Veður

Dregur úr vindi og ofankomu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Maður á göngu í Heiðmörk í haustlitunum.
Maður á göngu í Heiðmörk í haustlitunum. Vísir/Vilhelm

Í dag er búist við því að það dragi smám saman úr vindi og ofankomu. Víða verði norðan gola síðdegis og dálítil væta á norðaustanverðu landinu, en bjartviðri sunnan- og vestanlands.

Þetta kemur fram í textaspá Veðurstofunnar. Þar segir að svipað veður verði á morgun, en áttin verði norðvestlæg og dálítil rigning eða slydda eftir hádegi fyrir norðan.

Þá verði áfram norðlæg átt á föstudag og dálítil væta af og til í flestum landshlutum.

Hiti verði fimm til tíu stig að deginum sunnan- og vestantil, en svalara verði á Norður- og Austurlandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Norðan- og norðaustan 3-10. Rigning eða súld með köflum sunnan- og vestanlands og hiti 2 til 7 stig. Dálítil slydda eða snjókoma norðaustantil, en þurrt að kalla seinnipartinn. Frost 0 til 4 stig.

Á laugardag:

Austlæg átt 3-10 og víða rigning sunnan- og vestanlands, en líklega slydda eða snjókoma norðaustanlands seinni partinn. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:

Norðan 8-15, hvassast á Austurlandi. Styttir upp sunnan- og vestantil, en snjókoma um landið norðaustanvert. Hiti víða í kringum frostmark, en allt að 5 stiga hiti við suðurströndina.

Á mánudag:

Breytileg átt 3-8. Bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Kalt í veðri.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir suðvestlæga átt og hlýnar í veðri. Rigning sunnan- og vestanlands en lengst af þurrt norðaustantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×