Stj.mál Tólf milljónir til viðbótar vegna hamfara í Pakistan Íslenska ríkið hefur ákveðið að auka framlag sitt til hjálparstarfs vegna jarðskjálftans í Pakistan í október síðastliðnum. Áætlað er að 12 milljónum verði varið til fjármögnunar á flutningi Atlantshafsbandalagsins á hjálpargögnum til nauðstaddra í norðurhluta landsins. Innlent 12.12.2005 14:51 Góð en hljóðlát þingmál Alþingi lauk störfum síðastliðið föstudagskvöld eftir heldur stranga viku og langa þingfundi. Frumvarp þingmanna allra flokka um breytingar á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og virðisaukaskatt lætur lítið yfir sér en það var afgreitt sem lög frá Alþingi fyrir helgi. Í huga margra þingmanna er þetta eitt mikilsverðasta afrek þingsins. Innlent 10.12.2005 21:29 Tekjur af stimpilgjöldum fasteignaviðskipta rjúka upp Tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldum vegna fasteignaviðskipta hafa rokið upp. Árið 2003 voru þær rúmir 3,7 milljarðar en í fyrra rúmir 6,4 milljarðar. Fyrstu tíu mánuði þessa árs námu þær 7,6 milljörðum króna. Innlent 9.12.2005 22:30 Dagur genginn í Samfylkinguna Dagur B. Eggertsson, hefur skráð sig í Samfylkinguna samkvæmt heimildum fréttastofu. Í samtali við fréttastofuna rétt í þessu vildi Dagur sjálfur þó ekki staðfesta þetta, en neitaði því ekki heldur. Innlent 9.12.2005 15:29 Trúnaðarbrestur milli stjórnvalda og bótaþega Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að trúnaðarbrestur hafi orðið milli stjórnvalda, aldraðra og öryrkja. Umræður um öryrkjaskýrslu Stefáns Ólafssonar endurspeglaði það. Hún vildi vita á Alþingi í dag hvort forsætisráðherra vildi beita sér fyrir fimm ára áætlun í samvinnu við fulltrúa lífeyrisþega í málefnum þessara hópa. Innlent 9.12.2005 12:48 Kristinn fær engin svör Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, fær ekkert svar við fyrirspurn sinni um íbúðalán banka og sparisjóða. Hann spurði meðal annars hversu mikið hver banki og sparisjóður hefði lánað gegn veði í húsnæði, hversu margir væru í viðskiptum hjá hverjum bankanna í sig og á hvaða kjörum þeir væru. Innlent 9.12.2005 09:36 Taka að sér verkefnastjórn vegna flugvallarins í Kabúl Íslenska friðargæslan mun taka að sér verkefnisstjórn við uppbyggingu flugvallarins í Kabúl í Afganistan, að ósk þarlendra stjórnvalda. Innlent 8.12.2005 19:56 Senda Thatcher hlýjar kveðjur Fjölmargir hafa sent Margréti Thatcher hlýjar kveðjur á sjúkrahúsið þar sem hún var lögð inn í gær. Járnfrúin gamla virðist ætla að hrista af sér þessi veikindi eins og svo margt annað. Erlent 8.12.2005 12:14 Litlar efndir á rúmum átta árum Hálfu níunda ári eftir að Alþingi samþykkti að efla bæri rannsóknir og sjómælingar innan 200 sjómílna efnahagslögsögunnar er enn ekki búið að veita krónu til verkefnisins. Innlent 8.12.2005 09:54 Eldur kom upp á Alþingi Eldur kom upp í aðalrafmagnstöflu Alþingishússins á níunda tímanum í morgun en starfsmönnum tókst með snarræði að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á vettvang. Innlent 8.12.2005 09:36 Tvö keppa um efsta sætið Sjö hafa tilkynnt framboð í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Akureyri en framboðsfrestur rennur út eftir viku. Forvalið sjálft fer svo fram laugardaginn 21. janúar. Tvö hafa gefið kost á sér í fyrsta sæti, þau Baldvin H. Sigurðsson og Valgerður H. Bjarnadóttir. Innlent 8.12.2005 09:21 Yfir 400 í mjög brýnni þörf 402 eldri borgarar eru í mjög brýnni þörf eftir dvöl á hjúkrunarheimili og 53 í brýnni þörf. Þetta kemur fram í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingar. Innlent 8.12.2005 07:13 Kostnaður orðinn 200 milljónir Framboð Íslands við framboð til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er kominn í 200 milljónir króna og á eftir að tvöfaldast áður en yfir lýkur að því er fram kemur í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Innlent 8.12.2005 07:06 Prófkjör hjá sjálfstæðismönnum á Akureyri í febrúar Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri ákvað á fundi sínum í kvöld að efna til prófkjörs vegna vals á framboðslista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Prófkjörið verður haldið 11. febrúar næstkomandi. Frestur til að tilkynna þátttöku rennur út 16. janúar. Innlent 7.12.2005 23:40 Menntamálaráðuneytið snuprar Félag framhaldsskólakennara Forysta Félags framhaldsskólakennara þarf að læra að fara rétt með staðreyndir. Einungis með því móti þjónar hún hagsmunum umbjóðenda sinna og skólasamfélagsins alls. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem menntamálaráðuneytið sendi frá sér fyrir stundu í tilefni ályktunar framhaldsskólakennara frá því í fyrradag. Innlent 7.12.2005 17:38 Fræðsla um kynferðisofbeldi gegn börnum rædd á Alþingi Fræðsla um kynferðisofbeldi gegn börnum í Kennaraháskóla Íslands er mjög ábótavant, sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, á Alþingi í dag. Menntamálaráðherra svaraði því til að nú þegar fái allir nemendur Kennaraháskólans víðtæka kennslu hvað þetta varðar, bæði í kjarna- og valnámskeiðum. Innlent 7.12.2005 17:23 Ríkið borgar sveitarfélögunum Tekjur sveitarfélaganna aukast um 200 milljónir króna þegar ríkið fer í fyrsta sinn að greiða fasteignagjöld af húsnæði í sinni eigu. Ríkisvaldið hefur hingað til ekki þurft að greiða sveitarfélögum fasteignagjöld af eignum sínum. Þetta breytist hins vegar um áramót vegna samkomulags sveitarfélaganna og ríkisins um tekjustofna sveitarfélaga. Innlent 7.12.2005 16:07 Ríkisstjórnin með stefnu gegn landsbyggðinni? Tillaga um að veita fé til Byggðastofnunar var felld á Alþingi fyrir stundu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði það ótrúlegt að ríkisstjórnin ætli að ljúka þingstörfum fyrir jól án þess að bæta eiginfjár stöðu stofnunarinnar. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi einnig ríkisstjórnina fyrir að aðstoða Byggðastofnun ekki til að rétta af fjárhaginn og sagði stjórnina reka stefnu gegn landsbyggðinni. Innlent 7.12.2005 15:29 Launaskriðið er hjá stjórnendum Launaskriðið er hjá stjórnendum fyrirtækja en ekki almennum launþegum segir borgarstjóri. Laun hundrað stjórnenda hækkuðu um hálfan milljarð króna í fyrra en samningur borgarinnar við fimm þúsund starfsmenn sína skilar þeim samanlagt einum og hálfum milljarði í launahækkun á næsta ári. Innlent 7.12.2005 15:26 Sjálfstæðismenn á Ísafirði halda prófkjör í febrúar Sjálfstæðisfélögin í Ísafjarðarbæ hafa ákveðið að halda prófkjör vegna sveitarstjórnarkosninga á komandi vori 11. febrúar. Þetta kemur fram á vef héraðsfréttablaðsins Bæjarins besta. Búið er að semja reglur vegna prófkjörsins, en framboðsfrestur rennur út 21. janúar. Innlent 7.12.2005 12:41 Vilja úttekt á símanotkun Ísafjarðarbæjar Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar hefur lagt til að gerð verði úttekt á símanotkun sveitarfélagsins og að á grundvelli hennar verði kannað verð og tilhögun á símaþjónustu með það að leiðarljósi að lækka kostnað sveitarfélagsins. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði. Innlent 7.12.2005 12:47 Stefna á framboð í sex sveitarfélögum Frjálslyndir stefna á framboð í minnst sex sveitarfélögum næsta vor. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum buðu þeir fram lista í þremur sveitarfélögum og komu manni í bæjar- eða borgarstjórn í tveimur þeirra. Innlent 7.12.2005 08:05 Sterkur ríkissjóður eða lök hagstjórn Gert er ráð fyrir nítján milljarða króna afgangi á ríkissjóði í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem verður að lögum í dag. Stjórnarliða og stjórnarandstæðinga greinir þó á um hvort þau séu til marks um sterka stöðu ríkissjóðs eða að ekki sé tekið á óróa í efnahagslífinu. Innlent 7.12.2005 08:08 Maraþonumræða um fjárhagsáætlun í gær Maraþonumræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar lauk ekki fyrr en undir miðnætti en hún hófst klukkan tvö í gær. Þar kynnti R-listinn meðal annars áform um að flýta næsta skrefi í átt að gjaldfrjálsum leikskóla. Innlent 7.12.2005 07:21 Menntamálaráðherra harðlega gagnrýndur Þriðja umræða um fjárlögin fór fram á Alþingi í dag. Fjárlagafrumvarpið hefur ekki tekið breytingum frá annarri umræðu en minnihlutinn hefur þó lagt til fjölmargar breytingatillögur. Menntamálaráðherra var harðlega gagnrýndur við upphaf þingfundar í dag fyrir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum um nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið, áður en því var dreift í þinginu. Innlent 6.12.2005 22:46 Aðstandendur samkynhneigðra skora á Alþingi FAS, Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, afhentu forseta Alþingis áskorun í dag þar sem skorað er á þingið að breyta hjúskaparlögum nr. 31/1993 á þann veg að þau þjóni bæði gagnkynhneigðu og samkynhneigðu fólki. Innlent 6.12.2005 19:08 Varast ber að hagga við grundvallarþáttum ÖSE Varast ber að hagga við grundvallarþáttum sem ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, byggist á og þá einkum sjálfstæði hennar á sviði mannréttindamála. Þetta sagði Geir H. Haarde utanríkisráðherra í ræðu sinni á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja ÖSE í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, í dag. Innlent 6.12.2005 17:11 Leikskólagjöld lækka um áramót Leikskólagjöld fyrir áttastunda dag lækka um fimm þúsund krónur á mánuði í Reykjavík frá næstu áramótum og niðurgreiðsla á þjónustu dagforeldra verður aukin. Innlent 6.12.2005 14:35 Menntamálaráðherra efins um framhaldið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun, að samræmd próf í núverandi mynd, í framhaldsskólum heyri líklega sögunni til, hún var þó ekki reiðubúin að slá þau af fyrr en að höfðu samráði við fagaðila. Innlent 6.12.2005 12:05 Ráðherra gerir alvarlegar athugasemdir við öryrkjaskýrslu Heilbrigðisráðherra mun í dag gera alvarlegar athugasemdir við skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors um hag öryrkja á Íslandi í samanburði við hag öryrkja annars staðar á Norðurlöndum. Stefán hefur nú þegar gert lítið úr athugasemdum forsætisráðherra, sem sagði að niðurstöður Stefáns væru rangar í mörgum meginatriðum. Innlent 6.12.2005 11:42 « ‹ 51 52 53 54 55 56 57 58 59 … 187 ›
Tólf milljónir til viðbótar vegna hamfara í Pakistan Íslenska ríkið hefur ákveðið að auka framlag sitt til hjálparstarfs vegna jarðskjálftans í Pakistan í október síðastliðnum. Áætlað er að 12 milljónum verði varið til fjármögnunar á flutningi Atlantshafsbandalagsins á hjálpargögnum til nauðstaddra í norðurhluta landsins. Innlent 12.12.2005 14:51
Góð en hljóðlát þingmál Alþingi lauk störfum síðastliðið föstudagskvöld eftir heldur stranga viku og langa þingfundi. Frumvarp þingmanna allra flokka um breytingar á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og virðisaukaskatt lætur lítið yfir sér en það var afgreitt sem lög frá Alþingi fyrir helgi. Í huga margra þingmanna er þetta eitt mikilsverðasta afrek þingsins. Innlent 10.12.2005 21:29
Tekjur af stimpilgjöldum fasteignaviðskipta rjúka upp Tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldum vegna fasteignaviðskipta hafa rokið upp. Árið 2003 voru þær rúmir 3,7 milljarðar en í fyrra rúmir 6,4 milljarðar. Fyrstu tíu mánuði þessa árs námu þær 7,6 milljörðum króna. Innlent 9.12.2005 22:30
Dagur genginn í Samfylkinguna Dagur B. Eggertsson, hefur skráð sig í Samfylkinguna samkvæmt heimildum fréttastofu. Í samtali við fréttastofuna rétt í þessu vildi Dagur sjálfur þó ekki staðfesta þetta, en neitaði því ekki heldur. Innlent 9.12.2005 15:29
Trúnaðarbrestur milli stjórnvalda og bótaþega Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar segir að trúnaðarbrestur hafi orðið milli stjórnvalda, aldraðra og öryrkja. Umræður um öryrkjaskýrslu Stefáns Ólafssonar endurspeglaði það. Hún vildi vita á Alþingi í dag hvort forsætisráðherra vildi beita sér fyrir fimm ára áætlun í samvinnu við fulltrúa lífeyrisþega í málefnum þessara hópa. Innlent 9.12.2005 12:48
Kristinn fær engin svör Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, fær ekkert svar við fyrirspurn sinni um íbúðalán banka og sparisjóða. Hann spurði meðal annars hversu mikið hver banki og sparisjóður hefði lánað gegn veði í húsnæði, hversu margir væru í viðskiptum hjá hverjum bankanna í sig og á hvaða kjörum þeir væru. Innlent 9.12.2005 09:36
Taka að sér verkefnastjórn vegna flugvallarins í Kabúl Íslenska friðargæslan mun taka að sér verkefnisstjórn við uppbyggingu flugvallarins í Kabúl í Afganistan, að ósk þarlendra stjórnvalda. Innlent 8.12.2005 19:56
Senda Thatcher hlýjar kveðjur Fjölmargir hafa sent Margréti Thatcher hlýjar kveðjur á sjúkrahúsið þar sem hún var lögð inn í gær. Járnfrúin gamla virðist ætla að hrista af sér þessi veikindi eins og svo margt annað. Erlent 8.12.2005 12:14
Litlar efndir á rúmum átta árum Hálfu níunda ári eftir að Alþingi samþykkti að efla bæri rannsóknir og sjómælingar innan 200 sjómílna efnahagslögsögunnar er enn ekki búið að veita krónu til verkefnisins. Innlent 8.12.2005 09:54
Eldur kom upp á Alþingi Eldur kom upp í aðalrafmagnstöflu Alþingishússins á níunda tímanum í morgun en starfsmönnum tókst með snarræði að slökkva eldinn áður en slökkviliðið kom á vettvang. Innlent 8.12.2005 09:36
Tvö keppa um efsta sætið Sjö hafa tilkynnt framboð í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Akureyri en framboðsfrestur rennur út eftir viku. Forvalið sjálft fer svo fram laugardaginn 21. janúar. Tvö hafa gefið kost á sér í fyrsta sæti, þau Baldvin H. Sigurðsson og Valgerður H. Bjarnadóttir. Innlent 8.12.2005 09:21
Yfir 400 í mjög brýnni þörf 402 eldri borgarar eru í mjög brýnni þörf eftir dvöl á hjúkrunarheimili og 53 í brýnni þörf. Þetta kemur fram í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingar. Innlent 8.12.2005 07:13
Kostnaður orðinn 200 milljónir Framboð Íslands við framboð til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er kominn í 200 milljónir króna og á eftir að tvöfaldast áður en yfir lýkur að því er fram kemur í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. Innlent 8.12.2005 07:06
Prófkjör hjá sjálfstæðismönnum á Akureyri í febrúar Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri ákvað á fundi sínum í kvöld að efna til prófkjörs vegna vals á framboðslista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Prófkjörið verður haldið 11. febrúar næstkomandi. Frestur til að tilkynna þátttöku rennur út 16. janúar. Innlent 7.12.2005 23:40
Menntamálaráðuneytið snuprar Félag framhaldsskólakennara Forysta Félags framhaldsskólakennara þarf að læra að fara rétt með staðreyndir. Einungis með því móti þjónar hún hagsmunum umbjóðenda sinna og skólasamfélagsins alls. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem menntamálaráðuneytið sendi frá sér fyrir stundu í tilefni ályktunar framhaldsskólakennara frá því í fyrradag. Innlent 7.12.2005 17:38
Fræðsla um kynferðisofbeldi gegn börnum rædd á Alþingi Fræðsla um kynferðisofbeldi gegn börnum í Kennaraháskóla Íslands er mjög ábótavant, sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, á Alþingi í dag. Menntamálaráðherra svaraði því til að nú þegar fái allir nemendur Kennaraháskólans víðtæka kennslu hvað þetta varðar, bæði í kjarna- og valnámskeiðum. Innlent 7.12.2005 17:23
Ríkið borgar sveitarfélögunum Tekjur sveitarfélaganna aukast um 200 milljónir króna þegar ríkið fer í fyrsta sinn að greiða fasteignagjöld af húsnæði í sinni eigu. Ríkisvaldið hefur hingað til ekki þurft að greiða sveitarfélögum fasteignagjöld af eignum sínum. Þetta breytist hins vegar um áramót vegna samkomulags sveitarfélaganna og ríkisins um tekjustofna sveitarfélaga. Innlent 7.12.2005 16:07
Ríkisstjórnin með stefnu gegn landsbyggðinni? Tillaga um að veita fé til Byggðastofnunar var felld á Alþingi fyrir stundu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði það ótrúlegt að ríkisstjórnin ætli að ljúka þingstörfum fyrir jól án þess að bæta eiginfjár stöðu stofnunarinnar. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi einnig ríkisstjórnina fyrir að aðstoða Byggðastofnun ekki til að rétta af fjárhaginn og sagði stjórnina reka stefnu gegn landsbyggðinni. Innlent 7.12.2005 15:29
Launaskriðið er hjá stjórnendum Launaskriðið er hjá stjórnendum fyrirtækja en ekki almennum launþegum segir borgarstjóri. Laun hundrað stjórnenda hækkuðu um hálfan milljarð króna í fyrra en samningur borgarinnar við fimm þúsund starfsmenn sína skilar þeim samanlagt einum og hálfum milljarði í launahækkun á næsta ári. Innlent 7.12.2005 15:26
Sjálfstæðismenn á Ísafirði halda prófkjör í febrúar Sjálfstæðisfélögin í Ísafjarðarbæ hafa ákveðið að halda prófkjör vegna sveitarstjórnarkosninga á komandi vori 11. febrúar. Þetta kemur fram á vef héraðsfréttablaðsins Bæjarins besta. Búið er að semja reglur vegna prófkjörsins, en framboðsfrestur rennur út 21. janúar. Innlent 7.12.2005 12:41
Vilja úttekt á símanotkun Ísafjarðarbæjar Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar hefur lagt til að gerð verði úttekt á símanotkun sveitarfélagsins og að á grundvelli hennar verði kannað verð og tilhögun á símaþjónustu með það að leiðarljósi að lækka kostnað sveitarfélagsins. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði. Innlent 7.12.2005 12:47
Stefna á framboð í sex sveitarfélögum Frjálslyndir stefna á framboð í minnst sex sveitarfélögum næsta vor. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum buðu þeir fram lista í þremur sveitarfélögum og komu manni í bæjar- eða borgarstjórn í tveimur þeirra. Innlent 7.12.2005 08:05
Sterkur ríkissjóður eða lök hagstjórn Gert er ráð fyrir nítján milljarða króna afgangi á ríkissjóði í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem verður að lögum í dag. Stjórnarliða og stjórnarandstæðinga greinir þó á um hvort þau séu til marks um sterka stöðu ríkissjóðs eða að ekki sé tekið á óróa í efnahagslífinu. Innlent 7.12.2005 08:08
Maraþonumræða um fjárhagsáætlun í gær Maraþonumræðu um fjárhagsáætlun borgarinnar lauk ekki fyrr en undir miðnætti en hún hófst klukkan tvö í gær. Þar kynnti R-listinn meðal annars áform um að flýta næsta skrefi í átt að gjaldfrjálsum leikskóla. Innlent 7.12.2005 07:21
Menntamálaráðherra harðlega gagnrýndur Þriðja umræða um fjárlögin fór fram á Alþingi í dag. Fjárlagafrumvarpið hefur ekki tekið breytingum frá annarri umræðu en minnihlutinn hefur þó lagt til fjölmargar breytingatillögur. Menntamálaráðherra var harðlega gagnrýndur við upphaf þingfundar í dag fyrir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum um nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið, áður en því var dreift í þinginu. Innlent 6.12.2005 22:46
Aðstandendur samkynhneigðra skora á Alþingi FAS, Samtök foreldra og aðstandenda samkynhneigðra, afhentu forseta Alþingis áskorun í dag þar sem skorað er á þingið að breyta hjúskaparlögum nr. 31/1993 á þann veg að þau þjóni bæði gagnkynhneigðu og samkynhneigðu fólki. Innlent 6.12.2005 19:08
Varast ber að hagga við grundvallarþáttum ÖSE Varast ber að hagga við grundvallarþáttum sem ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, byggist á og þá einkum sjálfstæði hennar á sviði mannréttindamála. Þetta sagði Geir H. Haarde utanríkisráðherra í ræðu sinni á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja ÖSE í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu, í dag. Innlent 6.12.2005 17:11
Leikskólagjöld lækka um áramót Leikskólagjöld fyrir áttastunda dag lækka um fimm þúsund krónur á mánuði í Reykjavík frá næstu áramótum og niðurgreiðsla á þjónustu dagforeldra verður aukin. Innlent 6.12.2005 14:35
Menntamálaráðherra efins um framhaldið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun, að samræmd próf í núverandi mynd, í framhaldsskólum heyri líklega sögunni til, hún var þó ekki reiðubúin að slá þau af fyrr en að höfðu samráði við fagaðila. Innlent 6.12.2005 12:05
Ráðherra gerir alvarlegar athugasemdir við öryrkjaskýrslu Heilbrigðisráðherra mun í dag gera alvarlegar athugasemdir við skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors um hag öryrkja á Íslandi í samanburði við hag öryrkja annars staðar á Norðurlöndum. Stefán hefur nú þegar gert lítið úr athugasemdum forsætisráðherra, sem sagði að niðurstöður Stefáns væru rangar í mörgum meginatriðum. Innlent 6.12.2005 11:42
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent