Mættu mótherjunum á göngunum Valur Páll Eiríksson skrifar 28. nóvember 2023 18:07 Landsliðið mætt á sína fyrstu æfingu í Stafangri. HSÍ/Kjartan Vídó Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lenti í Stafangri í Noregi í dag eftir stutt 45 mínútna flug frá höfuðborginni Osló. Liðið æfði þar saman í Íþróttahöll Stafangurs, líkt og hún er kölluð, síðdegis – sem er þó ekki keppnishöllin hjá liðinu á HM. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Heimsmeistaramótið hefst á morgun og fara tveir leikir fram hér í borg er keppni í C-riðli hefst. Suður-Kórea mætir Austurríki og búast má við húsfylli í DNB-höllinni þegar Noregur, undir styrkri stjórn Þóris Hergeirssonar, mætir Grænlandi í Norðurlandaslag. Ísland hefur ekki leik fyrr en á fimmtudag og mætir þar liði Slóveníu. Slóvenska liðið æfði milli fjögur og fimm að staðartíma í Íþróttahöllinni í dag áður en íslenska liðið tók við á slaginu fimm. Áttu liðin því góða skiptingu í íþróttahúsinu seinni partinn. Það var létt yfir hópnum og afslöppuð stemning er liðið ferðaðist ásamt fréttamönnum frá Osló yfir til Stafangurs í dag. Allir leikmenn eru klárir í slaginn. Þær sem undirritaður ræddi við í dag eru sammála um að æfingamótið í Lillehammer síðustu helgi hafi reynst dýrmæt reynsla fyrir það sem koma skal. Úrslitin þar hafi litlu máli skipt. Leikmenn eru búnir að hrista úr sér mesta skrekkinn fyrir verkefnið stóra sem fram undan er. Fyrsta heimsmeistaramótið í tólf ár fram undan og spennan eykst með hverri mínútunni sem líður að stóru stundinni þegar Ísland hefur leik gegn Slóveníu á fimmtudaginn kemur. Hitað upp á æfingu dagsins.HSÍ/Kjartan Vídó Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Heimsmeistaramótið hefst á morgun og fara tveir leikir fram hér í borg er keppni í C-riðli hefst. Suður-Kórea mætir Austurríki og búast má við húsfylli í DNB-höllinni þegar Noregur, undir styrkri stjórn Þóris Hergeirssonar, mætir Grænlandi í Norðurlandaslag. Ísland hefur ekki leik fyrr en á fimmtudag og mætir þar liði Slóveníu. Slóvenska liðið æfði milli fjögur og fimm að staðartíma í Íþróttahöllinni í dag áður en íslenska liðið tók við á slaginu fimm. Áttu liðin því góða skiptingu í íþróttahúsinu seinni partinn. Það var létt yfir hópnum og afslöppuð stemning er liðið ferðaðist ásamt fréttamönnum frá Osló yfir til Stafangurs í dag. Allir leikmenn eru klárir í slaginn. Þær sem undirritaður ræddi við í dag eru sammála um að æfingamótið í Lillehammer síðustu helgi hafi reynst dýrmæt reynsla fyrir það sem koma skal. Úrslitin þar hafi litlu máli skipt. Leikmenn eru búnir að hrista úr sér mesta skrekkinn fyrir verkefnið stóra sem fram undan er. Fyrsta heimsmeistaramótið í tólf ár fram undan og spennan eykst með hverri mínútunni sem líður að stóru stundinni þegar Ísland hefur leik gegn Slóveníu á fimmtudaginn kemur. Hitað upp á æfingu dagsins.HSÍ/Kjartan Vídó
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti