Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2024 11:59 Jakub Polkowski á þáverandi heimili sínu í Keflavík. vísir Einbýlishús að Hátúni 1 í Reykjanesbæ hefur verið auglýst til sölu á 83 milljónir króna. Húsið var keypt á nauðungaruppboði á þrjár milljónir króna eftir að það hafði verið tekið upp í skuldir ungs öryrkja. Húsið varð landsþekkt yfir nótt í júní í fyrra þegar greint var frá því að hús Jakubs Polkowski, sem er öryrki og fatlaður eftir læknamistök, hafi verið selt á nauðungaruppboði fyrir aðeins brot af markaðsvirði, eða á þrjár milljónir króna, vegna vanskila Jakubs á húsnæðisgjöldum. Vissi ekki að hann þyrfti að borga gjöldin Jakub sagðist þá ekki hafa vitað að hann stæði í skuld vegna þeirra gjalda. Svo fór að útburðinum var frestað um rúman mánuð en Jakub og fjölskylda fluttu í félagslegt húsnæði á vegum Reykjanesbæjar ágúst í fyrra. Kaupandi hússins var útgerðarstjóri úr Sandgerði, sem var eindregið hvattur til þess að draga kaupin til baka. Hann sagðist í samtali við fréttastofu á sínum tíma ekki hafa gert neitt rangt, hann hafi einfaldlega mætt á uppboð líkt og hann hafi margoft áður gert. Hann sagðist hafa gert allskonar kaup á uppboðum í gegnum tíðina og sagðist meðal annars hafa keypt sér bát á góðu verði skömmu áður. Ágætisávöxtun á rúmu ári Svo virðist sem útgerðarstjórinn hafi haft rétt fyrir sér um að hann hafi gert góð kaup. Húsið að Hátúni 1 hefur nú verið auglýst til sölu á fasteignavef Vísis. Uppsett verð er 83 milljónir króna, áttatíu milljónum meira en kaupverðið fyrir rúmu ári síðan. Að sögn Hauks Andreassonar, fasteignasala sem er með húsið á skrá, er seljandinn sá sami og keypti húsið á uppboðinu á sínum tíma. Þá segir hann að ráðist hafi verið í talsverðar endurbætur á húsinu frá því að það var keypt. Af myndum í auglýsingunni og eldri myndum má sjá að til að mynda hefur verið skipt um eldhús í húsinu. Það er blaðamanni þó stórlega til efs að stórum hluta áttatíu milljóna hafi verið varið í endurbætur. Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Fasteignamarkaður Reykjanesbær Tengdar fréttir Höfða mál á hendur ríkinu vegna útburðarins ÖBÍ réttindasamtök hafa tekið ákvörðun um að stefna ríkinu vegna útburðar Jakubs Polkowski, 23 ára gamals öryrkja í Reykjanesbæ. Formaður ÖBÍ segir málið fordæmisgefandi og vonast til þess að það verði víti til varnaðar fyrir sýslumenn. 18. ágúst 2023 16:54 Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03 Kuba borinn út og ÖBÍ undirbýr skaðabótamál Jakub Polkowski, 23 ára gamall öryrki í Reykjanesbæ, var í síðustu viku borinn út úr húsi sínu ásamt fjölskyldu af sýslumanninum á Suðurnesjum. Jakub og fjölskylda hans fluttu í félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélagsins. Lögmaður Öryrkjabandalags Íslands kannar nú skaðabótarétt fjölskyldunnar vegna vinnubragða sýslumanns sem seldi húsið á nauðungaruppboði á þrjár milljónir króna. 8. ágúst 2023 16:42 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Húsið varð landsþekkt yfir nótt í júní í fyrra þegar greint var frá því að hús Jakubs Polkowski, sem er öryrki og fatlaður eftir læknamistök, hafi verið selt á nauðungaruppboði fyrir aðeins brot af markaðsvirði, eða á þrjár milljónir króna, vegna vanskila Jakubs á húsnæðisgjöldum. Vissi ekki að hann þyrfti að borga gjöldin Jakub sagðist þá ekki hafa vitað að hann stæði í skuld vegna þeirra gjalda. Svo fór að útburðinum var frestað um rúman mánuð en Jakub og fjölskylda fluttu í félagslegt húsnæði á vegum Reykjanesbæjar ágúst í fyrra. Kaupandi hússins var útgerðarstjóri úr Sandgerði, sem var eindregið hvattur til þess að draga kaupin til baka. Hann sagðist í samtali við fréttastofu á sínum tíma ekki hafa gert neitt rangt, hann hafi einfaldlega mætt á uppboð líkt og hann hafi margoft áður gert. Hann sagðist hafa gert allskonar kaup á uppboðum í gegnum tíðina og sagðist meðal annars hafa keypt sér bát á góðu verði skömmu áður. Ágætisávöxtun á rúmu ári Svo virðist sem útgerðarstjórinn hafi haft rétt fyrir sér um að hann hafi gert góð kaup. Húsið að Hátúni 1 hefur nú verið auglýst til sölu á fasteignavef Vísis. Uppsett verð er 83 milljónir króna, áttatíu milljónum meira en kaupverðið fyrir rúmu ári síðan. Að sögn Hauks Andreassonar, fasteignasala sem er með húsið á skrá, er seljandinn sá sami og keypti húsið á uppboðinu á sínum tíma. Þá segir hann að ráðist hafi verið í talsverðar endurbætur á húsinu frá því að það var keypt. Af myndum í auglýsingunni og eldri myndum má sjá að til að mynda hefur verið skipt um eldhús í húsinu. Það er blaðamanni þó stórlega til efs að stórum hluta áttatíu milljóna hafi verið varið í endurbætur.
Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Fasteignamarkaður Reykjanesbær Tengdar fréttir Höfða mál á hendur ríkinu vegna útburðarins ÖBÍ réttindasamtök hafa tekið ákvörðun um að stefna ríkinu vegna útburðar Jakubs Polkowski, 23 ára gamals öryrkja í Reykjanesbæ. Formaður ÖBÍ segir málið fordæmisgefandi og vonast til þess að það verði víti til varnaðar fyrir sýslumenn. 18. ágúst 2023 16:54 Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03 Kuba borinn út og ÖBÍ undirbýr skaðabótamál Jakub Polkowski, 23 ára gamall öryrki í Reykjanesbæ, var í síðustu viku borinn út úr húsi sínu ásamt fjölskyldu af sýslumanninum á Suðurnesjum. Jakub og fjölskylda hans fluttu í félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélagsins. Lögmaður Öryrkjabandalags Íslands kannar nú skaðabótarétt fjölskyldunnar vegna vinnubragða sýslumanns sem seldi húsið á nauðungaruppboði á þrjár milljónir króna. 8. ágúst 2023 16:42 Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Höfða mál á hendur ríkinu vegna útburðarins ÖBÍ réttindasamtök hafa tekið ákvörðun um að stefna ríkinu vegna útburðar Jakubs Polkowski, 23 ára gamals öryrkja í Reykjanesbæ. Formaður ÖBÍ segir málið fordæmisgefandi og vonast til þess að það verði víti til varnaðar fyrir sýslumenn. 18. ágúst 2023 16:54
Borinn út eftir að sýslumaður seldi einbýlið á þrjár milljónir Hús ungs öryrkja í Keflavík, sem metið er á 57 milljónir króna, var selt á nauðungaruppboði sýslumanns á þrjár milljónir vegna vanskila á húsnæðisgjöldum. Hann er nú allslaus og bíður útburðar á föstudag. Vinnubrögð sýslumanns, sem segist aðeins vera að framfylgja lögum, eru harðlega gagnrýnd í ljósi þess að maðurinn virðist ófær um að gæta hagsmuna sinna. 27. júní 2023 22:03
Kuba borinn út og ÖBÍ undirbýr skaðabótamál Jakub Polkowski, 23 ára gamall öryrki í Reykjanesbæ, var í síðustu viku borinn út úr húsi sínu ásamt fjölskyldu af sýslumanninum á Suðurnesjum. Jakub og fjölskylda hans fluttu í félagslegt húsnæði á vegum sveitarfélagsins. Lögmaður Öryrkjabandalags Íslands kannar nú skaðabótarétt fjölskyldunnar vegna vinnubragða sýslumanns sem seldi húsið á nauðungaruppboði á þrjár milljónir króna. 8. ágúst 2023 16:42
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent