undir 18 ára. Þeir eru komnir með strák til Kiel og eru með annan mjög efnilegan, Óli Mittún en við mætum systur hans til dæmis á sunnudaginn. Þannig að Færeyingarnir eru að gera margt gott og eru að vinna ofboðslega góða vinnu sem að ég held að við getum svolítið horft til þar sem þeir eru að skila hverjum leikmanninum á fætur öðrum. Það sama er að gerast kvenna megin þar sem þeir eru með fimm stelpur í bestu deild heims og allar í hlutverki hjá sínum liðum. Þeir eru með stelpu í markinu hjá Follo í norsku úrvalsdeildinni. Þannig að þetta eru allt leikmenn sem eru að spila, eru í hlutverki þannig að þetta eru alvöru leikmenn og alvöru lið sem við erum að fara að mæta. Auðvitað ætlum við að fara til Færeyja og vinna þann leik en til þess þurfum við góða frammistöðu.“ Það var fjölmennt í stúkunni í dag en stelpurnar voru vel studdar af áhorfendum. Hversu mikið gefur þetta ykkur? „Það er auðvitað frábært og ég er virkilega stoltur af því hvað það var góð mæting hér í dag. Lúxemborg er ekki hátt skrifað en ég er ótrúlega stoltur af mætingunni og eiginlega hálf hrærður yfir henni. Fyrir stelpurnar þá skiptir þetta alveg gríðarlegu máli og maður fann það strax í upphituninni. Þetta hjálpaði okkur mjög mikið“ sagði Arnar að lokum.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti