Veður

Hægir suð­vestan­vindar og yfir­leitt bjart­viðri

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður yfirleitt fimm til tólf stig að deginum, en líkur á næturfrosti inn til landsins.
Hiti verður yfirleitt fimm til tólf stig að deginum, en líkur á næturfrosti inn til landsins. Vísir/Vilhelm

Hæðarhryggur er nú yfir landinu sem þokast norðaustur og má yfirleitt reikna með hægum suðvestanvindum, en kalda og sums staðar strekkingi á Vestfjörðum.

Á vef Veðurstofunnar segir að það lægi heldur í kvöld.

„Yfirleitt bjartviðri og sums staðar léttskýjað, en skýjað og dáliltar skúrir norðvestantil. Hiti yfirleitt 5 til 12 stig að deginum, en líkur á næturfrosti inn til landsins.

Á morgun, föstudag er útlit fyrir hæga austlæga átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en smá vætu við suðurströndina. Áfram hæglætisveður og lítilsháttar rigning sunnan- og vestantil á laugardag, en snýst í norðlæga átt á sunnudag og fer að kólna í veðri, einkum fyrir norðan,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Fremur hæg austanátt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 6 til 11 stig.

Á laugardag: Suðaustlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og dálítil væta víða um land, en þurrt að kalla á Norður- og Ausutrlandi. Hiti 5 til 10 stig.

Á sunnudag (haustjafndægur): Norðan 5-13 m/s og dálítil rigning eða slydda, en að mestu þurrt sunnan heiða. Heldur kólnandi veður.

Á mánudag: Hæg breytileg átt og yfirleitt bjartviðri. Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst.

Á þriðjudag og miðvikudag: Útlit fyrir að ákveðna norðanátt með slyddu eða snjókomu, en yfirleitt úrkomulaust sunnantil. Svalt í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×