Handbolti

Fréttamynd

Þjóðverjar unnu í Austurríki - úrslitaleikur í Höllinni á sunnudag

Þjóðverjar tryggðu sér í kvöld farseðilinn í úrslitakeppni Evrópumótsins í Serbíu eftir öruggan átta marka sigur á Austurríki, 28-20 í Innsbruck. Ísland og Austurríki geta ekki bæði komist upp fyrir Þýskaland hvernig sem lokaumferðin spilast og því er ljóst að þýska liðið er komið áfram.

Handbolti
Fréttamynd

Naumur en nauðsynlegur sigur á Lettum í Lettlandi

Íslenska handboltalandsliðið vann fjögurra marka sigur á Lettum í Lettlandi, 29-25, í undankeppni EM 2012 sem fer fram í Serbíu í byrjun næsta árs. Íslenska liðið varð að vinna leikinn til að eiga möguleika á því að komast áfram. Það skiptir einnig miklu máli hvernig leikur Austurríkis og Þýskalands fer en hann er að hefjast í Austurríki.

Handbolti
Fréttamynd

Aron Pálmarsson ekki með gegn Lettlandi

Aron Pálmarsson er á leið heim til Íslands í meðferð á meiðslum sínum. Hann verður því fjarri góðu gamni þegar landsliðið mætir Lettum í lykilleik í undankeppni EM 2012 í handknattleik á morgun. Ólafur Bjarki Ragnarsson leikmaður HK hefur verið kallaður inn í hópinn í stað Arons.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir samdi við pólska stórliðið Kielce

Þórir Ólafsson, landsliðsmaður í handbolta, hefur gert tveggja ára samning við Pólska stórliðið Kielce. Þórir sem leikið hefur með þýska 1.deildarliðinu Lübbecke síðastliðin ár er fyrsti Íslendingurinn sem semur við Kielce.

Handbolti
Fréttamynd

Stelpurnar unnu stærsta sigurinn í umspilinu

Íslenska kvennalandsliðið vann stærsta sigurinn í öllum átta umspilsleikjunum sem fóru fram um helgina í undankeppni HM handbolta kvenna. Úrslitakeppnin fer fram í Brasilíu í desember næstkomandi og aðeins stórslys kemur í veg fyrir að íslenska liðið verði þar eftir 19 marka sigur á Úkraínu. Næststærsti sigurinn var 16 marka sigur Svartfellinga á Tékkum.

Handbolti
Fréttamynd

Arna Sif skiptir um lið í dönsku deildinni

Landsliðslínumaðurinn Arna Sif Pálsdóttir er búin að finna sér nýtt lið í dönsku úrvalsdeildinni en hún er búin að semja við Aalborg DH liðið eftir að hafa spilað með Team Esbjerg á síðasta tímabilið.

Handbolti
Fréttamynd

Þórir bara í þriðja sæti í kjöri IHF á besta þjálfara ársins

Þórir Hergeirsson, þjálfari Evrópumeistara Noregs í kvennaflokki, var í þriðja sæti á kjöri IHF á besta þjálfara ársins 2010 en kosning fór fram á heimasíðu Alþjóða handboltasambandsins. Það voru frönsku landsliðsþjálfararnir, Claude Onesta og Olivier Krumbholz, sem fengu flest atkvæði í kjörinu í ár.

Handbolti
Fréttamynd

Kvaddi Sviss með viðeigandi hætti

Björgvin Páll Gústavsson varð í gær svissneskur meistari með Kadetten Schaffhausen, annað árið í röð. Reyndar unnu Björgvin og félagar alla titlana sem í boði voru í vetur, rétt eins og í fyrra.

Handbolti
Fréttamynd

Kristinn farinn í mál við félag sitt í Noregi

Handknattleiksmaðurinn Kristinn Björgúlfsson er ekkert í allt of góðum málum í Noregi. Félag hans, Oppsal, hefur sagt upp samningi sínum við Kristin en það sættir hann sig ekki við og ætlar í hart við félagið.

Handbolti
Fréttamynd

Fögnuður AGK á Parken - myndir

Það var mikil gleði hjá Arnóri Atlasyni, Snorra Steini Guðjónssyni og félögum þeirra í danska handboltaliðinu AGK er liðið tryggði sér danska meistaratitilinn í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri: Ég bað Jesper um að leigja Anfield næst

"Þetta var meiriháttar gaman. Magnaður dagur. Frábært að verða meistari og ekki verra að setja heimsmet í leiðinni. Það er töff," sagði nýbakaður danskur meistari í handknattleik, Snorri Steinn Guðjónsson, við Vísi.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór: Algjör draumur að lyfta bikarnum á Parken

"Ég brosi bara hringinn. Þetta er búinn að vera geggjaður dagur. Ég held ég eigi aldrei eftir að upplifa það aftur að spila handbolta fyrir framan 36 þúsund manns," sagði afar kátur fyrirliði AGK, Arnór Atlason, í samtali við Vísi.

Handbolti
Fréttamynd

Gaupi: Þetta var súrrealískt

Íþróttafréttamaðurinn Guðjón "Gaupi" Guðmundsson var á meðal 36.211 áhorfenda á Parken í Kaupmannahöfn í dag þegar AGK tryggði sér danska meistaratitilinn í handbolta. Hann var þar mættur til þess að fylgjast með syni sínum, Snorra Steini, sem átti flotta innkomu í meistaraliðið í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór lyfti bikarnum á Parken

Þeir Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson urðu í dag danskir meistarar í handknattleik með liði sínu AGK. Kaupmannahafnarliðið lagði þá Bjerringbro-Silkeborg, 30-21, í öðrum úrslitaleik liðanna og rimmuna þar með 2-0. 36 þúsund manns voru á Parken í dag og settu heimsmet í aðsókn á handboltaleik í heiminum.

Handbolti
Fréttamynd

Jesper Nielsen: Enginn kampavíns-handbolti hjá AG í vetur

Jesper Nielsen, eigandi danska handboltaliðsins AG, segist ekki vera voðalega hrifinn af spilamennsku síns liðs á þessu tímabili. AG getur tryggt sér tvöfaldan sigur og danska meistaratitilinn með sigri á Bjerringbro-Silkeborg fyrir framan 35 þúsund manns á Parken á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Björgvin Páll einum sigri frá því svissneska meistaratitlinum

Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í kvöld þegar Kadetten vann 26-23 sigur á Pfadi Winterthur í öðrum úrslitaleik liðanna um svissneska meistaratitilinn. Kadetten er því komið í 2-0 í úrslitaeinvíginu og vantar aðeins einn sigur til viðbótar til að verða svissneskur meistari annað árið í röð.

Handbolti
Fréttamynd

Uppselt á Parken

Það er nú endanlega orðið ljóst að heimsmet verður sett á Parken um helgina þegar Íslendingaliðið AG Köbenhavn getur tryggt sér sigur í danska handboltanum.

Handbolti
Fréttamynd

Kiel rústaði liði frá Líbanon

Kiel lék í dag sinn fyrsta leik í heimsmeistarakeppni félagsliða sem hófst í Doha í Katar í dag. Liðið vann þá Al Sadd frá Líbanon með gríðarlegum yfirburðum en lokatölur voru 42-18, Kiel í vil.

Handbolti
Fréttamynd

Búið að selja 30 þúsund miða á Parken

Það stefnir allt í að það verði sett heimsmet í áhorfendasókn í handbolta á Parken í Kaupmannahöfn þann 21. maí næstkomandi. Þá tekur AGK á móti Bjerringbro/Silkeborg í öðrum leik liðanna um danska meistaratitilinn.

Handbolti
Fréttamynd

Kristján þjálfari ársins í Svíþjóð

Einn efnilegasti þjálfari Íslands, Kristján Andrésson, hefur heldur betur verið að gera það gott sem þjálfari síðan hann neyddist til þess að leggja skóna á hilluna á besta aldri.

Handbolti