Handbolti

Fréttamynd

Dagur: Stoltur en svekktur

Dagur Sigurðsson sagðist vera stoltir af sínum mönnum þrátt fyrir tap Füchse Berlin fyrir Kiel í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir tap sinna manna fyrir Kiel.

Handbolti
Fréttamynd

Alexander: Vonandi fáum við AG

Alexander Petersson var vitanlega svekktur með niðurstöðuna eftir leik sinna manna í Füchse Berlin gegn Kiel í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Hitað upp fyrir Final Four | Myndir

Um 20 þúsund manns munu í dag troðfylla hina glæsilegu Lanxess-höll í Köln þegar undanúrslit Meistaradeildar Evrópu fara fram. Mikil stemning var fyrir utan höllina þar sem stuðningsmenn hituðu upp.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir: Togaði í að fá að spila í Meistaradeildinni og að vinna titla

Þórir Ólafsson og félagar í Vive Targi Kielce urðu um helgina pólskir meistarar í handbolta eftir 27-25 sigur á Wisla Plock Ssa í þriðja leik lokaúrslitanna. Þórir var markahæstur í liði Kielce með sex mörk en liðið vann úrslitaeinvígið 3-0. Þórir er því tvöfaldur meistari á sínu fyrsta ári með pólska liðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir pólskur meistari í handbolta

Þórir Ólafsson og félagar í Vive Targi Kielce urðu nú áðan pólskir meistarar í handbolta eftir 27-25 sigur á Wisla Plock Ssa í þriðja leik lokaúrslitanna. Þórir var markahæstur í liði Kielce með sex mörk en liðið vann úrslitaeinvígið 3-0, fyrstu tvo leikina á heimavelli og svo þriðja leikinn á útivelli í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Mikilvægur sigur hjá Füchse Berlin

Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin færðust í kvöld skrefi nær því að tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.

Handbolti
Fréttamynd

Rut og Þórey nálgast bronsið

Þórey Rut Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir skoruðu sitt markið hvor þegar að lið þeirra, Team Tvis Holstebro, vann fyrri leikinn gegn Midtjylland um bronsverðlaun dönsku úrvalsdeildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Guif komst ekki í úrslitaleikinn

Kristján Andrésson og lærisveinar hans í sænska liðinu Guif eru úr leik í úrslitakeppninni þar í landi eftir naumt tap fyrir Kristianstad í undanúrslitum, 34-33.

Handbolti
Fréttamynd

Heldur mögnuð sigurganga Heidi Löke áfram?

Heidi Löke, línumaður norska kvennalandsliðsins í handbolta sem og ungverska liðsins Györ, þekkir lítið annað en að vinna gull með sínum liðum og hefur sigurganga hennar undanfarin þrjú tímabil verið lyginni líkast, bæði með félagsliði sínu og landsliði.

Handbolti
Fréttamynd

Frábær byrjun AG tryggði sigur

Danska ofurliðið AG frá Kaupmannahöfn tryggði sér í kvöld fyrsta sætið í sínum riðli í úrslitakeppni danska handboltans. AG lagði þá Aarhus 31-28.

Handbolti
Fréttamynd

AG sker niður launakostnað

Jesper Nielsen, eigandi AG í Kaupmannahöfn, segir að félagið muni lækka launakostnað talsvert eftir að tímabilinu lýkur í vor.

Handbolti
Fréttamynd

Kiel flaug áfram í undanúrslitin

Kiel var síðasta liðið sem tryggði sætið sitt í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag þegar liðið bar sigur úr býtum, 33-27, gegn Croatia Zabreb á heimavelli.

Handbolti
Fréttamynd

GUIF tapaði með einu marki

Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í sænska liðinu GUIF eru í hörkueinvígi gegn Kristianstad í undanúrslitum sænska handboltans. GUIF vann fyrsta leikinn með tveggja marka mun en tapaði öðrum leiknum í dag með einu marki, 32-31.

Handbolti
Fréttamynd

Hvidt fer ekki í leikbann

Kasper Hvidt fer ekki í leikbann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leik AG og Barcelona í kvöld og missir því ekki af seinni leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Handbolti
Fréttamynd

AG fór létt með Barcelona á Parken

21 þúsund áhorfendur fylgdust með viðureign AG og Barcelona í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dönsku meistararnir áttu frábæran leik og unnu, 29-23. Aðsóknarmett var sett á Parken í kvöld en öll umgjörð leiksins var glæsileg.

Handbolti