Stj.mál Valgerður segir Kristin H. vera andstæðing sinn Ráðherrar ríkisstjórnarinnar stilla þingmönnum í sífellu upp við vegg, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Viðskipta- og iðnaðarráðherra, flokksystir Kristins, kallar hann andstæðing í pistli á heimasíðu sinni. Innlent 28.11.2005 18:02 Ósáttir við frumvarp um starfsmannaleigur Stjórnarandstæðingar fögnuðu frumvarpi félagsmálaráðherra um starfsmannaleigur á Alþingi, sem mælt var fyrir í dag, en töldu ekki nægilega langt gengið. Formaður vinstri - grænna sagðist ennfremur ekki sannfærður um að íslenska þjóðin þyrfti yfirhöfuð að sætta sig við slíkt fyrirbæri á íslenskum vinnumarkaði. Innlent 28.11.2005 21:28 Tveir milljarðar á fjáraukalög Fjárlaganefnd hefur gert tillögur um rúmlega tveggja milljarða króna hækkun á fjáraukalögum fyrir þriðju umræðu um frumvarpið. Innlent 28.11.2005 18:04 Fær 500 milljónir á ári hverju Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskólans, undirrituðu í dag nýjan samning um rekstur listmenntunar á háskólastigi og uppbyggingu þekkingar á sviðum lista. Samningurinn gildir til fjögurra ára og samkvæmt honum greiðir ráðuneytið um 500 milljónir á ári til reksturs Listaháskólans. Innlent 28.11.2005 18:04 Frumvarp um starfsmannaleigur þarf að vinna betur Frumvarp að lögum um starfsmannaleigur sætti harðri gagnrýnir sjórnarandstöðunnar í dag. Þingmenn gerðu miklar athugasemdir við flestar greinar frumvarpsins, sem Árni Magnússon félagsmálaráðherra lagði fram í dag. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fullyrti að verkalýðshreyfiingin væri óánægð með ýmis atriði frumvarpsins og hann vildi láta fara betur yfir það. Aðrir þingmenn tóku í sama streng og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði margt í frumvarpinu bæði kauðskt og óskiljanlegt, til að mynda elleftu grein frumvarpsins þar sem fjallað er um hugsanleg lögbrot starfsmannaleiga. Steingrímur sagði vanta skýrari laga- og refsiramma í þá grein. Innlent 28.11.2005 16:56 Niðurstaðan áhyggjuefni segir menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir það áhyggjuefni að einn af hverjum fimm framhaldsskólanemendum sem þreyttu samræmt stúdentspróf í stærðfræði síðastliðið vor skiluðu auðum eða alröngum úrlausnum. Innlent 28.11.2005 12:46 Ólafur Þór Gunnarsson leiðir listann Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir verður í fyrsta sæti Vinstri Grænna í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningum í vor. Innlent 26.11.2005 22:04 Hart tekist á um fjárlög næsta árs á Alþingi Stjórnarliðar hrósuðu sér af meiri fjárlagaafgangi en flestar Evrópuþjóðir gætu státað af meðan stjórnarandstæðingar sögðu væntanleg fjárlög þýða útgjaldaþenslu og aukið misrétti í samfélaginu. Innlent 25.11.2005 23:06 Íhuga nýtt framboð í Eyjum Nýtt framboð gæti bæst í flóruna í Vestmannaeyjum fyrir bæjarstjórnarkosningar næsta vor. Fréttavefurinn Eyjar.net greinir frá því að um tíu manns hafi komið saman til fundar í gær til að ræða framtíðarsýn Vestmannaeyja og hugsanlegt framboð við næstu bæjarstjórnarkosningar. Innlent 25.11.2005 14:20 Allar tillögur meirihlutans samþykktar Þingmenn samþykktu allar breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarp næsta árs á þingfundi í dag en öllum tillögum stjórnarandstöðunnar var hafnað. Eins og fjárlagafrumvarpið lítur út núna verður nær tuttugu milljarða króna afgangur á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Innlent 25.11.2005 13:19 Vilja aðgerðir vegna olíusamráðs Árni Mathiesen fjármálaráðherra var borinn þungum sökum við upphaf þingfundar í dag þegar hver stjórnarandstæðingurinn á fætur öðrum fór í ræðustól og gagnrýndi hann fyrir að vera ekki búinn að taka ákvörðun um málshöfðun á hendur olíufélögunum fyrir samráð þeirra. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, hóf umræðuna. Innlent 25.11.2005 12:04 Samkeppniseftirlitið skoði lyfjamarkaðinn Það að tvö fyrirtæki stjórni 85% prósentum af smásölumarkaði lyfja og vísbendingar hafa komið fram um ólögmæta skiptingu á markaðnum gefur ástæðu til að hvetja Samkeppniseftirlitið til að hefja skoðun á þessu segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, í pistli á heimasíðu sinni. Innlent 25.11.2005 06:24 Gagnrýnir Valgerði fyrir aðgerðaleysi Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknar, gagnrýnir Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðarráðherra og flokkssystur sína, harðlega fyrir aðgerðaleysi í málefnum Byggðastofnunar. Hann segir að ljóst hafi verið um síðustu áramót að stofnunin kynni að þurfa að hætta lánveitingum á árinu vegna lakrar eiginfjárstöðu en að iðnaðarráðherra hafi ekkert gert. Innlent 25.11.2005 08:12 Lítt kristilegt hugarfar Þjóðkirkjunnar Það ber ekki vott um kristilegt hugarfar kirkjunnar manna að Þjóðkirkjan sé ekki reiðubúin að gefa saman samkynhneigð pör segir Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, í pistli á heimasíðu sinni. Innlent 25.11.2005 06:32 Kröfðust frestunar vegna fjarveru ráðherra Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess að umræðum um fjárlagafrumvarpið yrði frestað í dag þar sem þrír ráðherrar voru erlendis og tveir fjarverandi af öðrum orsökum. Sérstaka reiði vakti að menntamálaráðherra væri í Senegal. Innlent 24.11.2005 22:19 Stjórnvöld verða að rannsaka ferðir CIA-flugvéla Íslensk stjórnvöld verða að rannsaka ferðir CIA-flugvéla um íslenska flugvelli og lofthelgi eftir að Evrópuráðið krafðist svara um ferðir vélanna í Evrópu. Svara þarf innan þriggja mánaða. Innlent 24.11.2005 21:04 Íbúðalánasjóður óskar eftir skjótum viðbrögðum stjórnvalda Íbúðalánasjóður hefur skrifað félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra og óskað eftir skjótum viðbrögðum stjórnvalda við frétt í kvöldfréttum NFS í gær. Þar var haft eftir Lánasýslu ríkisins að ekki væri hægt að mæla með ríkisábyrgð á lántökum sjóðsins upp á áttatíu og átta milljarða króna, eins og fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir, nema ráðist verði í úttekt á fjárhagsstöðu sjóðsins, eins og samkomulag ráðherra fjármála og félagsmála kvað á um í júní. Innlent 24.11.2005 19:24 Ellefu manna fjármálanefnd hefur verið skipuð Forsætisráðherra hefur skipað ellefu manna nefnd til að fjalla um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi á Íslandi og samkeppnishæfni landsins á því sviði. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum næsta vor. Innlent 24.11.2005 15:06 Nýtt varðskip væntanlega á árinu 2008 Tilboða verður leitað í nýtt varðskip fyrir Landhelgisgæsluna eftir áramót, að sögn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, en yngsta varðskipið sem nú er í notkun, er komið á fertugsaldur. Nokkrar skipasmíðastöðvar á Evrópska efnahagssvæðinu fá að bjóða í verkið, að uppfylltum vissum skilyrðum og gangi allt eftir, ætti skipið að komast í þjónustu Gæslunnar árið 2008. Innlent 24.11.2005 07:21 Dómsmálaráðherra ráðstafar einn átta milljónum til mannréttindamála Dómsmálaráðherra verður nú einn að ráðstafa átta milljónum til mannréttindamála eftir breytingar á fjárlagafrumvarpinu í meðförum fjárlaganefndar. Fjórar milljónir á forræði utanríkisráðherra færast á hendur Björns Bjarnasonar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þetta ekki djarfmannlegt af nýjum formanni Sjálfstæðisflokksins. Innlent 23.11.2005 21:05 5-10 aðilar fá að bjóða í smíði nýs varðskips Farið verður í forval á skipasmíðastöðvum sem uppfylltu ákveðin skilyrði m.t.t. rekstrarstöðu og reynslu af sambærilegum verkefnum vegna smíði nýs varðskips fyrir Landhelgisgæslu Íslands. Þetta tilkynnti Björn Bjarnason á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í kjölfar forvals verða valdir 5-10 aðilar sem síðan fá að bjóða í smíði á nýju fjölnota varðskipi. Innlent 23.11.2005 14:06 Heiðurslaun til 27 listamanna á næsta ári 27 listamenn munu fá heiðurslaun á næsta ári samkvæmt tillögu menntamálanefndar sem lögð hefur verið fram. Hver listamaður fær 1,6 milljónir króna og því nema launin samtals 43,2 milljónum. Innlent 23.11.2005 13:09 Marsibil sækist eftir öðru sæti á lista Framsóknar í Reykjavík Marsibil Jóna Sæmundsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Marsibil hefur verið varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins innan R-listans á þessu kjörtímabili. Innlent 23.11.2005 11:56 Samgönguráðherra í opinberri heimsókn í Kína Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Hallgerður Gunnarsdóttir eiginkona hans eru stödd í opinberri heimsókn í Kína ásamt fylgdarliði. Tilefni heimsóknarinnar er boð kínverskra ferðamálayfirvalda. Innlent 23.11.2005 10:04 Byggðastofnun ekki forystuafl Byggðastofnun er ekki það forystuafl í uppbyggingu atvinnustarfssemi á landsbyggðinni sem ætla mætti og sinnir ýmsum grundvallarhlutverkum ekki nægilega vel. Innlent 22.11.2005 14:43 Nefnd um flugvöll skilar áliti næsta sumar Nefnd sem meta á framtíð Reykjavíkurflugvallar, hefur brett upp ermar og áformar að skila áliti sínu næsta sumar. Innlent 20.11.2005 12:10 Valgerður tekur ekki sæti á listanum Valgerður Sigurðardóttir, sem sóttist eftir fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í gær en tókst ekki ætlunarverk sitt, ætlar ekki að taka sæti á listanum. Innlent 20.11.2005 11:17 Haraldur Þór sigraði í Hafnarfirði Haraldur Þór Ólason leiðir lista sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningum í vor en hann sigraði í prófkjöri í Sjálfstæðisflokksins þar í bæ sem fram fór í gær. Haraldur hlaut 921 atkvæði í fyrsta sæti en keppinautur hans um forystusætið, Valgerður Sigurðardóttir, hlaut 791 atkvæði í 1.-2. sætið. Innlent 20.11.2005 09:58 Þær horfa til Evrópu Í umræðu á Alþingi um utanríkismál leynast forvitnilegar yfirlýsingar. Framsóknarflokkurinn gæti verið að hallast að Evrópusambandinu og Samfylkingin að nýjum lausnum ef upp úr varnarsamstarfi slitnar við Bandaríkjamenn. Innlent 19.11.2005 17:36 Haraldur Ólason í fyrsta sæti Innlent 19.11.2005 23:09 « ‹ 53 54 55 56 57 58 59 60 61 … 187 ›
Valgerður segir Kristin H. vera andstæðing sinn Ráðherrar ríkisstjórnarinnar stilla þingmönnum í sífellu upp við vegg, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Viðskipta- og iðnaðarráðherra, flokksystir Kristins, kallar hann andstæðing í pistli á heimasíðu sinni. Innlent 28.11.2005 18:02
Ósáttir við frumvarp um starfsmannaleigur Stjórnarandstæðingar fögnuðu frumvarpi félagsmálaráðherra um starfsmannaleigur á Alþingi, sem mælt var fyrir í dag, en töldu ekki nægilega langt gengið. Formaður vinstri - grænna sagðist ennfremur ekki sannfærður um að íslenska þjóðin þyrfti yfirhöfuð að sætta sig við slíkt fyrirbæri á íslenskum vinnumarkaði. Innlent 28.11.2005 21:28
Tveir milljarðar á fjáraukalög Fjárlaganefnd hefur gert tillögur um rúmlega tveggja milljarða króna hækkun á fjáraukalögum fyrir þriðju umræðu um frumvarpið. Innlent 28.11.2005 18:04
Fær 500 milljónir á ári hverju Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskólans, undirrituðu í dag nýjan samning um rekstur listmenntunar á háskólastigi og uppbyggingu þekkingar á sviðum lista. Samningurinn gildir til fjögurra ára og samkvæmt honum greiðir ráðuneytið um 500 milljónir á ári til reksturs Listaháskólans. Innlent 28.11.2005 18:04
Frumvarp um starfsmannaleigur þarf að vinna betur Frumvarp að lögum um starfsmannaleigur sætti harðri gagnrýnir sjórnarandstöðunnar í dag. Þingmenn gerðu miklar athugasemdir við flestar greinar frumvarpsins, sem Árni Magnússon félagsmálaráðherra lagði fram í dag. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fullyrti að verkalýðshreyfiingin væri óánægð með ýmis atriði frumvarpsins og hann vildi láta fara betur yfir það. Aðrir þingmenn tóku í sama streng og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði margt í frumvarpinu bæði kauðskt og óskiljanlegt, til að mynda elleftu grein frumvarpsins þar sem fjallað er um hugsanleg lögbrot starfsmannaleiga. Steingrímur sagði vanta skýrari laga- og refsiramma í þá grein. Innlent 28.11.2005 16:56
Niðurstaðan áhyggjuefni segir menntamálaráðherra Menntamálaráðherra segir það áhyggjuefni að einn af hverjum fimm framhaldsskólanemendum sem þreyttu samræmt stúdentspróf í stærðfræði síðastliðið vor skiluðu auðum eða alröngum úrlausnum. Innlent 28.11.2005 12:46
Ólafur Þór Gunnarsson leiðir listann Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir verður í fyrsta sæti Vinstri Grænna í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningum í vor. Innlent 26.11.2005 22:04
Hart tekist á um fjárlög næsta árs á Alþingi Stjórnarliðar hrósuðu sér af meiri fjárlagaafgangi en flestar Evrópuþjóðir gætu státað af meðan stjórnarandstæðingar sögðu væntanleg fjárlög þýða útgjaldaþenslu og aukið misrétti í samfélaginu. Innlent 25.11.2005 23:06
Íhuga nýtt framboð í Eyjum Nýtt framboð gæti bæst í flóruna í Vestmannaeyjum fyrir bæjarstjórnarkosningar næsta vor. Fréttavefurinn Eyjar.net greinir frá því að um tíu manns hafi komið saman til fundar í gær til að ræða framtíðarsýn Vestmannaeyja og hugsanlegt framboð við næstu bæjarstjórnarkosningar. Innlent 25.11.2005 14:20
Allar tillögur meirihlutans samþykktar Þingmenn samþykktu allar breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarp næsta árs á þingfundi í dag en öllum tillögum stjórnarandstöðunnar var hafnað. Eins og fjárlagafrumvarpið lítur út núna verður nær tuttugu milljarða króna afgangur á rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Innlent 25.11.2005 13:19
Vilja aðgerðir vegna olíusamráðs Árni Mathiesen fjármálaráðherra var borinn þungum sökum við upphaf þingfundar í dag þegar hver stjórnarandstæðingurinn á fætur öðrum fór í ræðustól og gagnrýndi hann fyrir að vera ekki búinn að taka ákvörðun um málshöfðun á hendur olíufélögunum fyrir samráð þeirra. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, hóf umræðuna. Innlent 25.11.2005 12:04
Samkeppniseftirlitið skoði lyfjamarkaðinn Það að tvö fyrirtæki stjórni 85% prósentum af smásölumarkaði lyfja og vísbendingar hafa komið fram um ólögmæta skiptingu á markaðnum gefur ástæðu til að hvetja Samkeppniseftirlitið til að hefja skoðun á þessu segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar, í pistli á heimasíðu sinni. Innlent 25.11.2005 06:24
Gagnrýnir Valgerði fyrir aðgerðaleysi Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknar, gagnrýnir Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðarráðherra og flokkssystur sína, harðlega fyrir aðgerðaleysi í málefnum Byggðastofnunar. Hann segir að ljóst hafi verið um síðustu áramót að stofnunin kynni að þurfa að hætta lánveitingum á árinu vegna lakrar eiginfjárstöðu en að iðnaðarráðherra hafi ekkert gert. Innlent 25.11.2005 08:12
Lítt kristilegt hugarfar Þjóðkirkjunnar Það ber ekki vott um kristilegt hugarfar kirkjunnar manna að Þjóðkirkjan sé ekki reiðubúin að gefa saman samkynhneigð pör segir Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingar, í pistli á heimasíðu sinni. Innlent 25.11.2005 06:32
Kröfðust frestunar vegna fjarveru ráðherra Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfðust þess að umræðum um fjárlagafrumvarpið yrði frestað í dag þar sem þrír ráðherrar voru erlendis og tveir fjarverandi af öðrum orsökum. Sérstaka reiði vakti að menntamálaráðherra væri í Senegal. Innlent 24.11.2005 22:19
Stjórnvöld verða að rannsaka ferðir CIA-flugvéla Íslensk stjórnvöld verða að rannsaka ferðir CIA-flugvéla um íslenska flugvelli og lofthelgi eftir að Evrópuráðið krafðist svara um ferðir vélanna í Evrópu. Svara þarf innan þriggja mánaða. Innlent 24.11.2005 21:04
Íbúðalánasjóður óskar eftir skjótum viðbrögðum stjórnvalda Íbúðalánasjóður hefur skrifað félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra og óskað eftir skjótum viðbrögðum stjórnvalda við frétt í kvöldfréttum NFS í gær. Þar var haft eftir Lánasýslu ríkisins að ekki væri hægt að mæla með ríkisábyrgð á lántökum sjóðsins upp á áttatíu og átta milljarða króna, eins og fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir, nema ráðist verði í úttekt á fjárhagsstöðu sjóðsins, eins og samkomulag ráðherra fjármála og félagsmála kvað á um í júní. Innlent 24.11.2005 19:24
Ellefu manna fjármálanefnd hefur verið skipuð Forsætisráðherra hefur skipað ellefu manna nefnd til að fjalla um forsendur alþjóðlegrar fjármálastarfsemi á Íslandi og samkeppnishæfni landsins á því sviði. Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum næsta vor. Innlent 24.11.2005 15:06
Nýtt varðskip væntanlega á árinu 2008 Tilboða verður leitað í nýtt varðskip fyrir Landhelgisgæsluna eftir áramót, að sögn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, en yngsta varðskipið sem nú er í notkun, er komið á fertugsaldur. Nokkrar skipasmíðastöðvar á Evrópska efnahagssvæðinu fá að bjóða í verkið, að uppfylltum vissum skilyrðum og gangi allt eftir, ætti skipið að komast í þjónustu Gæslunnar árið 2008. Innlent 24.11.2005 07:21
Dómsmálaráðherra ráðstafar einn átta milljónum til mannréttindamála Dómsmálaráðherra verður nú einn að ráðstafa átta milljónum til mannréttindamála eftir breytingar á fjárlagafrumvarpinu í meðförum fjárlaganefndar. Fjórar milljónir á forræði utanríkisráðherra færast á hendur Björns Bjarnasonar. Þingmaður Samfylkingarinnar segir þetta ekki djarfmannlegt af nýjum formanni Sjálfstæðisflokksins. Innlent 23.11.2005 21:05
5-10 aðilar fá að bjóða í smíði nýs varðskips Farið verður í forval á skipasmíðastöðvum sem uppfylltu ákveðin skilyrði m.t.t. rekstrarstöðu og reynslu af sambærilegum verkefnum vegna smíði nýs varðskips fyrir Landhelgisgæslu Íslands. Þetta tilkynnti Björn Bjarnason á ríkisstjórnarfundi í morgun. Í kjölfar forvals verða valdir 5-10 aðilar sem síðan fá að bjóða í smíði á nýju fjölnota varðskipi. Innlent 23.11.2005 14:06
Heiðurslaun til 27 listamanna á næsta ári 27 listamenn munu fá heiðurslaun á næsta ári samkvæmt tillögu menntamálanefndar sem lögð hefur verið fram. Hver listamaður fær 1,6 milljónir króna og því nema launin samtals 43,2 milljónum. Innlent 23.11.2005 13:09
Marsibil sækist eftir öðru sæti á lista Framsóknar í Reykjavík Marsibil Jóna Sæmundsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Marsibil hefur verið varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins innan R-listans á þessu kjörtímabili. Innlent 23.11.2005 11:56
Samgönguráðherra í opinberri heimsókn í Kína Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Hallgerður Gunnarsdóttir eiginkona hans eru stödd í opinberri heimsókn í Kína ásamt fylgdarliði. Tilefni heimsóknarinnar er boð kínverskra ferðamálayfirvalda. Innlent 23.11.2005 10:04
Byggðastofnun ekki forystuafl Byggðastofnun er ekki það forystuafl í uppbyggingu atvinnustarfssemi á landsbyggðinni sem ætla mætti og sinnir ýmsum grundvallarhlutverkum ekki nægilega vel. Innlent 22.11.2005 14:43
Nefnd um flugvöll skilar áliti næsta sumar Nefnd sem meta á framtíð Reykjavíkurflugvallar, hefur brett upp ermar og áformar að skila áliti sínu næsta sumar. Innlent 20.11.2005 12:10
Valgerður tekur ekki sæti á listanum Valgerður Sigurðardóttir, sem sóttist eftir fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í gær en tókst ekki ætlunarverk sitt, ætlar ekki að taka sæti á listanum. Innlent 20.11.2005 11:17
Haraldur Þór sigraði í Hafnarfirði Haraldur Þór Ólason leiðir lista sjálfstæðismanna í Hafnarfirði í bæjarstjórnarkosningum í vor en hann sigraði í prófkjöri í Sjálfstæðisflokksins þar í bæ sem fram fór í gær. Haraldur hlaut 921 atkvæði í fyrsta sæti en keppinautur hans um forystusætið, Valgerður Sigurðardóttir, hlaut 791 atkvæði í 1.-2. sætið. Innlent 20.11.2005 09:58
Þær horfa til Evrópu Í umræðu á Alþingi um utanríkismál leynast forvitnilegar yfirlýsingar. Framsóknarflokkurinn gæti verið að hallast að Evrópusambandinu og Samfylkingin að nýjum lausnum ef upp úr varnarsamstarfi slitnar við Bandaríkjamenn. Innlent 19.11.2005 17:36
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent